Vikan


Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 34

Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 34
Náin samvinna handritshöfundar og leikstjóra er ákjósanlegasti kosturinn við handritagerð. Það er auðvitað alltaf bráðnauðsynlegt að fá utanaðkomandi augu til að líta yfir hugverk í smíðum, maður er sjálfur svo límdur við skriffœrin að hœttan á yfirsjónum er töluverð. Sveinbjörn þarf í raun ekki að kynna. Spor hans hafa legið víða og þau ijöl- breyttu verk, sem frá honum hafa komið, segja meira en þúsund orð um áberandi athafnasemi og sköpunarþrá. Sveinbjörn hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur á ár- unum 1976 til 1984, hann gaf út hljóm- plötuna Stjörnur í skónum 1978 og fyrsta sjónvarpsleikrit hans, Þetta verður allt í lagi, var frumsýnt haustið 1984. Svein- björn hefur þýtt tvær skáldsögur eftir Kurt Vonnegut og sá að auki um sjón- varpsþáttinn Gluggann um þriggja vetra skeið. Vilhjálmur og Karítas, sem verið hafa fastagestir í Stundinni okkar um árabil, eru hugsmíðar Sveinbjörns og Sig- urðar Valgeirssonar. Hann vann smá- sagnasamkeppni Listahátíðar 1986 og samdi nú siðast upp úr eigin hugmynd handrit kvikmyndar Frostfílm, Foxtrot, sem frumsýnd verður á næsta ári. Svein- björn stundar nú nám í kvikmyndahand- ritagerð við University of Southern California í Los Angeles, í beinni snert- ingu við höfuðstöðvar kvikmyndaiðnað- arins. AÐ SEGJA SÖGU MEÐ MYNDUM Námið snýst um það sem kalla mætti lciktextagerð. Skólinn þjálfar fólk í að skrifa dramatík, bæði fyrir sjónvarp, leik- svið og kvikmyndir. Það er ekki skrýtið því þetta eru skyldir miðlar seni lúta sömu grundvallarlögmálum og Aristótel- es varð fyrstur til að setja fram. í kvikmynd sem og leikriti ætlarðu þér að scgja langa sögu á stuttum tíma eða um það bil tveimur klukkutímum, í bcinum tcngslum við áhorfandann. Þetta skapar grundvallarmun á kvikmyndagerð eða leikritun og skáldsögu sem hefur mcira svigrúm i tíma og rúmi. En skáldsagan er jafnháð formi sínu og kvikmyndin, öll listsköpun snýst að verulegu leyti um byggingarlist. Námið felst aðallega í skriftum og umfjöllun kcnnara og sam- stúdenta um skrifin, gagnrýni og umræðu. Þess utan reynir maður að fylgj- \ 34 VIKAN 37. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.