Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 39
Ég hef hins vegar engan ímugust á við-
skiptum, slík viðhorf eru hreinlega
hallærisleg. Kvikmyndasjóðurinn kemur
ósjálfrátt upp i hugann við þessar um-
ræður. Það er mér óskiljanlegt að ekki
skuli vera veittir handritastyrkir frá kvik-
myndasjóði. Sjóðurinn veitir gríðarstóra
styrki til undirbúnings kvikmynda, styrki
sem kvikmyndagerðarmenn vita oftast
ekki hvað gera skal við. Það væri betra
að veita smærri upphæðir til handrita-
gerðar og sjá svo til að þeim fullgerðum
hvort borgi sig að fjármagna framleiðslu
þeirra. Það er ódýrt að smíða handrit
og leggja það svo til hliðar en það er
ekkert smámál að framleiða kvikmynd
sem verður svo að einhverjum óskapn-
aði. Slíkt hefur því miður gerst.
Hvernig líst þér á framtíð íslenskrar
kvikmyndagerðar og þá um leið á framtíð
þína sem handritshöfundur?
Framtíðin á að geta verið björt. Við
erum að eignast fleira og fleira gott fag-
fólk en verðum hins vegar að gæta að
okkur að taka ekki of stór skref, skrokk-
urinn verður að geta fylgt fótum og huga
eftir. Ég sé framtíð íslenskrar kvik-
myndagerðar fyrst og fremst í samvinnu
við erlenda aðila og þá ekki síst Skandin-
avíu. Kvikmyndin er alþjóðlegur listmið-
ill og hann er mjög dýr. Það er ekki nema
eðiilegt að reyna annað en að takmarka
sig við markaðssvæði sem er ekki stærra
en smábær i útlöndum. Þetta þýðir alls
ekki að kvikmyndirnar verði erlendar.
Við getum miðlað umheiminum heil-
miklu af íslenskri reynslu og aðstæðum.
Síðan þarf að athuga möguleika á gerð
styttri kvikmynda fyrir sjónvarpsstöðvar,
svona 30 eða 60 mínútna langar. Fjöldi
sjónvarpsstöðva í heiminum er ótrúlegur
og því mikil þörf á alls kyns sjónvarps-
efni.
Markmið mitt er að geta skrifað eitt-
hvað sem skiptir rnáli fyrir fólk, hvort
sem það er í formi kvikmyndahandrits
eða einhverju öðru. Ég er nokkuð bjart-
sýnn þessa dagana, ég hef getað lifað af
ritstörfum um nokkurt skeið og hef von
um að geta það í framtíðinni. Það er
slæmt að þurfa að eyða dýrmætum tíma
í brauðstrit. Við hjónin störfum bæði
sjálfstætl í kvikmyndagerð svo það er
eðlileg von mín að framtíð kvikmynda-
gerðar á Islandi sé björt og ég hef þá trú
að svo sé. Ég á nóg af hugmyndum fyrir
kvikmyndir til að sitja við handritaskrift-
ir næstu árin.
37. TBL VIKAN 39