Vikan


Vikan - 15.09.1988, Qupperneq 22

Vikan - 15.09.1988, Qupperneq 22
vissi hvað leikhús var. Mamma átti mikið og skrautlegt tölu- og hnappasafn í gamla daga og með þeim sviðsetti ég heilu leikverkin, eftir að hafa vand- lega samið söguþráðinn. Oft hermdi ég líka eftir alls konar fólki, við lítinn fögnuð hjá mömmu sem sagði að ég gæti „orðið svona“ ef ég ekki hætti. Bækur komu ímyndunaraflinu af stað og ef sagan var sorgleg varð ég að loka bókinni og gráta út, en síðan umsamdi ég bara söguna eftir mínu höfði. Enn er stutt í tárin - og hlátur- inn og enn leyfi ég mér að fá útrás fyrir tilfinningarnar, þó erfiðara reynist oft að breyta gangi mála. Leiklistarnámi lauk ég frá Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur árið 1968. Pabbi kallaði leiklistina „vesen“ því hún þótti kannski ekki nógu örugg braut að leggja út á, en þrátt fyrir það studdu foreldr- ar mínir mig sannarlega í ves- eninu. Eítir skólann tók við nemendaleikhús í Tjarnarbíói, líklega það fyrsta sem hér starfaði. Þetta var um leið nokkurs konar tilraunaleikhús og settum við upp mörg skemmtileg verk sem hefðu kannski ekki hæft hinum leik- húsunum á þeim tíma. Einna minnisstðastur held ég að sé Poppleikurinn Óli, sem var fyrsti íslenski poppsöngleikur- inn og tók okkur sex eða sjö mánuði að semja og æfa. Þetta afkvæmi okkar kostaði miklar fórnir því ein sex eða sjö hjónabönd og sambönd fóru í vaskinn. Fyrir bragðið vorum við kölluð litla skilnaðarfélag- ið. Yfirleitt var fólk í öðrum störfúm á daginn svo æft var á kvöldin, nóttunni og um helgar, þannig að það þurfti sterkar taugar og umburðar- Iyndi makans sem heima var. Leikhús getur verið óhemju 'krefjandi, það tekur allan manns tíma, alla manns hugs- un og alla manns sál meðan á því stcndur." Skiljanlegt að sumir kalli þetta vesen! En Sigríður held- ur áffarn og segir að á vissan hátt eigi þetta við um kennsl- una líka, sérstaklega þegar ver- ið sé að vinna að leiksýningu. Hún hefur lengi kennt leiklist og leikræna tjáningu og hafa nemendur verið á öllum aldri, frá fjögurra ára upp í áttrætt. „Ég hef óskaplega gaman af að kenna. Með kennslunni er ég þó í fæstum tilfellum að búa til leikara heldur stuðla að því að fólk fái útrás fyrir tilfinning- ar sínar og þjálfun í að tjá sig. 22 VIKAN Allir hafa þörf til að tjá sig en það er of algengt að fólk byrgi tilfinningar sínar inni og þá er hætta á að þær brjótist brengl- aðar út. Það er synd að grunnskólinn skuli enn loka augunum fyrir nauðsyn þessa þáttar. Náms- bækur og próf eru aðalatriðið en það gleymist um of að Ieyfa einstaklingnum að njóta sín. Samfélagið gerir sig sekt um að kæfa tjáningar- og sköpunar- þörf barna í stað þess að vekja hana og hlúa að henni. Oft fá börn, sem hafa þessar þarfir í ríkum mæli, slæmar hegðunar- einkunnir í skóla því þær falla ekki inn í viðtekið hegðunar- mynstur. Af hverju er ekki hægt að gera námsefnið meira lifandi, færa það á einhvern hátt nær nemendum? Vit- neskja þeirra um gróðurfar og veðráttu einhvers staðar úti í heimi þykir mikilvægari en skoðanir og líðan þeirra sjálfra. Örlítið meira frelsi nemenda þarf alls ekki að þýða agaleysi. Marga krakkana hefur mað- ur séð hefja skólagöngu fúll til- hlökkunar og tilbúin til að læra, en smám saman fyllast þau námsleiða og sum hver jafnvel hatri á skólanum. Og það að unglingar kasti upp fyr- ir próf eða þjáist af svefnleysi er ekki svo óalgengt. Eitthvað hlýtur að vera að. Mann hryllir stundum við grimmd þessa ffumskógarþjóðfélags gagn- vart börnum, unglingum og öllum þeim sem eru minni- máttar og ekki kunna að bíta ffá sér. En einn er sá skóli sem sýnt hefúr verulegan skilning á tjáningar- og sköpunarþörf nemenda og félagslífi almennt, það er Hagaskóli. Skólastjóri og yfirkennari hafa off sagt sem svo að ég sjái um þann þátt sem skólinn vanrækir. Ég hef séð um leiklistarkennslu í skólanum í sjö ár, byrjaði með tólf nemendur en nú eru þeir komnir yfir sjötíu. Tvisvar á ári, á jólaskémmtun og árs- hátíð, eru settar upp viðamikl- ar leiksýningar sem krakkarnir semja sjálfir. Ég kem þeim af stað með því að láta þau „im- próvisera" út ffá söguþræðin- um, síðan veljum við úr það bitastæðasta og æfúm. Rit- nefndir sjá svo oftast um að út- færa textann. Ég er sannfærð um að þetta starf hefúr borið árangur því ég hef töluvert fylgst með krökkunum eftir að þau eru komin í ffamhaldsskólana og þar standa þau gjarnan ftamar- lega í félagslífi. Margir góðir ræðuskörungar framhaldsskól- anna koma líka úr Hagaskóla, enda hafa ræðunámskeið þar verið í miklum blóma. En það dapurlega er, að vegna þess að leiklist er valgrein þá koma ekki þeir nemendur sem þyrftu mest á henni að halda, þeir eru of feimnir og lokaðir. Svo eru það sannarlega fleiri en börn og unglingar sem hafa þörf til tjáningar og sköpunar. Síðastliðna tvo vetur hef ég kennt öldruðu fólki og það var stórkostlegt. Þau gáfu yngra fólkinu ekkert effir. Ég lét þau gera ýmsar leikrænar æfingar sem sumir eru dálítið feimnir við og finnst jafnvel asnalegar, en þau Iétu ekkert slá sig út af laginu og höfðu bara gaman af þeim. Svo voru leikrit leikles- in, eins og Silfúrtunglið eftir Laxnes og Milli skinns og hörunds eftir Ólaf Hauk Sím- onarson. Þessi verk lásu þau saman af mikilli ánægju og fóru Iétt með. Starf mitt með þroskaheftu fólki hófst árið 1982. Upphaf- lega var meiningin að ég ynni með þeim hálfan vetur við að setja upp afmælissýningu í til- efhi af 25 ára afmæli Styrktar- félags vangefinna. Ég hef enn ekki getað slitið mig ffá þeim. Þetta fólk á sínar vonir og þrár eins og aðrir og er oft mjög til- finningaríkt. Það að fá hvatn- ingu til að tjá sig er þeim mik- ils virði, ekki hvað síst þeim sem eiga við tjáskiptaerfiðleika að stríða. Leiklistin og það að nota Ieikrænar æfingar með taltækninni hefur reynst mjög góð leið. Ég sé mikinn mun á fólkinu í allri framgöngu, hvað þetta styrkir sjálfstraustið og sjálfsímynd þeirra. Þetta starf mitt með þeim hefur gefið mér mjög mikið og ég hef hvergi fúndið aðra eins sam- kennd og er meðal þessa fólks. Það er hollt að kynnast þeirra miklu einlægni og falsleysi, þessu sakleysi barnsins sem við erum búin að týna í ljótum heimi. Þetta fólk býr í Bjarkarási en er í Þjálfúnarskólanum við Stjörnugróf, þar sem okkar kennsla fer einnig fram. Ákveðinn kjarni nemenda myndar nú sýningarhóp, sem heitir Perlan og hefúr það að markmiði að sýna opinberlega. Þau hafa þegar sýnt víðs vegar um landið, komið fram á ráð- stefnum og í sjónvarpinu. Og nú í ágústbyrjun fórum við í okkar fyrstu sýningarferð til útlanda, en það var á Norrænu kvennaráðstefnuna í Osló, með sýninguna Síðasta blómið eftir James Thurber. Þetta var meiriháttar ævintýri hjá okkur og vel heppnað. Við undirbún- inginn fengum við ómetanlega hjálp ffá ýmsu fólki. Meðal annars hannaði ein vinkona mín búningana, síðan fékk ég til liðs við mig nokkra kennara, mæður og fleiri vinkonur og saman sátum við svo í frítím- um og saumuðum búninga á allan hópinn. Þessar vinkonur eru með mér í dans- og leik- fimihóp í Kramhúsinu og saumahópinn kalla ég Perlu- vini, því svonalagað er sannar- lega ekkert sjálfsagt í dag þeg- í síðasta mánuði fór Sigríður í fyrsta sinn út fyrir landsteinana með sýn- ingarhópinn úr Þjálfunarskólanum við Stjörnugróf. Hér sést leikhópurinn Perlan í Osló þar sem hópurinn sýndi á Norrœnu kvennaráðstefnunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.