Vikan


Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 53

Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 53
Texti og myndir: Þórey Einarsdóttir í höfuðborg nýja heimsins. Minnisvarðinn um Abraham Lincoln í baksýn. Borgin er sérstakt umdæmi sem þeir kenna við sína „fjallkonu", Columb- iu. Þessi mynd er frá Georgetown sem er elsti hluti borgarinnar og iðar a< margslungnu mannlífi. anna. Margir borgarbúa sætta sig illa við hlut- skipti sitt og telja sig fara á mis við ýmis réttindi. Skipulag Washingtonborgar var falið Frakkan- um Charles L’ Enfant sem barist hafði í sjálfstæð- isstríðinu. Síðar tóku við af honum Benjamin Latrobe og Benjamin Banneker, en sá síðar- nefndi var þeldökkur Bandaríkjamaður. í sameiningu eiga þessir menn heiðurinn af fögrum útlínum Washington. Ekki er þó laust við að eftirlíkingablærinn á grísku og rómversku bygg- ingunum fari stundum fyrir brjóstið á þeim sem borgina sækja heim, ekki síst Evrópubúum. Bandaríski rithöfundurinn Henry James, sem dvaldist nær alla ævi sína í Evrópu, tjáir áhrifm af D.C., einkum þinghúsinu, The Capitol, á þá leið að sér hafí bókstaflega orðið óglatt af að sjá íburðarmiklar eftirlíkingamar og hann fyrirvarð sig fyrir ófrumleik og ósjálfstæði í byggingarlist landa sinna. Á öðrum stað í verkum Henry James lýsir hann hins vegar útsýninu frá þinghúströpp- unum á táknrænan hátt sem þaðan liggi leiðir langt inn í óravíddir framtíðar hins unga lands. Washington D.C. er í senn minnismerki um evrópskan uppruna bandarísku þjóðarinnar, þau ríku ítök sem gamli heimurinn átti meðal íbúa þess nýja og stórhug, bjartsýni og vonir sem bundnar voru komandi framtíð. Súlnagöng minna á Aþenu og Róm. í baksýn má sjá minnisvaröann um George Washington og í fjarska glittir í þinghúsið á Capitolhæð. 37. TBL VI KAN 53 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.