Vikan


Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 58

Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 58
Mælifell er eitt af mörgum tignarlegum fjöllum á Snæfellsnesi. Konungur jöklanna og sólskin i Staðarsveitinni. }■ * 3ff, - ; r . r / rr i r I ' i ■ • r-'ý'- ‘ ' >vr, • ■ yr • • •***' • v’- *- ‘ -09%; „Kristnihald undir Jökli.“ Á prestssetrinu Staðastað er legstaður fundinn fyrir lítinn fugl, fórnar- lamb kisu, við Likatjörn. „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlut- deild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsyn- leg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ Svo segir á einum stað í sögunni um Ólaf Kárason Ljósvíking eftir Halldór Laxness og mun þar átt við Snæfellsjökul. Þessi konungur allra jökla á íslandi var til foma nefndur Snjófell, síðar Snæfell en loks Snæfellsjökull og þó ýmsir láti sér nægja að nefna hann einfaldlega Jökul efast fæstir um við hvem er átt. Jökullinn er þeirrar náttúru að virðast margfalt stærri og vold- ugri úr fjarlægð en hann raunverulega er. Séð frá Reykjavík og víðar, í góðu skyggni, rís hann tignarlega úr sæ og geislar frá sér aristókratískum glæsileik - og seiðmögnun. Þegar að er komið fellur huliðshjálmurinn og eftir stendur fremur lítið, formfagurt fjall með geysifallegu litrófi og jökulkúf efst - og ekki minni seiðmögnun. Allt fram á nítj- ándu öld var Snæfellsjökull raunar talinn hæsta fjall á íslandi og sannar það mikilfeng- leik hans því hann er langt frá því að vera hæstur eða mestur um sig. Löngum hefur Jökullinn laðað menn til sín enda hefur hann um aldir verið talinn búa yfir einhvers konar dulmögnun. Erlend- ir dulspekingar segja hann búa yfir mestri orku allra fjalla og telst hann því meðal sjö mestu orkustöðva heims. Mikið er um að fólk, víða að úr heiminum, gangi á Jökulinn eða freisti þess að meðtaka orkuna í nám- unda við hann. Dæmi er um einn slíkan pílagrím erlendis frá sem kom fjögur sumur í röð áður en hann varð fyllilega ánægður. Hann sá nefnilcga ckki sjálfan Jökulinn fyrr en í fjórða sinn vegna rigningar og súldar. Nýlega hélt svo Þrídrangur Ijölmennt al- þjóðlegt mót undir Jökli. Fjölmargar gamlar sagnir eru til um fjöl- kynngi og dularfulla atburði undir Jökli og máttur Jökulsins hefur haft áhrif á mörg skáldin. A siðustu öld skrifaði til dæmis franski rithöfundurinn Jules Verne hina frægu skáldsögu LeyndardómarSnæfellsjök- uls og í verkurn Halldórs Laxness, Kristni- haldi undir Jökli og Heimsljósi, leikur Jökullinn stórt hlutverk. Fræg er og sagan um Bárð Snæfellsás sem skráð var á fjórt- ándu öld. Bárður þessi heillaðist svo af Snæfellsjökli að um síðir hvarf hann í Jökul- inn og bjó þar í helli. Varð hann verndari byggðarlagsins og tekinn í goðatölu. Mörg kraftaskáldin eru ættuð undan Jökli, má þar nefna Kolbein jöklaskáld sem kvað kölska í kútinn við Þúfubjarg. Kölski strandaði á að botna fyrripart hjá Kolbeini sem sat með N 58 VI KAN 37. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.