Vikan - 15.09.1988, Qupperneq 24
Bankaræningjarnir drápu þau
í „beinni sjónvarpsútsendingu“
FRÍÐA björnsdóttir
TÓK SAMAN
/
Ihverri viku, já flest kvöld
gefst okkur tækifæri til
þess að horfa á hryllilegar
glæpamyndir í sjónvarp-
inu.Ræningjar taka saklaust fólk
í gíslingu og oft endar það með
. að gíslamir eru drepnir. Við vit-
um að þetta eru bara kvikmynd-
ir, búnar til í kvikmyndaverum
og yfirleitt eru þessar myndir
heldur óraunverulegar. Sjón-
varpsáhorfendur í Þýskalandi
gátu í þrjá daga samfleytt í ágúst
s.l. fylgst með atburðum, sem
best hefðu átt heima í glæpa-
mynd, en því miður var nú
sjónvarpað beint af vettvangi,
sýnd voðaverk sem enduðu
með því að tvö alsaklaus ung-
menni létu líflð. Annar ritstjóri
Vikunnar var staddur í Þýska-
landi þegar þetta gerðist og seg-
ist aldrei hafa séð neitt þessu
líkt. Sjónvarps- og blaðamenn
fylgdust grannt með tveimur
glæpamönnum allt ffá því þeir
rændu banka í bænum Glad-
beck þar til þeir bönuðu ung-
mennunum tveimur og heima í
stofú gátu fjölskyldur þeirra séð
í beinni útsendingu í sjónvarp-
inu hvemig glæpamennimir
ógnuðu og drápu, en vom að
lokum ofúrliði bomir.
Félagamir Hans-Júrgen
Rösner, 31 árs og Dieter Deg-
owski, 32 ára réðust að morgni
16. ágúst inn í banka í
Gladbeck. Kallað var á lögregl-
una, sem reyndi í tíu klukku-
stundir að semja við mennina,
en þeir höfðu tekið tvo banka-
starfsmenn í gíslingu. Lögreglan
gafst upp og afhenti ræningjun-
um bíl og í honum óku þeir á
brott með gíslana tvo og ráns-
fenginn rúmar 10 milljónir
króna. Þar með hófst 54 klukku-
stunda eltingaleikur sem barst
um hálft Þýskaland og meira að
segja inn í Holland og endaði
með því að tveir létu lífið.
Blaðamenn ræddu
við ræningja og gísla
Fyrstu nóttina óku mennirnir
t norður og komu aðeins við á
einum stað til að taka vinkonu
Rösners, Marion Löblich, með í
bílinn. Þegar til Bremen kom
buðust ræningjamir til að skipta
24 VIKAN
Það er ótrúlegt hversu nálægt ljósmyndarar og blaðamenn komust til að afla fréttaefnis af at-
burðunum.
Ræningjamir, Degowski t.v. og Rösner, komnir upp í strætisvagninn í Bremen og stilla sér
gleiðir upp fyrir fréttaljósmyndara. Vinkonumar Silke og Ines sitja þama saman og Degowski
er þegar farinn að gefa þeim auga . . .
á gíslunum og handjámuðum
lögreglumanni, sem yrði gísl
þeirra, en þeir vildu líka fá
meiri peninga og annan bíl.
Lögreglan neitaði þessu og
ræningjamir réðust þá inn í
strætisvagn í Bremen sem í
vom tuttugu og sjö farþegar.
Blaðamenn og sjónvarps-