Vikan


Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 42

Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 42
Kæri draumráðandi. í nótt dreymdi mig skrýtinn draum sem mig langar rosalega að vita hvað þýðir. Þannig var að mér fannst ég annaðhvort vera stödd í Líbanon eða þá að ég var bara að horfa á sjónvarpið þar sem verið var að sýna myndir þaðan. Þar voru nokkur börn, um tíu talsins, í nokkurs konar skýli. Þau voru dökk á hörund eins og fólkið þar er. Þetta voru æðislega sætir krakkar, bæði strákar og stelpur, að syngja alveg meiri háttar fallega söngva. Ég man að mér fannst eins og þau væru að syngja um frið. Fyrir ofan þau heyrðist í stríðsflugvélum en þau héldu samt áfram að syngja. Þá komu tveir svolítið stærri strákar klæddir í hermannabúninga og sneru sér allt í einu að þeim og héldu á einhverjum hlut sem þeir höfðu haldið þétt að hjartastað sínum. Þá hættu börnin að synja því að þetta átti að vera merki um að hætta væri í nánd. Ég tók eftir því að þessum tveimur litlu hermönn- um þótti leiðinlegt að þurfa að rjúfa sönginn. Allir urðu mjög hryggir og niðurlútir og manni fannst eins og allir óskuðu friðar mjög heitt. Þá endaði draumurinn. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Bruce Springsteen aðdáandi. P.S. Er eðlilegt að sofa með opin augu og dreyma um fólkið á plakötunum sem hanga á veggjunum í herberginu og meira að segja að heyra það tala? Þú veróur nú aó spyrja einhvern annan en mig um hvort svefnhcettirnir þínir séu eðlilegir, en frá sjónarhóli draumráðanda er algengt aó umhverft manns hafi áhrif á draumana. Svo getur einnig verið með þann draum sem þú hið- ur um ráðningu á því stríðsástandið í Líbunon hej'ur verió mjög til umfjöllunar að undanförnu. Þess vegna er alls ekki víst að liann sé tákn- rcenn. En sé svo merkir hann aó þú fáir góðar og uppörvandi fréttir og gerir þér góóar vonir sem síðan verða að engu og þú finnur aó liindr- anirnar í vegi þínum eru meiri en jákvceð áhrif fréttanna sem þú fcerð. GRATANDI Kæri draumráðandi. Mig dreymdi að ég væri í skólanum og mér fannst ég vera að fara í íslensku. Ég hafði lykla að stofunni og opnaði til að komast inn en þó voru þar þrír strákar sem allir voru í 9. bekk í fyrra (ári eldri en ég). Einn af þeim var fyrsti strákurinn sem ég var með og hann hefur alltaf átt smápart af mér síðan. Nú, draumurinn var þannig að ég átti einhvern einkarétt á stofunni og þeir vildu ekki fara út, hvernig sem ég bað þá. Þá fann ég allt í einu einhvern kraft streyma um mig alla og ég fann að þeir myndu hlýða mér svo ég gekk út að dyrum og skipaði þeim að fara út og einhverra hluta vegna var ég grátandi og mér leið eins og verið væri að tæta mig í sundur. Ég veit ekki hvers vegna þetta var allt svona mikið mál en ég stóð samt teinrétt og óhagg- anleg í dyrunum. Þeir gengu allir út í einfaldri röð og síðastur gekk gamli kærastinn minn. Hann er með áberandi stór augu og í dyrunum stoppaði hann og horfði á mig i smástund og ég sá að augun voru full af tárum og það var svo mikill sársauki í þeim að það minnti á sært dýr. Svo gekk hann í burtu og ég fór inn í stofuna þar sem ég man að tómleikinn skall á mér eins og brotsjór. Og þar endaði draumurinn. C. Þetta er ágcetis heilladraumur en er ekki fyr- irboði neinna sérstakra tíóinda heldur fremur gleðilegs tíma í lífi þinu. PENINGA- TÍNSLA Kæri draumráðandi! Mig dreymdi fyrir nokkru að ég væri á ferðalagi með bekknum mínum. Við stoppuð- um og sáum fullt af berjum og allir hlupu af stað (þurftu fyrst að fara yfir girðingu). En ég, Á., fór að tína peninga sem dottið höfðu úr vösum hinna krakkanna, meðal annars stóra hundraðkalla, af sömu gerð og tíkall nema margfalt stærri. Bekkjarsystir mín, J., sá til min pg fór einnig að tína peninga í kapp við mig. Á leiðinni heim fóru allir að sýna hvað þeir hefðu tínt mikið og við, Á. og J., sýndum hvað við hefðum tínt og vorum mjög hreyknar. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Ásta. Þessi draumur táknar að þú stendur frammi fyrir vali á vinnu eðu einhverjum J'ramtíðar- kosti þar sem þú getur annars vegar ajlað þér ágcetra tekna en liins vegar góðrar virðingar ogframamöguleiku og þú munt taka virðinguna og frumann J'ram yjir peninguna. Þetta þarj' ekki að gerast strax lieldur gteli þetta verið framtíðarspá. Þessi ráðning er ttieó J'yrirvara um að þú hajir ekki verið i berjamó rétt áður en þig dreymdi drauminn, þá er ólíklegt að hann sé táknrcenn. TVEIR MENN MEÐ BILAÐA BÍLA Kæri draumráðandi. Þennan draum dreymdi mig á ferðalagi fyr- ir skömmu og þar sem ég var ekki með blað og penna við höndina man ég lítið úr honum en þó það sem mér fannst máli skipta. Mér fannst ég koma þar sem eyðilegt var um að litast, ef til vill á öræfum þar sem ég er lítið kunnug. Allt umhverfið var einn kúptur melur og talsvert af alls konar farartækjum og ef til vill smábyggingum út um allt. Mér fannst maðurinn minn, S., og vinur minn, R., báðir vera með bilaða bíla þarna, sennilega stóra fjallatrukka sem hvorugur á. Ég rétt kasta kveðju á R. og fer til mannsins míns en hann á í mesta basli með bílinn sinn. Ég sé eftir að hafa ekki talað meira við R. og allt í einu er hann farinn en eftir stöndum við. Mér fannst við ekki vera í neinum stórvandræðum heldur var þetta fyrirhöfn og leiðindi. Með kveðju. Æ.Æ.Æ. Druumurinn bendir til hindranu í vinnu þinni eða veraldlegum málum vegna afskipta utanað- komandi aðila en ekkert J'ter hindrað þig í að lialdu þínu striki og ná þeim árangri sem þú œtlar þér. NaJ'n vinarins bendir til að þér vegni einnig vel i einhverju sem þú átt aðild að ám þess að vera potturinn og pannann í því. 42 VIKAN 37. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.