Vikan


Vikan - 15.09.1988, Síða 25

Vikan - 15.09.1988, Síða 25
Emanuele de Georgi, 15 ára, heldur hér utan um Tatjönu, sjö ára gamla systur sina, þar sem þau sitja í strætisvagnin- um. Þannig gátu sjónvarpsáhorfendur virt íyrir sér í nærmynd rælningjana og fómarlömb þeirra á skjánum í beinni útsendingu sjónvarpsfréttamanna. Lögreglan hefur náð Marion Löblich. Það kostaði vesalings Emanuele lífið. Bankaræningjunum gerð fyrirsát á þjóðveginum. menn voru fljótlega komnir á kreik og fylgdust vel með öllu, köiluðu spumingar til mann- anna og tóku myndir í gríð og erg. Ljósmyndarar gerðu sér meira að segja lítið fyrir og fóru upp í vagninn til þess að ná betri myndum afþví sem var að gerast. Byssubófamir sném bak- inu í gísla sína og stilltu sér upp fyrir framan myndavélamar og virtust njóta þess að athygli allra beindist nú að þeim. Um kvöldið lögðu þeir af stað til Hollands og á eftir strætisvagn- inum óku lögregla og ffétta- menn í fyllkingu. Numið var staðar á veitingastað við hrað- brautina, skammt frá landamær- unum. Þar slepptu mennimir bankastarfsmönnunum tveimur en tveir blaðamenn komu í þeirra stað í vagninn. Degowski keypti samlokur og snaps á meðan Rösner stóð fyrir utan bílinn og beindi byssu sinni að höfði átta ára gamallar ítalskrar stúlku, sem hann hótaði að skjóta ef eitthvað yrði gert til að hefta för þeirra félaga. Bjargaði lífi systur sinnar Marion Löblich fór á salemi og þegar hún kom ekki aftur varð Rösner ljóst að lögreglan hafði náð henni. —Ef þið sleppið henni ekki þegar í stað skýt ég telpuna, æpti hann. Þá varð það sem Emanuele de Giorgi 15 ára gamall bróðir telpunnar stökk upp úr sæti sínu og ætlaði að bjarga henni. Degowski greip hann og skaut í höfúðið. Lö- blich var sleppt en blaða- mennimir tveir vom látnir draga deyjandi piltinn út úr vagninum og síðan var ekið burtu í loftinu. Lögreglubílamir þutu líka af stað með þeim af- Tveir blaðamenn draga Ema- nuele út úr vagninum eftir að ræninginn hafði skotið hann í höfuðið. leiðingum að tveir bílar lentu í árekstri og lögreglumaður beið bana. Þegar til Hollands kom hóf- ust samningaumleitanir og ræningjamir létu strætisvagn- inn af hendi og slepptu öllum VIKAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.