Vikan - 15.09.1988, Síða 6
María Ellingsen leikkona, Lísa í Foxlrot
„Maður verður að
standa með
sínum karakter“
TEXTI: GUÐRÚN ALFREÐSDÓTTIR
María Ellingsen og Lísa í Fox-
trot eru ekkert mjög góðar vin-
konur. Það eina sem þær eiga
sameiginlegt er að báðar hafa
bein í nefinu - og reyndar sama
beinið því María leikur Lísu í
þessari nýju íslensku kvikmynd.
Nýlega lauk hún leiklistarnámi í
Bandaríkjunum en lengst af ætl-
aði hún þó að verða læknir, því
leiklist væri allt of skemmtileg til
að geta verið atvinna. Hér segir
María frá náminu, kvikmynda-
hlutverkinu og öðru hlutverki í
Þjóðleikhúsinu, blaðamennsku
og ýmsu öðru, en fyrst allt um
Foxtrot...
„Það var svona hálfgerð tilviljun að ég
fékk þetta hlutverk í Foxtrot. Ég var í námi
úti í New York þegar farið var að prófa
leikara í myndina í fyrra svo ég var ekkert
inni í dæminu. Síðan kom Jón Tryggvason
leikstjóri myndarinnar einhverra erinda til
New York og í leiðinni sá hann leikrit og
kvikmynd sem ég lék í í skólanum. Við Jón
6 VIKAN
þekktumst vel, hann hafði leikstýrt mér
fyrir inntökuprófið í skólann, en þá var
hann langt kominn í námi við þann sama
skóla. Það var svo rétt áður en ég kom
heim í sumarfrí að ákveðið var að ég fengi
hlutverkið og um sumarið hófust tökur.
Lísa þvælist óvart inn í atburðarrás
myndarinnar, flækir hana og kemur sjálfri
sér og öðrum í vandræði. Ég fæ mig þó eig-
inlega ekki til að nota sterkara lýsingarorð
um hana en að hún sé dálítið ung. Maður
verður að standa með sínum karakter. En í
sannleika sagt er hún stolt, ósveigjanleg og
bara bölvuð frekja."
— Er hún lík Maríu?
„Ekki mjög. Ég er miklu meiri diplómat
en hún. Hún er líka voðalega góð með sig
og mikil pía, sem ég er ekki. En hún er
með bein í nefinu og það eigum við líklega
sameiginlegt. Það var meira erfitt en beint
skemmtilegt að leika þetta hlutverk. í
kvikmynd er nefnilega ekki hægt að leika
ákveðna hluti, það verður að gera þá og
þannig var til dæmis með eitt slagsmála-
atriði myndarinnar. Fyrst varð að æfa
slagsmálin, svo voru þau tekin upp fyrir ís-
lensku útgáfúna og síðan fyrir þá ensku,
þannig að ég var eins og barinn harðfiskur
eftir daginn. Þá hugsaði ég líka — hvern
fjandann er maður að láta hafa sig út í! Er
það nú starf!
Það skemmtilegasta við þetta var hins
vegar hvað það var ungt og ferskt fólk sem
stóð að myndinni og vann við hana. Allar
ákvarðanir voru teknar í sameiningu og þó
það hafi stundum kostað vangaveltur þá
finnst mér þetta hafa skilað sér í myndinni.
Þetta var náin samvinna og samvera, við
þurftum að búa saman í fleiri vikur og á
tímabili þurfti allur hópurinn að deila
tveimur svefnherbergjum. En þetta var
samhentur hópur og sambúðin gekk mjög
vel. Ég neita þó ekki að hafa ekki hugsað,
þegar ég var mjög þreytt, um hjólhýsin og
lúxusinn sem stjörnurnar í Hollywood
hafa í svona tilfellum. Samt hefði ég nú
ekki viljað skipta því þá hefði ég ekki feng-
ið þann kraft sem ég fékk ffá fólkinu."
— Einhver minnisstæð atriði frá upptöku
myndarinnar?
„Fyrir utan slagsmálasenuna sem ég
nefndi áðan man ég eftir öðru atriði þar
sem við Valdimar Örn Flygenring, sem
leikur annan bróðurinn, eigum að sitja al-
ein úti í sandauðninni og tala saman. Ég
átti að horfa til skiptis á Valda og yfir til
fjalla í fjarska og einangrun okkar átti nátt-
úrlega að vera alger. Þetta gekk ágætlega
meðan við æfðum en þegar atriðið var tekið
upp var hljóðmaðurinn búinn að planta
sér í kjöltu mína og fjallasýnin varð að
þrjátíu manna starfsliði í dúnúlpum, sem
stóð álengdar og fylgdist með. Það munaði
minnstu að ég færi að skellihlægja, þetta
með einangrunina var allt í einu svo fer-
lega út í hött. Fyrir annað atriði þurfti Jón
Tryggva að kenna mér fínustu rallíaksturs-
tækni á tuttugu mínútum, á flugbrautinni á