Vikan - 15.09.1988, Qupperneq 12
sýningu í Berlín og viðaði þar
að mér upplýsingum og gögn-
um sem áttu eftir að koma sér
mjög vel. Svo var útgáfufélagið
Farvegur stofnað, af mér, nú-
verandi manni mínum og
þremur börnum og er starf-
rækt hér á heimavelli. En það
stóð lengi í mér hvað blaðið
ætti að heita og mér fannst
engan veginn komast mynd á
þetta hugarfóstur fýrr en það
væri komið. Ég held ég hafi
verið búin að skrifa niður
nokkur hundruð nöfh og
meira að segja vakna upp um
miðjar nætur með rétta nafnið
á vörunum, að ég hélt, þegar
ég lét verða af því að hringja í
Þórhall Vilmundarson hjá
Orðabók Háskólans. Hann
kom síðan með nokkrar tillög-
ur og ein þeirra var Farvís.
Farvís vísar þér för og sá sem
er farvís er öruggur í ferðum.
Fyrirmynd blaðsins er þýskt
ferðatímarit og þegar búið var
að ákveða brot og pappír, þá
var að ráða útlitshönnuð, fá
greinarhöfúnda til að skrifa og
auglýsingar upp í kostnaðinn.
Þetta gekk allt hægt og sígandi
og var engum erfiðleikum háð
nema það síðastnefhda. Það
var dálítið þungur róður að fá
auglýsendur til að átta sig á
hverskonar blað væri á ferð-
inni. Þetta var mjög skemmti-
leg vinna, enda alltaf gaman að
byggja eitthvað upp frá grunni.
Ég var líka heppin að hafa
mjög góða manneskju mér við
hlið, Sigrúnu Harðardóttur
myndlistarkonu, en hún sá um
útlit blaðsins. Sigrún hafði
unnið með mér um tíma á Vik-
unni og mér féll afskaplega vel
hennar handbragð, hún er
næmur listamaður og mikill
fagurkeri og finnst mér blaðið
bera þess glögg merki.
Áætlað er að fjögur blöð
komi út á ári og meðal efnis í
þessu fyrsta tölublaði eru
greinar og viðtöl við kunnuga
um hina ýmsu staði hérlendis
sem erlendis, ferðamálaþættir,
ferðafréttir og gagnlegar upp-
lýsingar um ýmis atriði, golf,
mataruppskriftir og þemaefni,
sem verður í hverju blaði, og
er að þessu sinni um Asíulönd.
Jú, ég hef víða orðið vör við
jákvæðar undirtektir, bæði
varðandi efhi og útlit blaðsins.
Einstaka raddir hafa helst fund-
ið að því að of mikið efni sé í
blaðinu og má það kannski til
sanns vegar færa, því ekkert
létt uppfyllingarefhi er í því
eins og oftast er í öðrum
blöðum. Ég er byrjuð að
undirbúa næsta blað sem á að
koma út í október og jafnframt
bíður mikil vinna við að aug-
lýsa upp blaðið, fá áskrifendur
og sýna fram á að svona tímarit
hefur mikið safngildi. Ferða-
greinar fyrnast seint og trúlega
eiga margir eftir að finna það
12 VIKAN
sem þeir leita að er ffam líða
stundir. Ég hlakka til starfsins
framundan, mér finnst algjör
lúxus að geta verið að vinna
við eitt af mínum stærstu
áhugamálum. Ég sest við tölv-
una og í næstu andrá er ég
komin eitthvað út í heim!“
— Pólitíkin kom til sögunnar
í lífi Þórunnar árið 1978. Þá
var hún enn heima með börn-
in og fannst hún standa svolít-
ið til hliðar við samfélagið,
ekki vera nógu virk. Hún
ákvað að drífa sig í Stjórnmála-
skóla Sjálfstæðisflokksins og
stuttu síðar var hún beðin um
að gefa kost á sér í prófkjör til
svo sannarlega er hún allt í
kringum okkur. Hún er það
lífsmunstur sem við kjósum að
lifa eftir og af henni stjórnast
umhverfi okkar og aðbúnaður
í einu og öllu. Stjórnmál skipta
okkur því ekki svo litlu. Hins-
vegar, þegar stjórnmálaum-
ræður hætta að vera málefhan-
legar og fara að einkennast af
persónulegum kýtum, þá er
stutt í leiðindin.
Fjölskyldupólitíkin hér
heima getur stundum verið
ansi lífleg. Það tilheyra ekki all-
ir sama flokki þannig að oft eru
fjörug skoðanaskipti. Egill,
maðurinn minn, er einlægur
■ ...hefðu þeir rœtt um
karlmanninn og fjölskylduna eða
vandamól innflytjenda eða
kynferðisglœpi gagnvart börnum?
Hefðu þeir sýnt þar listmuni sína eða
haldið listahatíð?"
borgarstjórnar. Hún lenti í
nítjánda sæti og svo fór ýmis-
legt að gerast.
„Ég segi stundum að ég sé
pólitíkus í hálfu starfi. Er vara-
borgarfulltrúi í Reykjavík, fýrir
Sjálfstæðisflokkinn, og á því
sæti í nokkrum ráðum og
nefhdum. Vissulega tekur slík
fundarseta oft drjúgan tíma
ásamt öðru sem til fellur og
tengist þessu. Svo er ég for-
maður Landssambands Sjálf-
stæðiskvenna, þar sem ýmsu
þarf að sinna líka svo segja má
að samtals fari tveir til þrír
dagar í viku í pólitískt starf.
Ég er einnig starfandi í
I.ionshreyfingunni og var fyrsti
formaður Lionessuklúbbs sem
stofnaður var í Reykjavík
1984. En sl. vor var stigið það
merka skref að leggja hann nið-
ur og stofna Lionsklúbb. Það
gerðist í kjölfar breytinga á al-
þjóðalögum hreyfmgarinnar,
sem nú heimila inngöngu
kvenna í Lionsklúbba. Og nú á
ég sæti í fjölumdæmisstjórn
Lionsumdæmanna hér og er
eina konan á Norðurlöndum
sem vermir slíkt sæti. Karla-
veldið er því smám saman að
láta undan.
Það er mjög gefandi finnst
mér, að starfa að félagsmálum
og eftir að ég fór að vinna
heima við er góð tilbreyting í
því að fara út á fundi. Pólitíkin
er mjög góður skóli, ekki
ósvipaður blaðamennskunni
að því leyti að maður fær góða
yfirsýn yfir marga þætti þjóð-
félagsins. Eiginlega skil ég ekk-
ert í þeim sem sífellt þusa um
hvað pólitík sé leiðinleg, því
stuðningsmaður Steingríms
Hermannssonar og ég Þorste-
ins Pálssonar, svo það er eigin-
lega farsælast fyrir heimilislífið
að þeirra samstarf sé sem
best....“
- Þórunn viðurkennir að
það hafi verið töluverð átök
fyrir 37 ára heimavinnandi
húsmóður að hella sér út í
störf utan heimilisins. Sjálfs-
traustið hafi svo sem ekki ver-
ið upp á marga fiska.
„Það hefur komið sér að ég
er námskeiðasjúk" segir hún
hlæjandi, „þau leiddu ýmislegt
af sér. Nokkrum árum áður en
ég fór í Stjórnmálaskólann
hafði ég sótt leiðsögumanna-
námskeið og eftir það starfaði
ég smá tíma sem leiðsögumað-
ur. Það var mitt fyrsta starf síð-
an flugfreyjustarfið áður en ég
giftist. Seinna fór ég svo á
námskeið í dagskrárgerð hjá
Ríkisútvarpinu, sem varð til
þess að um tveggja ára skeið sá
ég, ásamt fleirum, um þátta-
gerð hjá útvarpinu. í framhaldi
af þessu, eða 1980, hafði svo
Ellert B. Schram ritstjóri sam-
band við mig og bauð mér
starf sem blaðamaður á Vísi.
Þetta kom því svona hvað af
öðru og raunar að hluta til af
nauðsyn því ég skildi á þessu
tímabili og varð einstæða
móðir.
Þetta var oft erfitt fyrst, ég
var full af vantrausti á sjálfa
mig og oft var ég að því komin
að snúa við á tröppum Vísis og
fara bara heim í skjólið. Ekki
var það heldur til að efla sjálfs-
traustið að vera sett á byrjend-
alaun eins og óharðnaður ung-
lingur, að átján ára uppeldis-
og stjórnunarstarf væri einskis
metið. En nú er sem betur fer
farið að meta þá reynslu hús-
móður sem hverja aðra starfs-
reynslu."
— Talið berst nú óhjákvæmi-
lega að hinu sígilda umræðu-
efhi, jafhréttismálum kynjanna
— enda er Þórunn formaður
jafnréttisnefndar Reykjavíkur-
borgar og er nýlega komin frá
Osló, þar sem hún tók þátt í
Nordisk forum ásamt hópi
Sjálfstæðiskvenna.
„Ég upplifði Nordisk Forum
sem mjög jákvæða samkomu.
Það var mjög sérstætt samfélag
sem myndaðist þarna á Blind-
ern þessa daga, afslappað og
litríkt. Þarna hitti maður fjölda
kvenna, ekki bara frá Norður-
löndum heldur víðar, eina hitti
ég t.d. frá Botswana. Og það er
sannarlega til góðs og eykur
víðsýni að ólíkar konur hittist
og skiptist á skoðunum. En
það er varla hægt að kalla þetta
ráðstefnu, því þetta var blanda
af öllu mögulegu. Þarna var
einskonar námsstefha með
fræðandi fyrirlestrum, ýmsar
uppákomur, konur að selja
handunna listmuni sína, kynn-
ingarstarfsemi, listahátið og
margt fleira.
Við Sjálfstæðiskonur vorum
með kynningarbás og vorum
við ánægðar með hvað honum
var sýndur mikill áhugi. Einnig
vorum við með eina sjö fýrir-
lestra og þrír þeirra voru í
tengslum við samstarf með
skoðanasystrum okkar í sam-
bærilegum flokkum á hinurn
Norðurlöndunum. Þema þess-
ara fýrirlestra var „Konan og
fjölskyldan“ og var mjög
ánægjulegt að komast að raun
um hversu samstíga við erum í
því sem við erum að gera í
þessum málum.
En það er nú samt staðreynd
að jafnréttismál eru töluvert
lengra á veg komin í nokkrum
nágrannalandanna en hér, ekki
hvað síst launajafnréttið. Svíar
eru komnir lengst hvað snertir
félagsleg réttindi kvenna og í
Noregi hefur í mörg ár verið
40% kvótaregla fýrir þátttöku
kvenna í pólitík. Þetta hefur
gjörbreytt stöðunni þar. Svo
hitti ég konu frá Bandaríkjun-
um sem hefur nokkuð aðra
viðmiðun. Hún sagði áberandi
að á Norðurlöndum stæðu
konur framarlega í stjórnmál-
um en alls ekki eins framarlega
í atvinulífinu. Þessu væri öf-
ugt farið í Bandaríkjunum, þar
sem konur eru nú mjög ffam-
arlega í atvinnulífi og stjórnun-
arstörfúm en ekki í pólitíkinni.
Hér á íslandi vantar enn of
mikið upp á launajafhrétti og
þátttöku kvenna í stjórnmál-
um. En ég hef þá trú að þetta
fari nú að breytast, fylgi
Kvennalistans sýnir okkur að