Vikan


Vikan - 15.09.1988, Síða 23

Vikan - 15.09.1988, Síða 23
ar allir hafa nóg á sinni könnu. En nú hefur Perlan fengið annað boð, að þessu sinni til Washington í júní á næsta ári. Það er auðvitað mjög dýrt fyrirtæki en vonandi reynist unnt að kljúfa þann vanda. Boð þetta kemur frá samtökum sem nefhast Very Special Art og ég held að Rose Kennedy hafi stofnað þau á sínum tíma. Þarna verður listahátíð fatlaðra og mér skilst að valið sé allt það besta i heiminum á þessu svið. Svo þetta er mikill heiður fyrir okkur. Annan fjölmennan klúbb höfúm við starfandi og er það leiklistarklúbbur Perlunnar, með 32 meðlimi. Við komum saman einu sinni í viku og til að fá fólkið aðeins út fyrir sér- skólann hittumst við í félags- miðstöðinni að Bústöðum. Þar höldum við fundi um leiklist og leikhúsmál, förum saman í leikhús eða út að borða og stundum í ferðalög. Þau hafa sérstakt yndi af að fara í leikhús og leikarar segja þau einhverja albestu áhorfendur sem þeir fái. Eftir sýningu heilsum við svo upp á leikar- ana og þökkum fyrir okkur. Oft er einhver leikari fenginn til að koma á fund og sitja fyrir svörum um hlutverk sitt eða viðkomandi leikrit. Athyglis- gáfa þessa fólks er alveg stór- kostleg. Þau taka eftir minnstu smáatriðum. Stundum biðja þau leikarann að leika ákveðið atriði úr verkinu og þau láta sig ekki muna um að bregða sér í hlutverk mótleikaranna. Ég á mér þann draum að stofna leikhús þroskaheftra. Lítið leikhús þar sem hægt væri að hafa sýningar reglulega og fá atvinnuleikara til að starfa með þeim öðru hvoru. Þetta kostar auðvitað mikla peninga, en hugsaðu þér ef fleiri samtök fatlaðra kæmu inn í dæmið og úr þessu gæti orðið eitt allsherjar leikhús fatlaðra. Já, og svo er það Kramhús- ið,“ segir Sigríður og nær aftur jarðsambandi eftir ljúfa leik- húsdrauma. „Þar kenni ég börnum og unglingum leik- ræna tjáningu. Kennslan fer ffam í námskeiðsformi, eins og reyndar öll mín kennsla, og er þannig að vissir hlutir eru teknir fyrir í ákveðinn tíma en síðan skipt yflr í annað. Þetta flnnst mér miklu árangursrík- ara en að gutla í því sama allan veturinn. Og svo ég haldi nú áfram að argast út í skólana þá held ég að sá tætingur sem þar tíðkast — fjörutíu mínútur í einu fagi, svo kannski skipt yfir í aðra stofu og setið aðrar fjörutíu mínútur í öðru fagi og þannig koli af kolli — fari bæði illa með einbeitingu nemenda og skili síðri árangri. Ég er viss um að betra væri að taka færri fög fyrir í einu og einbeita sér að þeim í tvo til þrjá mánuði í senn. En það er mjög gaman að vinna í Kramhúsinu og ekki skemmir að því ágæta fyrirtæki stjórna svoddan ljómandi konur. Kramhúsið er mikil menningarmiðstöð þar sem lögð er áhersla á hvers konar listir og tjáningarform." Nú, og svo er ég í námi, til að verða enn betri kennari. Er búin að ljúka tveggja ára námi á vegum Kennaraháskólans, er nefnist starfsleikninám (Pro- fessional skills). Svo er ég núna í Kennaraháskólanum í svokölluðu réttindanámi fyrir leiðbeinendur, til að ná mér í kennsluréttindi. Þetta er dálít- ið löng leið því ég verð að taka allan skólann til að geta kallað mig kennara í því fagi sem ég hef þegar sérhæft mig í. Þetta er engin skylda fyrir mig, en það er alltaf gott að hafa rétt- indin. ■ Af hverju er ekki hœgt að gera námsefnið meira lifandi, fœra það nœr nemendum? Vitneskja þeirra um gróðurfar og veðráttu einhvers staðar úti í heimi þykir mikilvœgari en skoðanir og líðan þeirra. ■ Ég segi oft við krakkana mína í Hagaskóla að þeir haldi mér ungri, eldra fólkið hefur af svo mikilli reynslu að miðla og hinir þroskaheftu vekja upp í manni barnssálina og það góða. ■ Það er svo skrýtið að það að lesa upp Ijóðin sín er dálítið eins og að afklœðast frammi fyrir ókunnugri manneskju. — Þetta hlýtur að vera margföld kennsluskylda hjá þér allt í allt? ,Ja, ég hef sennilega verið með ríflega tvöfalda kennslu samanlagt. En ætli þetta stafi ekki bara af eigingirni, þetta fólk hefúr gefið mér svo óend- anlega mikið. Þetta eru svo ólíkir nemendahópar og skemmtilegt fólk að það er erf- itt að skera niður eða hætta. Ég segi oft við krakkana mína í Hagaskóla að þeir haldi mér ungri, eldra fólkið hefur af svo mikilli reynslu að miðla og hinir þroskaheftu vekja upp í manni barnssálina og það góða. En auðvitað er þetta of mikil vinna og gengur ekki til lengdar því allir aðrir hlutir sitja á hakanum. Ég á mörg önnur áhugamál sem mig lang- ar til að sinna og mann og tvö uppkomin börn. Svo á ég lítið barnabarn sem mig langar að vera meira með. Ég var oft kölluð ungamamma hér áður því ég hafði svo gaman af að vera með börnunum mínum. Áhugamálin? Til dæmis sund og loftbað á hverjum degi, því annars er ég ómöguleg rnann- eskja, náttúran, garðrækt og húsið mitt á Eyrarbakka. Það er gamalt, lítið og sætt hús ná- lægt sjónum, sem ég elska. Á þennan hvíldarstað minn fér ég eins oft og ég mögulega get og nú á laugardaginn verður merkilegt listaverk afhjúpað í garðinum. Vinkona mín, Alex- andra Kjuregej, stakk upp á því eina lfostnótt í vetur að byggja listaverk í garðinum. Ég hreifst af hugmyndinni, en eins og með margt annað vissi ég ekki hvað ég var að fara út í. Við hófumst handa með antíkverk- færin hans föður míns, hann bað mig sérstaklega að passa töngina sem hann hafði pantað úr verðlista árið 1929 og sá ekki á, og nú er listaverkið semsé fullskapað. Þetta er stór fúgl sem situr á stuðlabergs- stalli, í okkar augum allavega, en kannski sjá aðrir eitthvað allt annað. Stélið er mjög langt og er jafúframt bekkur. Verkið er úr steinsteypu skreytt speg- ilbrotum, steinum, kuðungum úr fjörunni og síðan málað fögrum litum. Þetta er sjálfur eldfúglinn, ævintýrafugl sem margir þekkja úr tónlist Stra- vinskys." — Hvað með leikkonuna og barnabókahöfúndinn Sigríði Eyþórsdóttur? Og eitthvað hef ég heyrt minnst á ljóðagerð ... „Ég hélt ég væri alveg komin yfir löngunina til að leika en svo lék ég fyrir nokkru norn- ina í Gúmmítarsan og upp- götvaði aftur hvað það er óskaplega gaman. Annars hef ég alltaf verið viðloðandi leik- inn gegnum tíðina og bakterí- una losnar maður sjálfsagt aldrei við. Barnabókahöfundurinn lum- ar reyndar á handritum og það er aldrei að vita nema rykið verði dustað af þeim við tæki- færi. Fyrri bækur mínar hafa selst ágætlega og það er aldrei of mikið af barnabókunum. Gott barnaefúi yfirleitt er vandfundið, það varð ég áþreifanlega vör við þau ár sem ég sá um barnatíma Rikis- útvarpsins. Ljóðin já, þau eru eiginlega mitt feimnismál. Þó hefur Björk Guðmundsdóttir sungið einn texta eftir mig en þá var hún ásamt syni mínum, Eyþóri Arnalds, í Tappa tíkarrassi. Það er í eina skiptið sem feimnis- málið hefur verið afhjúpað al- menningi. Svo lét ég mig hafa það að lesa upp Ijóð á svo- nefúdu „hæfileikakvöldi" sem við vinkonurnar í danshópn- um höldum öðru hvoru, en þá á hver og ein að koma fram og sýna á sér nýja hlið. Það er svo skrýtið að það að lesa upp ljóðin sín er dálítið eins og að afklæðast frammi fyrir ókunn- ugri manneskju." Sigriður féllst á að eitt feimnismálið færi hér á prent. „Ég hef lært það með aldrinum að taka mig ekki of hátíðlega í lífinu," segir hún. Hér kemur „lífsfílósófían" mín ...“ Leiðumst gegnum lífið Leiðumst gegnum lífið látum ekki áfóllin sundra okkur. Höldumst í hendur hlustum hvort á annað horfumst í augu. Gleðjumst saman, grátum saman. Göngum sarnan götuna til góðs. Syngjum saman söngva lífsins. Syrgjum saman þegar sorgin ber að dyrum. Stöndum saman. Snertumst, elskumst. Eldumst satnan. VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.