Vikan - 15.09.1988, Page 13
það er krafa kjósenda að fleiri
konur taki þátt í stjórnmálum.
Það er ekkert eðlilegra, helm-
ingur heimsins er okkar og því
eigum við að deila ábyrgð og
völdum. Jafhrétti er ávinning-
ur fyrir bæði kynin og að því
þurfa þau að vinna hlið við
hlið. Við eigum að forðast að
stilla karlmanninum upp sem
einhverjum erkióvini, það er
ekki vænlegt til árangurs.
Það er mjög brýnt að konur
sæki í sig veðrið og hætti að
vantreysta sér til þeirra hluta
sem þær langar til að gera.
Hvort sem það er til dæmis að
fara út að vinna eftir eitthvert
hlé, gefa sig að stjórnmálum
eða taka að sér ábyrgðarstöð-
ur. En auðvitað vitum við að til
að fjölskyldukonur geti með
góðu móti sinnt kröfuhörðu
starfi, þarf viss verkaskipting
að vera á heimilinu. Það sinnir
enginn slíku starfl sem þarf
einn að burðast með áhyggjur
og samviskubit yfir börnum og
búi. Sem betur fer er ágætis
samstarf á mínu heimili, ann-
ars gæti ég víst ekki verið að
vasast í þessu öllu.
En það að konur verði virk-
ari í samfélaginu er nauðsyn-
legt, bæði vegna þess að ég
held að það sé hverri mann-
eskju þörf og svo sú staðreynd
að helmingur mannkyns eru
konur. Það veitir ekki af að
koma á meira jafnvægi í heim-
inum með breyttu gildismati.
Ég er svo hjartanlega sammála
þeirri rnerku konu, Astrid
Nöklebye Heiberg sem er for-
maður Landssambands hægri
kvenna í Noregi, en hún segir
að lífssýn kvenna sem ala af sér
börnin, halda heimilunum
saman og treysta fjölskyldu-
bönd, sé óneitanlega meira í
tengslum við raunveruleikann
en lífssýn karla almennt. Vissu-
lega hafa karlar og konur oft
skiptar meiningar um for-
gangsmál og áherslupunkta í
stjórnmálum, þar bítast á hin
svokölluðu hörðu og mjúku
gildi. Og því gat ég ekki varist
að velta því fyrir mér, úti í
Osló um daginn, hvernig yflr-
bragðið hefði nú verið ef tíu
þúsund karlar hefðu verið þar
samankomnir á ráðstefnu. Um
hvað hefðu þeir rætt?
Það læðist að mér sá grunur
að efnahagsmál og vopnafram-
leiðsla hefðu verið ofarjega á
blaði. En hefðu þeir rætt um
Ktirlmanninn og fjölskylduna
eða vandamál innfleytjenda
eða kynferðisglæpi gagnvart
börnum eða jafnréttismál á
Norðurlöndum? Hefðu þeir
sýnt þar listmuni sína eða
haldið listahátíð??
Er ekki kominn tími til að
fara að líta sér nær og huga
meir að manneskjunni og
mannlegum samskiptum....?
□
Að loknum
laxveiðum
3AFII
Landakotsmálið svo-
nefnda hefur vakið
mikla athygli á undan-
V förnum vikum, þó
ýmislegt fleira hafi orðið uppi
á teningnum. Það sem almenn-
ingi þótti þó alvarlegast var að
hægt væri að greiða einum
manni árslaun upp á 15 millj-
ónir samkvæmt athugasemd-
um ríkisendurskoðanda.
Snarpasta yflrlýsingin kom
þó úr munni Jóns Baldvins
fjármálaráðherra þegar hann
sagðist gefa stjórn Landakots-
spítala núll í einkunn fyrir fjár-
málastjórn.
Þá vekur það athygli að í
einhvers konar stjórnunarráði
spítalans bregður fyrir nöfnum
eins og Jóhannes Nordal seðla-
bankastjóri, Höskuldur Ólafs-
son bankastjóri Verslunar-
bankans og Óttar Möller fyrr-
verandi forstjóri Eimskips
ásamt fjölda annarra fjár-
málajöfra í íslensku þjóðlífl.
Það er sárt að allir þessir góðu
menn skuli fá falleinkunn hjá
Jóni Baldvin þó engin hætta sé
á því að þessir ágætu synir
þjóðarinnar þurfi að bera
nokkra ábyrgð á þessum
spítalarekstri.
Annars er fólk farið að trúa
því að þarna hafl enginn ósónii
verið á ferðinni enda hefur
ólygnasta blað landsins, Morg-
unblaðið, þegar spanderað
einum leiðara til að draga fjöð-
ur yfir rnálið og ýjað að því að
jafhvel hafi verið staðið rangt
að þessari endurskoðun.
Það má því búast við því að
ef nokkur sökudólgur frnnst í
þessu tilþrifamáli þá verði það
ríkisendurskoðandi.
Vonandi fer ríkisendurskoð-
andi ekki að kukla í bækur ann-
arra fyrirtækja þar sem sumir
þessara fjármálasnillinga eru
við stjórn. Ósjálfrátt kentur
upp í hugann Landsvirkjun.
Lfnahagsmál eru annars
mikið í brennidepli og hefúr
forstjóranefndin svokallaða
verið í sviðsljósinu og í frétt-
um daglega og hefur ekki enn
fengið falleinkunn. Fjölmiðlar
hafa tíundað á hverjum degi að
ekkert sé að frétta af störfúm
nefndarinnar og yfirlýsingar
því engar enn.
Þetta kann þó snarlega að
hafa breyst þegar þessi skrif
komast á þrykk. En almennt er
búist við niðurfærsluleið, það
er að segja að kaup verði lækk-
að jafnvel um 10% sem þýðir
að fiskvinnslukona sem hefur
225 krónur á tímann lækki um
22,50 og yflrlæknirinn á
Landakoti um hvorki meira né
rninna en eina og hálfa milljón.
Þetta hlýtur að verða mjög s;irt
fyrir hann.
Því flýgu einnig fyrir að
draga eigi úr opinberum frarn-
kvæmdum, nieðal annars frarn-
kvæmdum borgarinnar. Auð-
vitað er það fjandi hart fyrir
Davíð sem er á fúllu við að
byggja ráðhús og hefur þegar
pantað hvolfþak úr gleri sem á
að snúast yfir hitaveitugeym-
unum í Öskjuhlíð. Klóak-
húsinu við Skúlagötu mun hins
vegar verða lokið og Davíð
verður örugglega búinn að
klippa á borðinn og sturta nið-
ur í fyrsta sinn.
Svo hefur kvisast að for-
stjóranefndin ætli að leggja til
að ráðherrar og bankastjórar
borgi veiðileyfl sín sjálflr.
Þetta setur mikinn óhug að
mönnum á æðstu stöðum.
Endanlegar niðurstöður
efnaliagsráðstafananna munu
verða birtar þegar sá helming-
ur ríkisstjórnarinnar sem er
erlendis kernur heim og hinn
helmingurinn frá laxveiðum
sínum. Nú fer að kólna er-
lendis og laxveiðivertíðinni
senn að ljúka og þá mun vænt-
anlega verða haldinn ríkis-
stjórnarfúndur. Allavega verð-
ur hann haldinn áður en Matt-
liías og Birgir ísleifur fara til
Seoul. Bara að forstjóranefndin
leggi ekki til að farmiðarnir
verði dregnir til baka.
Páfl, seint í ágúst 1988.
Svo hefur kvisast að forstjóranefndin œtli
að leggja til að róðherrar og bankastjórar
borgi veiðileyfi sín sjólfir. Þetta setur mikinn
óhug að mönnum ó œðstu stöðum.
VIKAN 13