Vikan


Vikan - 15.09.1988, Page 15

Vikan - 15.09.1988, Page 15
öðrnm tuskubrúðum, þó þær séu að vísu til í mismunandi stærðum og gerðum. Upphaflega voru þessar brúður gerðar í Þýskalandi en nú eru þær gerðar víða um heim og kallaðar Waldorfbrúður því þær eru notaðar í Waldorf (Steiner) leikskól- um. Það sem aðallega er lögð áhersla á í þessari brúðugerð er að brúðan sé mjög einföld og einungis úr náttúrulegum efnum. Brúðan hefur kúlulaga höfuð og augu og munnur eru einungis litlir punkt- ar þannig að brúðan hefúr engin ákveðin svipbrigði." Hvers vegna er mikilvægt að brúðan sé einföld? „Það er mjög mikilvægt að öll leikföng sem við gefúm börnum séu einföld til þess að ímyndunarhæfileikinn og sköpunar- gleðin fái að njóta sín og þroskast eðlilega. Þetta á sérstaklega við um fyrstu 7 æviárin. Fyrstu tvö árin þarf barnið mjög lítið af leikföngum. Þá er það svo upptekið af því að kynnast heiminum og ná tökum á eigin líkama að allt í umhverfmu er spennandi. Þá þreifar barnið á öllu, bragðar á öllu og fylgist með öllu sem á sér stað í umhverfi þess. Besta umhverfið fyrir barnið fyrstu ævi- árin er heimilið. Þar flnnur það ástúð og öryggi og þar eru mamma eða pabbi sem sífellt er að störfum við matargerð, uppvask, þrif o.fl. og það veitir barninu VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.