Vikan


Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 56

Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 56
SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA 13.-19. SEPTEMBER HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Nú gildir að halda rétt á spilunum og óþarfi að sýna hvað þú hefur á hendi. Ekki sakar að menn telji þig hafa betri spil en raun ber vitni. Einhvers konar átök eru óumflýjanleg en þótt einhverjir mæðist ættu menn ekki að þurfa að verða sárir. VOGIN 24.sept.-23.okt. Það er gott að vera vinur vina sinna en stundum gengur slikt út í öfgar. Þú ættir að hugleiða hvort menn meta gerðir þínar að verðleikum og sýnist þér eitthvað skorta á sanngirnina ætt- irðu að taka þig til og huga ögn að eigin þörfum. NAUTIÐ 21. apríl-21. maí Gættu þess að ganga ekki of langt við að afla þér vinsælda. Það er ekki fallega gert og engan veginn sanngjarnt að skemmta sér og öðrum á kostnað þeirra sem standa höllum fæti. Þú hefur enda nóg til brunns að bera til að láta slíkt vera. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Þú kemur til með að eiga fullt í fangi með að sinna brýnustu skyldustörfunum og þarft því á skilningi og stuðningi þinna nánustu að halda. Hikaðu ekki við að bera þig upp við þá, útskýrðu málin en reyndu ekki að vinna margra manna verk. TVÍBURARNIR 22.maí-21.júní Það er óþarfi að búast við hinu versta því að með góðum vilja og samvinnu má gera gott úr ýmsu þótt illa horfi í fyrstu. Getsakir þjóna engum tilgangi og mun vænlegra að ganga hreint til verks og afla þeirra upplýsinga sem fáanlegar eru. BOGMAÐURINN 24. nóv.-21.des. Þú væntir mikils af tengslum sem nýlega hafa tekist og það reynir á sálarstyrkinn að bíða. Láttu ekki spennuna bitna á þeim sem ekkert hafa til saka unnið en ef þú leyfir þeim að fylgjast með er líklegt að þú njótir meiri skilnings en ella. KRABBINN 22. júní-23. júlí Sóaðu ekki tímanum í ráf og rolugang því að þú hefur verk að vinna. Heima er sitthvað sem þú ættir að veita athygli. Þar er fleira að gerast en þú reiknar með og þú skalt ekki láta hjá líða að vera þátttakandi í því sem er á döfmni. STEINGEITIN 22.des.-20.jan. Liðsinnis þíns verður leitað og þú ættir ekki að skorast undan þótt ómakið kosti þig nokkra fyrirhöfn. Það sem vefst fyrir einum er öðrum leikur einn og ekkert við það að athuga að hver fáist við það sem honum lætur best. LJÓNIÐ 24. júlí—23. ágúst Þú verður að sníða þér stakk eftir vexti hvort sem þér líkar betur eða verr. Það gengur ekki til lengdar að loka augunum fyrir staðreyndum og því fyrr sem þú kemur reglu á hlutina því betra. Senn sérðu kosti þess að búa við viðunandi skipulag. VATNSBERINN 21. jan.-19. febr. Stundum er nauðsynlegt að sigla milli skers og báru og þú lendir trúlega í þeim aðstæðum að þú átt varla annarra kosta völ. Tilviljanir og samskipti við ókunnugt fólk setja svip á næstu viku og ýmislegt mun koma þér þægilega á óvart. MEYJAN 24. ágúst-23. sept. Fram undan eru þáttaskil og þú verður að gera upp við þig hvort þú vilt halda áfram á sömu braut eða breyta eitthvað til. Kastaðu ekki höndunum til þess sem þú fæst við; bíddu átekta fremur en að afgreiða mikilvæg mál í flaustri. FISKARNIR 20. febr.-20. mars Það sem fyrir þig ber hefði einhvern tima nægt til að koma þér í uppnám en þú hefur orðið fyrir svipuðu áður og ert reynsl- unni ríkari. Þú færð nauðsynlega og dýrmæta þjálfun í að fást við flókin mál af kaldri skynsemi. Haltu þínu striki. K VI KAN 37. TBL J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.