Vikan


Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 44

Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 44
u I Spjallað um votnspylsu „Haldið ykkur saman — eða reynið að tala um eitthvað sem skiptir máli,“ sagði þunglyndis- legur maður sem undirritaður lenti við hliðina á í samkvæmi um daginn. Hann kvað fast að, virtist hafa ákveðnar skoðanir á því hvað skipti máli og vildi ekk- ert léttúðugt spjall um fánýta hluti eins og listir, tísku eða ferðalög. — Eigum við að tala um veðrið? stakk ég uppá, því hann var lagstur í ffost, hafís fyrir landi og ekki gott að segja hvaða áhrif kuldakastið hefði á gróð- urfar og búskap - svo sannar- lega alvarlegt mál. En sá alvörugefni nennti ekki að spjalla um veður. Hann nennti yfirhöfúð ekki að „spjalla", sagði hann og fyrirlitn- ingin á þessu orði leyndi sér ekki. Hann vildi „tala“ af ábyrgð, setja ffam velmótaðar skoðanir um trúmál, stjórnmál og heim- speki. Og „sanna ritlist". 44 VIKAN Ég sagði þá við manninn að það væri hættuspil fyrir hann og okkur að fara út i umræður um pólitík hvað þá trúmái því hann myndi eflaust kafsigla partíið með rökfestu sinni og undir- byggðum skoðunum. „En veðr- ið afturámóti," sagði ég, - „er í fyllsta ntáta lýðræðislegt um- ræðuefni, gefúr flestum færi á skoðun, jafnvel fróðleik og gam- alli frásögn. Og svo hélt ég því fram að í samkvæmi þar sem maður skyldi leitast við að vera manns gaman ætti maður að „spjalla" t.d. um veðrið en láta lífsgátuna bíða þar til betur stæði á. „Það er þessu helvítis nútíma- fólki líkt að vilja víkja sér undan því að ræða um það sem skiptir öilu,“ sagði hann og sparkaði geðillskulega í stólinn sem ég sat í. í ensku er „smali talk“ sér- stakt hugtak, reyndar nærri því að flokkast sem listform. Sá sem er góður í „small talk“ þarf iðu- lega að vera úthaldsgóður að spjalla, uppáflnningasamur á samtalsefni og kunna margar smásögur eða samræðuskrítlur sem byggja meira á málinu sjálfu en spennu í frásögn. Ein- hvern tíma var mér sagt að „small talk“ blómstraði til að mynda í samkvæmum sendifull- trúa (diplómata) þar sent fólk þyrfti löngum að hangsa og vera skemmtilegt án þess að ræða þau mál sem fyrir lægi að ætti að ræða eða leysa. Þetta getur vel verið rétt, þótt svo undarlega vilji til að þeir íslensku dipló- matar sem skrifarinn kannast við séu nær því að teljast gamal- dags rotarar og öskurapar en samkvæmisljón eða tunguliprir spjaliarar. Þegar „small talk“ er viðhaft uppá ensku kemur maður sér hjá því að ræða um atvinnu sína eða annarra, sjúkdóma, peninga, trúmál, kynlíf og stjórnmál. Skrifarinn heyrði eitt sinn af tveimur körlum, skólabræðrum, sem höfðu um tuttugu ára skeið farið í gönguferðir saman í sumarfríinu, legið úti yflr há- sumarið og höfðu aldrei spurt hvorn annan um atvinnumálin. Hvorugur vissi hvaða starfa hinn hafði með höndum. Hér í norðrinu kalda væri trúlega ekki mögulegt að við- halda spjallinu á þessu stigi. Og þó - eftir að ntargfræg Kringia, verslanaklasi í Kringlumýri í Reykjavík, reis úr mýri fór kunn- ingi rninn, flugmaður, að segja mér frá samskonar verslanaklös- um út um allan heim. Við höfúm ekki rætt annað í rösklega hálft ár. Og höldum okkur vonandi á þessum slóðum á meðan við þekkjumst. Ég ákvað samt um daginn að segja við hann: Jæja, þakka þér spjallið, en nú verð ég að koma mér heim til að drekka vatnspylsuna mína. Hvaða svar gæti hann átt við þessu? - GG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.