Vikan


Vikan - 15.09.1988, Qupperneq 8

Vikan - 15.09.1988, Qupperneq 8
LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON hátíð sl. vor og þar með hafði María leikið sitt fyrsta hlutverk á sviði eftir námið. „Það er auðvitað mjög skemmtilegt og ákveðinn léttir að leika á íslensku eftir að hafa leikið á ensku í mörg ár. Jafnframt var svolítið skrýtið að fara að leika með leikur- um sem maður er búinn að dást að utan úr sal í mörg ár. Ég var dauðfeimin í margar vikur eftir að byrjað var að æfa, en það reyndist nú óþarfl því meðleikararnir voru örlátir á góð ráð og móralskan stuðning. Ég lærði mikið af þeim og þeirra reynslu. Eins hefur leikstjórinn, Andrés Sigurvins- son, verið alveg stórkostlegur og þessi uppsetning hans er mjög skemmtileg. Þetta verður hörkusýning." — Hvort höfðar nú meira til þín sviðs- leikur eða kvikmyndaleikur? „Mig langar alltaf voðalega til að leika í kvikmynd þegar ég er ekki að Ieika í kvikmynd, en ég hugsa að mig langi alltaf til að leika á sviði. En í sjálfu sér eru þetta svo ólík vinnubrögð að það er ekki hægt að líkja þeim saman. Það gefur manni meira sem leikara að leika í leiksýningu þar sem atburðarásin spinnst frá upphafi til enda, við undirtektir ffá áhorfendum. í kvik- mynd eru tekin örstutt atriði í einu og ekki alltaf í réttri tímaröð myndarinnar. Afraksturinn og svörun áhorfenda kemur svo ekki í ljós fyrr en löngu seinna. Leikmátinn er líka gjörólíkur. f kvik- myndaleik gildir að gera sem allra minnst, þar nægir að hugsun leikarans komist yflr, það má ekki teikna hana neitt sérstaklega. Þetta reynir oft ansi mikið á ímyndunarafl- ið og maður verður að geta treyst, ekki bara leikstjóranum eins og á sviði, heldur líka kvikmyndatökumanninum. Það er mjög gaman að þessu hvoru á sinn hátt og kvikmyndin gefur auðvitað ýmsa mögu- leika sem leikhúsið hefúr ekki. En ef ég þyrfti að velja á milli þá hugsa ég að ég myndi velja sviðið. — Nú er Karl Óskarsson kvikmyndatöku- maður í Foxtrot og jafnframt sambýlis- maður þinn. Hvernig var að vera undir hans smásjá? „Mér fannst ég náttúrlega í einstaklega góðum höndum og það var mjög þægilegt og ánægjulegt að vinna aftur saman. Við kynntumst einmitt við samskonar aðstæð- ur, en það var við upptökur á myndinni Okkar í milli... Það er annars alveg voða- legt að vera með kvikmyndagerðarmanni, þeir eru svo miklir vinnualkar. En sam- bandið virðist nú ætla að þola ýmislegt, eins og aðskilnaðinn þessa vetur mína úti. Það er sjálfsagt eitthvað sterkt sem bindur okkur saman. En það verður vonandi nóg að gera hjá mér líka, bæði við að halda mér í þjálfún og svo ætla ég í Söngskólann í haust. Leikarar geta alltaf átt von á að þurfa að syngja og þá er eins gott að vera viðbúin því. Ég lærði söng í skólanum úti en alls ekki nógu mikið vegna tímaleysis. Eiginlega er ég fýrst núna að átta mig á því að ég er komin heim til að vera, en ekki bara í sumarfríi eins og undanfarin ár. Ég er farin að sjá fýr- ir mér rólegan og notalegan vetur þar sem ég sit heima og prjóna eða baka brauð, eða fer í heimsóknir. Eitthvað svona dútl sem ég gaf mér aldrei tíma til úti, því ég var svo iðin við að bæta á mig aukaverkefnum. Annars er framtíðin bara óráðin og spennandi. Ef verkefnin láta á sér standa þá er alltaf hægt að búa sér eitthvað til að gera — allavega meðan maður hefúr efni á því, barnlaus og ekki á kafi í húsbyggingu." „Svo var það löngu síðar að einn vinur minn, sem var í guðfræði og er nú orðinn prestur, spurði hvort mig langaði virkilega til að verða vélvirki, læknisfræðin væri eins og vélvirkjun ...“ bakteríuna þá ætlaði ég alls ekki að verða leikari, mér fannst að leiklist væri allt of skemmtileg til að geta verið atvinna. Það tók mig langan tíma að sannfærast um að hægt væri að leggja skemmtileglieitin fýrir sig. Fljótlega komst ég svo að raun um að þetta starf getur líka verið óskaplega erfitt, bæði líkamlega og tilfinningalega krefj- andi. Ég hafði lengi ætlað mér að verða læknir. Eða frá því ég var krakki og fannst ástandið í heiminum alveg hræðilegt, hungursneyðin í Biafra og allt það. Mér fannst að allir þyrftu að taka höndum sam- an til að bjarga þessum málum í eitt skipti fýrir öll og minn þáttur í því skyldi verða læknishjálp. Svo var það löngu síðar að einn vinur minn, sem var í guðfræði og er nú orðinn prestur, spurði hvort mig lang- aði virkilega til að verða vélvirki, læknis- ffæðin væri eins og vélvirkjun. Hann vildi meina að mér hæfði betur að vera í meiri andlegri nálægð við manneskjuna og vildi endilega að ég yrði prestur. Ég fann að þetta var rétt hjá honum, ég mundi kunna betur við náið samband við fólk heldur en að krukka í það og rífa úr því botnlanga. Læknisfræðiáformunum pakkaði ég því saman um það leyti sem ég kláraði stúdentsprófið, átján ára gömul. 8 VIKAN Ég ákvað að vinna í eitt til tvö ár, meðan ég væri að finna út hvað ég ætlaði að læra og sótti um sem blaðamaður á Morgun- blaðinu. Þar hafði ég unnið á myndasafn- inu nokkur sumur og fengið að skrifa nokkrar smærri greinar, eins og Fólk í fféttum og svoleiðis. Þó ung væri ákvað Styrmir Gunnarsson ristjóri að gefa mér þriggja mánaða reynslutíma, en þarna var ég þar til ég fór í leiklistarnámið einu og hálfu ári síðar og síðan alltaf á sumrin. Þetta starf var sá besti undirbúningur sem ég gat fengið fyrir svona nám. Að ræða við fólk, setja sig í spor þess og miðla yfir á pappír er ekki svo ólíkt því sem þarf til að túlka aðrar persónur. Þar fyrir utan er blaðamennska óhemju þroskandi og ögr- andi starf. Skemmtilegast fannst mér að skrifa um leikhús, kvikmyndir og fóik. En eitt upp- áhaldsverkefni mitt voru þríburar sem fæddust á Djúpavogi fyrir fjórum eða fimm árum. Ég heimsótti þá og fylgdist méð þeim frá því þeir voru í súrefniskassa og þar til þeir voru farnir að hlaupa um. Mér var farið að þykja ógurlega vænt um þá.“ I þessum mánuði verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu nýtt íslenskt leikrit, Ef ég væri þú, eftir Þorvarð Helgason. Reyndar voru tvær forsýningar á verkinu á Lista-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.