Vikan


Vikan - 15.09.1988, Page 7

Vikan - 15.09.1988, Page 7
■ Pá hugsaði ég líka: Hvern fjandann er maður að lóta hafa sig út í! Er það nú starf! ■ Það glömruðu svo í mér tennurnar af kulda að d milli atriða var hellt í mig koníaki og þrjór manneskjur bönkuðu mig sundur og saman til að nö úr mér hrollinum... Fagurhólsmýri. í þessu atriði stelur Lísa bíl °g ég þurfti að keyra rosalega glannalega alveg upp að starfsfólkinu og myndavélun- um. Ég hafði ekkert keyrt í tvö ár svo það var meirihátta taugastrekkingur þann dag- inn að keyra ekki liðið niður. Svo er það þetta klassíska við kvikmyndatökur utan- húss, hvað leikurum er alltaf kalt, jafnvel þó það sé sól og sumar, því hiðin eftir næstu töku getur orðið ansi löng. Eit atriði er þannig að ég geng niður að á til að kæla mig svolítið, því það áð vera heitur sumardagur og ég að kafna úr hita. Þessu atriði er ég mjög stolt af því það var tekið um tuttugasta september í norðangarra og það glömruðu svo í mér tennurnar af kulda að á milli atriða var hellt í mig kon- íaki og þrjár manneskjur bönkuðu mig sundur og saman til að ná úr mér hrollin- um.“ — Ertu sátt við myndina Foxtrot? „Þegar ég sá hana í fyrsta sinn, á mynd- bandi, var ég eftir flmm mínútur búin að gleyma mér og farin að lifa mig inn í sögu- þráðinn. Það eru bestu meðmæli sem ég get geflð myndinni. Það sama er að segja um handritið, mér fannst strax góðs vísir að það var sama hversu oft ég las það mér fannst það alltaf jafn spennandi. Þessi teg- und kvikmynda er kannski ekki alveg mitt uppáhald, er meira fyrir dramatískari myndir, en þetta er mjög góð spennu- mynd og gaman að sjá hversu vel hefur tekist til með það form hér.“ — María lauk B.A. prófl í leiklist frá New York University í janúar sl., eftir þriggja og hálfs árs nám. Innan háskólans er leiklistar- skóli með fimm mismunandi deildir og var María í Experimental theatre wing, sem útleggst í beinni þýðingu tilraunaleikhús- deild. „Þetta var skemmtilegt en erfitt nám. Það var mjög skapandi og mikil áhersla lögð á líkamsþjálfún og beitingu líkamans í leik. Og af því þetta er háskóli þarf líka að læra ýmis kjarnafög og valgreinar eins og til dæmis bókmenntir, heimspeki, sálfræði og listasögu, þannig að oft var mikið að læra heima auk hlutverka sem þurfti að læra utanað. En að búa í New York er ekk- ert grín þegar lifa þarf af námslánum. Húsaleiga er rándýr og matur líka, svo ég minnist nú ekki á skólagjöldin. Oft endaði með að matarpeningarnir fóru í skólagjöld og þá varð bara að lifa á loftinu — sem reyndar er ekki mjög heilnæmt. En borgin er skemmtileg og frábær skóli út af fýrir sig, sérstaklega fýrir leiklistarnema. Hvar sem maður settist niður og leit í kringum sig upplifði rnaður stórkostlegt leikhús. Mannlífið er svo ýkt og leikrænt — eða eins og Jón sagði einhvern tíma þegar hann var að sýna mér borgina „það er svo mikið úrval af fólki hérna.“ Það var að mörgu leyti erfitt að yfirgefa New York því það er svo óendanlega mikið að gerast þarna og margt spennandi sem ekki gafst tími til að sjá. Kvikmyndaleikur var ekki ein af náms- greinum mínum í skólanum en samt hafði ég af að leika í nokkrum myndum. Ég kynntist strax i upphafi tveim stelpum sem voru í kvikmyndaleikstjórn og í þeirra myndum lék ég alltaf. Þetta eru stuttar myndir og efnislega allt öðruvísi en venju- legar bíómyndir því þær keppa ekki um vinsældir úti á markaðnum. Yfirleitt eru þær fullar af ídealisma, ljóðrænu og fram- úrstefnu einhvers konar. Þessir krakkar eru miklir andstæðingar kvikmyndaiðnað- arins, sem þeir vita þó að þeir óhjákvæmi- lega hafna í síðar, því annars geta þeir ekki lifað af list sinni. Það var gaman að vera með í þessu og góð reynsla fyrir mig. Ég hef reyndar lengi verið með kvik- myndadellu og hef meira og minna verið með nefið ofan í kvikmyndagerðinni hér síðan gróskutímabilið hófst. Þegar ég var fimmtán ára áttum við í skólanum að kynna starf einhvers listamanns og fékk ég undanþágu til að kynna kvikmyndagerð- armann, því þá var Hrafn Gunnlaugsson að vinna að sinni fyrstu mynd. Ég fór ásamt nokkrum öðrum stelpum að ræða við Hrafn og gaf hann sér góðan tíma í að skýra út fyrir okkur um hvað kvikmynda- gerð snerist. Þetta spjall varð svo til þess að hann mundi eftir mér nokkrum árum síðar þegar hann var að leita að ungri stúlku í hlutverk í næstu mynd sína, Okkar í milli... í hita og þunga dagsins. Þó ég hafi sennilega alltaf haft leiklistar- VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.