Vikan


Vikan - 15.09.1988, Síða 19

Vikan - 15.09.1988, Síða 19
Hróbjartur Lúðvíksson skrifar Menningu og hreysti til framdráttar Nú er það ung- mennafélagið sem gerir okkur erfítt fyrir þessa dagana. Þeir heimta að hér í héraðinu verði haldið allsherjar hand- knattleiksmót eftir tvö ár. En til þess að það sé hægt þarf að byggja íþróttahöll með nægi- lega stórri áhorfendastúku. Þeir hjá ungmennafélaginu heimta að byggingarkostnað- urinn verði settur á fjárhags- áætlunina fyrir næsta ár. Það á að senda tvo menn suður til að reyna að fá það samþykkt að mótið verði hald- ið hérna fyrir norðan. Við þurf- um víst að punga út fyrir far- miðunum fyrir þá strax úr tómum sveitarsjóði. Þetta er mjög menningar- legt og mikil Iyftistöng fyrir sveitarfélagið, segja þeir hjá ungmennafélaginu. Og þetta á að örva allt íþróttalíf í hérað- inu og efla almenna hreysti ungs fólks. Ég verð bara að segja það að tímarnir eru breyttir frá mínu ungdæmi ef menn geta ekki haldið hreysti sinni við að moka flórinn eða vera á rækju- bát. Ég hef svo sem heyrt því fleygt að heilsufari hafi mjög hrakað síðan menn hættu að slá með orfí og ljá. Ég held bara að þeir séu sumir spenntir fy’rir þessu í hreppsnefndinni og telji að þetta verði byggðarlaginu til framdráttar. Þeir bændur sem eru byrjaðir með ferðamanna- þjónustu eru allir samþykkir þessu. Það er svo mikill hugur í strákunum í ungmennafélag- inu að þeir vilja fá þjálfara frá Rússlandi til að æfa handbolta- liðið í sveitinni því þeir eru staðráðnir í að halda á lofti merki sveitarinnar í aðal- keppninni. Þeir segjast vera öruggir um að komast í A-riðil. Ungmennafélagið hefur þeg- ar hafið áróðurs- og auglýs- ingaherferð til að fá fólkið til að knýja á okkur í hrepps- nefndinni. Þeir eru líka búnir að halda tvö ungmennafélags- böll með tilheyrandi fylliríi og þeir eru byrjaðir að selja happ- drættismiða til ágóða fýrir þjálfaramálið en svo verðum við áreiðanlega krafðir um þá aura sem upp á vantar. Slag- orðið í þessu máli er heilbrigð sál í hraustum líkama. Og hver getur staðið gegn slíkri sann- færandi bjartsýni. Ég held bara að strákunum í ungmennafélaginu fínnist við vera afar óheilbrigðir í hrepps- nefhdinni að hafa bara ekki flaggað fyrir þessari snjöllu hugmynd. Allavega lagði ég til á síðasta fundi að það yrði að hugsa málið gaumgæfilega áður en farið væri að sam- þykkja nokkrar svona tillögur. Það er svo sem ekki beysið ástandið núna í sveitinni. Kaupfélagið á hvínandi kúp- unni og sláturhúsið fær ekki framlengingu á undanþágunni. Rækjuvinnslan brást hrapa- lega. Kúnum hefur fækkað vegna kvótans. Sauðfénu á að fækka verulega í haust sam- kvæmt valdboði enda er ein- hver slæmska í rollunum. Og þeir sem fóru í refaræktina báru sig svo illa að þeir fengu skuldbreytingu og ný lán svo þeir skrimti til næsta árs. Ég veit ekki hvar á að taka pen- inga til að byggja nýja íþrótta- höll. En strákarnir sækja þetta fast og vilja að ég verði sendur suður ef ég sé samþykkur íþróttahöllinni. Þeir segja líka að ég geti fengið aukastarf við þetta og ef ég fari á dómara- námskeið hjá Handknattleiks- sambandinu geti ég að minnsta kosti orðið línuvörð- ur. En er annars nokkur línu- vörður í handbolta? Þeir í ungmennafélaginu heimta að hér í hérað- inu verði haldið allsherjar handknattleiksmót eftir tvö ór... VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.