Vikan


Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 47

Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 47
V Umsjón: Úlfar Hauksson v gerðirnar. Hins vegar er loftþrýstingur jafn- an meiri í radial en hjólbörðum af hinum gerðunum svo þeir virðast dálítið harðari við vissar aðstæður en skálaga hjólbarðar. Helsti ókostur radial (þverlaga) hjólbarða er þó verðið því að þeir eru nokkru dýrari en skálaga barðar sem líklega skilar sér þó í meiri endingu og minni eldsneytisnotkun. Þegar byggingarlagi hjólbarðans sleppir tekur við annar hálfgerður frumskógur af mismunandi merkingum. Nokkuð hefur áunnist í því að samræma merkingar á hjól- börðum þó ennþá gæti misræmis milli þess sem tíðkast í Evrópu annars vegar og Amer- íku hins vegar. Merkingar á hjólbörðum eiga að veita upplýsingar um stærð barðans og styrkleika ásamt ýmsu fleiru. Stærðarmerk- ingar eru margvíslegar. Er þar fyrst að nefna gamla góða tommumálið, til dæmis 6.00-14 sem þýðir að breidd hjólbarðans (utanmál á belgnum) er 6 tommur og felgustærðin er 14 tommur (innanmál barðans). Hjólbarðar með tommumáli eru nær alltaf skálaga. Ef bókstafur slæðist inn í merkinguna, til dæmis E70-14, er líklegt að um skálaga barða með belti sé að ræða. E er breiddin og jafn- gildir 185 mm. Þessi aðferð er einkum notuð fyrir vestan haf (G jafngildir þá 205 mm og svo framvegis). Talan 70 í stærðarmerking- unni þýðir að hæð barðans frá felgu sé 70% af breiddinni. Til eru barðar með 60% og jafnvel 50% hæðar/breiddarhlutfalli. En þetta er nú of einfalt og því getur sem best bæst eitt stykki R inn í stærðarjnerkinguna og hún verður þá E70R-14 sem þýðir það sama og áður nema hér segir R-ið okkur að um radial hjólbarða sé að ræða. En það er ekki allt búið enn. í Evrópu, gósenlandi staðla og millímetra, tíðkast að merkja stærð hjólbarða í mm. Verður þá fyrrgreind stærð 185/70 R 14. Hérer breidd- in gefm upp í mm eða 185 mm. Til skamms tíma var svo einn stafur í viðbót sem gaf til kynna hve vel hjólbarðinn þoldi hraða og gat dæmið þá verið á þessa leið: 185/70 SR 14 (speed), 185/70 HR 14 (high speed), 185/70 VR 14 (very high speed). Nýlega hefur þessi aðferð breyst og bókstafur, sem gefur til kynna hraðaþol barðans, er oftast ekki settur með stærðarmerkingunni heldur er hann ásamt tákni fyrir burðargetu hjól- barðans á öðrum stað á barðanum. Ef 70 (60 eða 50) merkinguna vantar er hæðar/breiddarhlutfall hjólbarðans næstum örugglega 80%. Almennt gildir að breiðari og lægri hjólbarðar eru betur fallnir til hrað- aksturs en mjóir. Hins vegar geta breiðir hjólbarðar reynst varasamir í bleytu því þeim hættir frekar til að fljóta. A skýringarmyndinni er reynt að gera grein fyrir algengustu merkingum á hjól- börðum eins og þær tíðkast í Evrópu. Þá tekur við mynstur slitílatar en það er mjög mismunandi. Oftast er það nú ekki bara af smekkvísi eða ósmekkvísi sem mynstrið er ákvarðað af framleiðendum heldur er venjulega um notagildi að ræða. Einkum má nefna að mynstur eru misvel fallin til aksturs í bleytu og þeir sem aka við slíkar aðstæður þurfa að huga að því. Sama gildir auðvitað um akstur í snjó, til hans eru sum mynstur betur fallin en önnur. Að lok- um má nefna mismunandi gúmmíblöndur, mjúkar og harðar og allt þar á milli, sem ætlað er að gæða hjólbarðana mismunandi eiginleikum, svo sem mikilli endingu eða góðri viðloðun í hálku og svo framvegis. Það borgar sig ávallt að vanda val hjól- barðanna því á þeim hvílir allt hitt draslið og lengra en þeir komast verður oftast ekki farið. HELSTU MERKINGAR Á HJÓLBÖRÐUM Heiti Breidd: 185 mm Hæð/breidd (hlutfall): 70% Byggingarlag: R (radial) Innanmál (felgustærð): 14 tommur Slöngulaus Buröarþol: 88 (560 kg) Hraöaþol: H (210 km/klst.) Gerð (type)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.