Vikan


Vikan - 10.09.1987, Side 53

Vikan - 10.09.1987, Side 53
Texti og myndir: Þórey Einarsdóttir í höfuðborg nýja heimsins. Minnisvarðinn um Abraham Lincoln í baksýn. Borgin er sérstakt umdæmi sem þeir kenna við sína „fjallkonu", Columb- iu. Þessi mynd er frá Georgetown sem er elsti hluti borgarinnar og iðar a< margslungnu mannlífi. anna. Margir borgarbúa sætta sig illa við hlut- skipti sitt og telja sig fara á mis við ýmis réttindi. Skipulag Washingtonborgar var falið Frakkan- um Charles L’ Enfant sem barist hafði í sjálfstæð- isstríðinu. Síðar tóku við af honum Benjamin Latrobe og Benjamin Banneker, en sá síðar- nefndi var þeldökkur Bandaríkjamaður. í sameiningu eiga þessir menn heiðurinn af fögrum útlínum Washington. Ekki er þó laust við að eftirlíkingablærinn á grísku og rómversku bygg- ingunum fari stundum fyrir brjóstið á þeim sem borgina sækja heim, ekki síst Evrópubúum. Bandaríski rithöfundurinn Henry James, sem dvaldist nær alla ævi sína í Evrópu, tjáir áhrifm af D.C., einkum þinghúsinu, The Capitol, á þá leið að sér hafí bókstaflega orðið óglatt af að sjá íburðarmiklar eftirlíkingamar og hann fyrirvarð sig fyrir ófrumleik og ósjálfstæði í byggingarlist landa sinna. Á öðrum stað í verkum Henry James lýsir hann hins vegar útsýninu frá þinghúströpp- unum á táknrænan hátt sem þaðan liggi leiðir langt inn í óravíddir framtíðar hins unga lands. Washington D.C. er í senn minnismerki um evrópskan uppruna bandarísku þjóðarinnar, þau ríku ítök sem gamli heimurinn átti meðal íbúa þess nýja og stórhug, bjartsýni og vonir sem bundnar voru komandi framtíð. Súlnagöng minna á Aþenu og Róm. í baksýn má sjá minnisvaröann um George Washington og í fjarska glittir í þinghúsið á Capitolhæð. 37. TBL VI KAN 53 I

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.