Vikan


Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 30

Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 30
Haust Gleði í göngum Kveóur í runni, kvakar í mó kvikur þrastasöngur. Eins mig fýsir alltaf þó aftur að fara í göngur. Jónas Hallgrímsson Göngur hafa alla tíð verið tilhlökkunarefni til sveita og er svo enn Jrrátt fyrir að margt hafi breyst í tímans rás. I ár verða göngur að öllum líkindum með fyrsta móti þar sem land- búnaðarráðuneytið hefur óskað eftir því að slátrun hefjist tveimur vikum fyrr en venja er svo að fjallalömbin verði ekki alltof feit þegar þau koma í sláturhúsin. Þótt almenningi hafi eitt sinn þótt feitt kjet mikill herramannsmat- ur er það liðin tíð. Göngurnar sjálfar hafa líka tekið miklum breytingum á síðustu áratugum, aðbúnaður er allur miklu betri. Nú tíðkast jafnvel surns staðar að gangnamenn taki með sér ráðskonu sem sér um að matbúa í þá meðan dvalið er á fjöllum. Ekki er þó ætlunin að segja hér frá smalamennskum nútímans heldur stikla á því hvernig aðbúnaður og göngur voru fyrr á tíð. Atkvæðamestu haustverkin fyrrurn voru göngurnar. Leitirnar voru mjög mislangar eftir landsvæðum, allt frá einum og upp i sjö daga. Lögin kváðu svo á að smala skyldi þegar sex vikur lifðu af sumri en á síðari öld- um myndaðist sú venja að smala í tuttugustu og fyrstu eða tuttugustu og annarri viku sum- ars eða viku fyrir Mikjálsmessu. Allir bændur sveitarinnar voru skyldugir til að leggja til vinnumenn í göngurnar. Einn maður var kos- inn til að vera fjallkóngur og var það mikil virðingarstaða. Útbúnaður gangnamanna þurfti að vonum að vera góður. Mikið var lagt upp úr því að gangnamenn væru vel nestaðir því það þótti hinn mesti svíðingsskapur að nesta gangna- menn svo illa að þeir yrðu matarlausir. Venja var í flestum sveitum að slátra feitu lambi í gangnanestið. Reykt kjöt var líka haft. Margs konar brauð með nógu smjöri var sjálfsagt nesti. Fram yfir síðustu aldamót var svokallað pottbrauð haft. Þá má einnig nefna harðfisk, hákarl, reyktan lax eða silung og svo fram- vegis. Áfengir drykkir þóttu og sjálfsagðir í nestis- pakkanum, oftast brennivín. Það þótti reynast sérstaklega vel til að hlýja köldum og hröktum mönnurn eða sem meðal við margs konar skyndikvillunt. Hélst sú venja lengi að láta hálfa eða heila flösku af brennivíni fylgja út- gerðinni, jafnvel þótt unglingar væru sendir, enda var ekki hægt að laga kaffi eða aðra heita drykki. í rás tímans komu hitunartæki til sögunnar og um miðja þessa öld var mikið í tísku að hafa sætabrauð, kakó, kaffi og syk- ur í nestispakkanum. Hestar gangnamanna þurftu að vera traust- ir og vel járnaðir svo þeir þyldu ferðir um úfm hraun og grýtt landslag. Klæðnaðurinn þurfti að vonum að vera góður, hver og einn þurfti að vera í skjólgóðum fatnaði og hafa örugg hlífðarföt gegn bleytu. Fram yfir síð- ustu aldamót voru skinnsokkar algengastir, bestir þóttu þeir með áföstum skónt. Á fyrsta degi riðu gangnamenn til náttstað- ar. Var það ýmist gangnamannakofi eða tjaldstaður gangnamanna. Þar skipti fjall- kóngur liði og ákvað hvar hver skyldi leita. Ekki þýddi að vera með þras og neita að hlýða því fjallkóngurinn hafði alræðisvald í þessu efni. Oft var kátt og mikil gleði í leitunum, sama hvernig viðraði. Lakast var ef óveður skall á því þá varð kalt og óvistlegt á heiðum uppi en göngurnar voru einn skemmtilegasti tíminn í sveitinni ef gott veður var. Stefán bóndi Jónsson á Húki í Húnavatns- sýslu segir svo frá göngum rétt fyrir miðja þessa öld: Lögskipaðar leitir hafa verið með svipuðu sniði frá því er ég man fyrst eftir. „í þessum leitum hafa engir orðið úti, margir að vísu vilzt og fengið nokkurn hrakning, en allt hef- ir farið vel. Margt fé hefir stundum orðið eftir, og má segja, að sumir leitarmanna hafi haft hvorutveggja fyrir fasta venju að villast og skilja eftir, jafnt í sólskini sem í dimrn- viðri, og þózt þrátt fyrir þetta fullgildir leitar- menn, sem ekki bæri að ávíta fyrir miður unnin störf. í hugum sumra manna er hvert skepnulífið lítils virði. Álloft kom fyrir að leitarmenn urðu að liggja um kyrrt einn dag eða svo vegna hríð- ar, þoku eða illviðris. Var þá ýmislegt gert til að stytta tímann, svo sem fljúgast á, yrkja, kveða klámvísur, o.fl. Það virðist mörgum ástríða í slikunt túrum að kveða grófar vísur, og stafar það vafalaust af því, að þá er betri helmingur mannkynsins hvergi nálægur, en hann má sem kunnugt er ekkert gróft gaman heyra. Eg minnist þess, að leitarmenn fengu eitt sinn, þegar ég var 10-12 ára, norðan stórhríð daginn, sem leita átti, svo þeir urðu að liggja kyrrir í tjöldum sínum inni á heiði tvær nætur og einn dag. Þá var Jónas Guðmundssson, faðir minn leitarstjóri á Húksheiði.“ Þegar leitarmenn voru komnir heim voru þeir spurðir hvernig þeim hefði líkað vistin á heiðum uppi. Þeir svöruðu því til að „.. .þetta væru einhverjar alskemmtilegustu göngur, sem þeir hefðu farið í. Á milli þess sem þeir hefðu flogizt á sér til hita, hefði faðir minn kveðið allar Andrarímur upp úr sér og verið langt kominn með Númarímur þegar leitar- bjart var orðið.“ Oft voru heimtur misjafnar á haustin því fyrr á tíðum fóru menn ekki jafnlangt inn á heiðar og á þessari öld og þeirri síðustu. Smöluðust heiðar því illa og var oft margs ljár vant, einkum ef illa féll gangnaveður. Meðan fráfærur tíðkuðust hér á landi var líka oft erfitt að smala fjalllendi. Hagalömbin tvístruðust víða og slógu sér lítið til byggða undan veðrum og snjó á haustin en lentu oft í klettaófærum og svelti. Töpuðust þau þá ýmist með öllu eða menn lögðu sig í hættu til að ná þeim og komust þá oft í hann krapp- an. Hræðsla við útilegumenn gerði það oft að verkum að menn leituðu illa áður fyrr. En 30 VIKAN 37. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.