Vikan


Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 18

Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 18
NAFN VIKUNNAR: KNUT 0DEGÁRD / IVatnsmýrinni stendur reisulegt og sér- kennilegt hús. Mannaferðir eru tíðar á þessum slóðum enda er þarna um að ræða musteri norrænnar menningar, Norræna húsið. Forstöðumaður og aðal- driffjöður hússins er Norðmaðurinn Knut 0degárd. Knut kom hingað til lands haustið 1984 en áður hafði hann um langt árabil haft mikil afskipti af menningarmálum í heimalandi sínu. Hann var um skeið yfir- maður menningarmála í Þrændalögum. Hann hefur verið forstjóri bókaforlags, starf- að sem bókmenntagagnrýnandi við Aften- posten og síðast en ekki síst er hann rithöfundur. Eftir Knut 0degárd liggja sex ljóðabækur og fjórar bækur í óbundnu máli; leikrit, barna- og unglingabækur, auk þess sem hann hefur fengist við að þýða og kynna íslenskar bókmenntir í Noregi. Miðalda- kvæðin Lilja eftir bróður Eystein og Geisli eftir Einar Skúlason komu út í norskri þýð- ingu eftir Knut. Landar hans hrifust svo af framtakinu að þeir sömdu tónlist bæði við Lilju og Geisla, hvorutveggja óratoríum. Geisli var frumfluttur fyrir húsfylli í Niðar- óssdómkirkju en Lilja í Lillehammer. Af nútímabókmenntum, sem Knut hefur þýtt, má nefna Fljótt fljótt sagði fuglinn eftir Thor Vilhjálmsson, Riddara hringstigans eftir Einar Má Guðmundsson og ljóð eftir Einar Braga, Þorstein frá Hamri, Jón Óskar, Stefán Hörð Grímsson, Matthías Johannes- sen og fleiri. Fyrir húsbónda á jafnstóru heimili pg Norræna húsinu er í mörgu að snúast. Ég spurði Knut 0degárd hvernig það væri að vera í forsvari fyrir þá starfsemi sem fer fram í Norræna húsinu. Knut kvað þetta vera mjög lifandi og skemmtilegt starf en sagðist ekki geta dregið dul á að það væri jafnframt mjög krefjandi. Eitt af meginmarkmiðum Norræna hússins er að fylgjast grannt með og kynna það sem gerist í lista- og menning- armálum á Norðurlöndum sem víðar. „List- in er enginn lúxusvarningur sem hægt er að skera niður við trog þegar harðnar í ári,“ sagði Knut af miklum sannfæringarkrafti þegar ég innti hann eftir hvernig gengi að fá fjármagn til að halda uppi virku menning- arlífi. „Menningin er það grundvallaratriði sem skilur á milli manneskjunnar og vél- mennisins og gerir lífið lifandi. Maðurinn lifír ekki á brauði og smjöri einu saman og mér finnst nauðsynlegt að yfirvöld hafi skiln- ing á að menningin er það sem gerir þjóð að þjóð.“ Knut Ödegárd átti frumkvæði að nor- rænni ljóðlistarhátíð í Reykjavík árið 1985. Þessi hátíð var sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og lögðu margir hönd á plóginn svo að þessi stórhuga hugmynd mætti ná fram að ganga. Undirbúningurinn var unninn í samvinnu við fulltrúa úr lista- og menningar- lífi íslands og með styrk frá opinberum stofnunum, íslenskum og norrænum. Þrátt fyrir að yfirskrift hátíðarinnar væri norræn lét skáldagyðjan ekki slíka landfræðilega af- mörkun hindra sig og meðal gesta voru rithöfundar eins og Georges Astalos, Justo Jorge Padrón og James Tate. Það er óhætt að fullyrða að þeir sem gerðu þessa hátíð að veruleika unnu ekki verk sitt fyrir gýg því hátíðin þótti takast með miklum ágætum. Aðsókn að dagskránni var mjög góð alla þá viku sem hátíðin stóð og um hana var fjallað í blöðum og tímaritum víða um heim. Upphaflega var hugmyndin sú að hátíðin yrði haldin á tveggja ára fresti og Norður- löndin myndu skiptast á um að sjá um hana. Þegar til kastanna kom voru flestir á einu máli um að hefðfesta hana í Reykjavík og má segja að bókmenntahátíðin nú í haust staðfesti þann vilja. Að þessu sinni verður sagnalistin til umfjöllunar. Efnisflokkar eins og staða norræns prósa, konur og bók- menntir og módernísk sagnagerð verða teknir fyrir í umræðuhópum sem verða öllum opnir eins og dagskráin í heild. Þátttakendur eru margir af fremstu rithöf- undum Norðurlanda en auk þeirra voru kölluð til skáld viðs vegar úr heiminum. Það verður því einvala lið sem hittist í Reykjavík haustdagana þrettánda til nítjánda september. Meðal þeirra höfunda, sem koma á hátíðina, eru Kurt Vonnegut frá Bandaríkjunum, Isa- bel Allende frá Chile, Norðmaðurinn Jon Michelet, Daninn Dorritt Willumsen, Aust- ur-Þjóðverjinn Erwin Strittmatter, Sovétmað- urinn Andrej Georgievitsj Bitov og franski metonýmíuspekúlantinn Alain Robbet-Gril- let. Kurt Vonnegut er vart þörf að kynna fyr- ir íslenskum bókaunnendum. Tvær bækur hafa verið gefnar út á íslensku eftir hann; Sláturhús 5 og Guðlaun, hr. Rosewater. Slát- urhús 5 er að margra dómi þekktasta verk Vonneguts en í því byggir hann meðal ann- ars á eigin reynslu af síðari heimsstyrjöldinni. Kurt Vonnegut fæddist árið 1922 og ólst upp í Indianapolis í Bandaríkjunum. Hann var kallaður í herinn og sendur til Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni þar sem hann var tekinn til fanga og settur í fangabúðir í Dresden. Eftir að stríðinu lauk lagði Vonnegut stund á mannfræði við Chicagoháskóla og vann sem blaðamaður. Ekki ílengdist hann þó í 18 VIKAN 37. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.