Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 54
Prófessor viðuta n
Sakamálasaga eftir Julian Symons
Þrem hafði verið boðið til hádegisverðar
en aðeins einn kom. Þetta gerði Francis Quarles kleift
að finna morðingja.
Prófessor Henry Mailey breiddi út faðminn
og brosti út undir eyru þegar Mary Longley
gekk inn í stofuna.
„Gjörið svo vel og fáið yður sæti. Ég þarf
því miður að færa yður slæmar fréttir. Kærast-
inn yðar hringdi í mig fyrir nokkrum mínút-
um. Ég er hræddur um að hann hafi orðið
fyrir dálítið neyðarlegu slysi. Hann fór út úr
húsinu sínu klukkan tólf og ætlaði að koma
hingað en rann á bananahýði og sneri sig um
ökklann. Þér þurfið ekki að hafa áhyggjur,
hann er búinn að koma fætinum þægilega
fyrir á stól með púða undir, þannig að við
verðum þrjú í hádegismat en ekki fjögur.
Hvort viljið þér gin eða sérrí?“
Mary sagðist vilja gin og síðan skemmti
hún sér konunglega meðan prófessorinn
horfði viðutan á flöskurnar á barborðinu. Það
gat varla verið að svona frægur vísindamaður
á sviði læknisfræðinnar væri svona viðutan.
Kærastinn hennar, John Carver, sem um þess-
ar mundir var læknir við sjúkrahúsið þar sem
prófessorinn hélt fyrirlestra, hafði stálminni
og sömu sögu var að segja um aðstoðarmann
prófessorsins, Charles Clifton.
Prófessorinn kom sigri hrósandi frá barnum
með glös í báðum höndum: „Þér sögðuð
sérrí, var það ekki?“
Mary átti bágt með að stynja ekki upphátt
og tók við glasinu. „Þér ætlið að gefa út ná-
kvæma yflrlýsingu til fjölmiðla um áætlun K
í þessari viku, er það ekki?“ Prófessorinn sam-
sinnti því. Eftir svipnum að dæma var hann
í öðrum heimi. „Það verður enn ein fjöðrin
í hattinn yðar.“
54 VIKAN 37. TBL
Áætlun K var ný tegund af giktarmeðferð
sem prófessorinn hafði unnið að um margra
ára skeið.
„Þetta er allt saman enn á tilraunastigi,“
sagði prófessorinn hvasst en síðan mildaðist
röddin. „Charles hefur verið mér mjög hjálp-
legur með verklegu hliðina, ég vildi óska að
þið unga fólkið...“
Hann lauk ekki setningunni. Þetta var
óheppilegt umræðuefni þar sem Mary og
Charles höfðu eitt sinn verið trúlofuð. En
Mary lét sér ekki bregða.
„Við Charles vissum að við ættum ekki
skap saman. Þetta er búið og gert. En meðal
annarra orða, er Charles ekki orðinn dálítið
seinn?“
Eins og til að staðfesta þetta sigldi ráðskona
prófessorsins, frú Mallett, eins og skúta undir
fullum seglum inn um stofudyrnar.
„Maturinn er til, herra.“
Prófessorinn greip hendinni um ennið, tók
síðan af sér gleraugun og leit undrandi á þau.
Hann sagði afsakandi: „Við skulum bíða í
svona fimm mínútur, frú Mallett.“
„Ég er að steikja nautalundir," sagði frú
Mallett með þungri áherslu, „Þér viljið þær
kannski gegnsteiktar?"
Þau biðu í tíu mínútur eftir Charles Clifton
og settustu siðan til borðs. Steikin bráðnaði
í munninum og eftirrétturinn var mjúkur og
sætur. Prófessorinn blaðraði ánægjulega um
heima og geima eins og hans var vani. Mary
Longley var samt sem áður einhvern veginn
ekki rótt og líklega hefur prófessornum orðið
það ljóst. Það kom stöku sinnum fyrir að
hann veitti umhverfi sínu eftirtekt. Hann ýtti
gleraugunum alveg fram á nefið og leit yfir
brúnina á þeim. „Haldið þér að ég ætti að
hringja í hann?“
Hún sagði já og þá hringdi prófessorinn í
Charles Clifton og komst að raun um hvers
vegna aðstoðarmaður hans hafði ekki komist
til hádegisverðar.
Lögreglan kom klukkutíma síðar. Leeds
lögregluforingi átti að rannsaka málið og með
honum var vinur hans, Francis Quarles einka-
lögreglumaður. Quarles var hávaxinn maður
og þrekinn vel, klæddur í spjátrungslega silki-
skyrtu og með áberandi bindi. Lögreglufor-
inginn sagði Mary Longley og prófessornum
hvernig dauða Cliftons hafði borið að hönd-
um.
„Einhver skaut hann af stuttu færi í gær-
kvöldi milli klukkan níu og tólf. Það var bara
skotið einu skoti, vopnið var ekki skilið eftir
og það voru engin merki um átök. Hann hef-
ur þekkt morðingjann. Morðinginn virðist
hafa farið í gegnum skjöl hans og haft stóran
hluta þeirra á brott með sér. Spurningin er
hverju hann hafi verið að sækjast eftir og
hvort hann fann það.“
„Áætlun K,“ hrópaði Mary.
„Hvað er það?“
„Prófessorinn sagði lögregluforingjanum
frá áætluninni en honum fannst ekki mikið
til koma. „Þetta er í sjálfu sér athyglisvert en
ég get ekki ímyndað mér að hann hafi ætlað
að stela henni. Þér ætlið hvort eð er að gefa
yfirlýsingu um hana í lok vikunnar. Var þetta
hugmynd yðar, prófessor?“
„Já, það má segja það en Clifton aðstoðaði
mig við hana.“
! j