Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 11
Björn Thors og Hondan sem er skráð undir númerinu R-7.
Buick árgerð 1940, eign Kjartans Thors, föður Björns. Buickinn var
fyrsti bíliinn í eigu Kjartans sem bar einkennisstafina R-7. Myndin er
tekin 1943 eða 1944.
skráður undir merkinu RE-7 en 1932 keypti
Magnús Guðmundsson bílinn af ríkinu. Hann
átti bifreiðina til ársins 1941 er Magnús
Bjarnason, bílstjóri hjá BSR, festi kaup á far-
kostinum. Snemma árs 1942 kom Magnús að
máli við Kjartan Thors, framkvæmdastjóra
Kveldúlfs, og bauð honum númerið, en
Magnúsi fannst ekki hæfa að stöðvarbíll bæri
svo lága einkennisstafi. Kjartan þáði merkið
og var Buick-bíll í eigu hans skráður undir
merkinu. Sonur Kjartans, Björn, hafði um
þetta leyti nýlokið bílprófi og kom það í hlut
hans að keyra bílinn.
„Þetta var BÍLL,“ segir Björn, „fyrsta
klassa blæjubíll sem var feikilega gaman að
aka. Á sínum tíma var þetta án efa einhver
besti bíll landsins í sínum gæðaflokki.“
Björn flutti búferlum til Kópavogs um 1950
og fékk brátt bíl merktan Y-7 en faðir hans
hélt merkinu R-7. 1959 fluttist Björn aftur til
Reykjavíkur, tók við einkennisstöfunum og
hefur alla tíð síðan ekið bílum skráðum und-
ir R-7. Hann segist hvorki muna fjölda né
tegundir þeirra bila sem borið hafa merkið
enda skipta þeir tugum. Þó kvað Björn þetta
hafa verið bíla af öllum stærðum og gerðum;
um tíma ók hann Fiat og stuttu seinna
Willys-jeppa. Nú á Bjöm Honda Accord ár-
gerð 1985 sem skráð er undir R-7.
Örn Þór málflutningsmaöur ásamt Subaru sem ber einkennisstafina Fyrs,i vörubíll sælgætisgerðarinnar Freyju fyrir framan verksmiðjuna
R-10. á Lindargötunni 1939. Hann bar númerið R-10 frá 1934 til 1940.
Oddssyni á Eystri-Garðsauka bílinn 1929.
Þá var spjaldið sett á Nashville-fólksbifreið i
eigu Þórðar Ingþórssonar á Grettisgötu 73.
1933 seldi Þórður Guðbrandi Jörundssyni,
bónda á Vatni í Haukadal, bifreiðina. Hún
var flutt austur, spjaldinu skilað en stuttu
seinna var Opelinn fyrnefndi skráður undir
merkinu.
Sælgætisgerðin Freyja notaði vörubílinn
fram til ársins 1942 en tvö síðustu árin var
hann skráður undir merkinu R-392. Þá var
R-10 komið í eigu Vilhjálms Þórs, banka-
stjóra Landsbankans og síðar ráðherra, en
Vilhjálmur keypti númerið af Freyju 1940.
Hann ók bílum merktum R-10 allt til dauða-
dags, 1972, en þá tók sonur hans, Örn
málflutningsmaður, við spjaldinu og á hann
það enn.
Öm minnir að fyrsti bílinn á nafni föður
hans undir merkinu R-10 hafi verið Buick
árgerð 1938 eða ’39 en síðustu fjörutíu og
fimm árin hefur á annan tug bíla borið núm-
erið, nú síðast Subaru árgerð 1987.
37. TBL VI KAN 11