Vikan


Vikan - 15.09.1988, Side 34

Vikan - 15.09.1988, Side 34
Sterkir litir einkenna klæðaburð og skreytingarlist Mexíkana og ber staður- inn í Kringlunni keim af því. Á upplýstu myndasjaldi fyrir ofan afgreiðsluborðið eru stórar myndir af öllum réttum stað- arins. nema örskamma stund að fá matinn af- greiddan, en aftur á móti er úrvalið mun meira en á skyndibitastöðum erlendis auk þess sem meira er lagt í matinn. Hvers konar matur er þetta svo? spyrja lesendur eflaust nú. Jú, þetta er fjölbreyttur en ekki að sama skapi dýr matur (alla vega ekki í löndum þar sem maturinn er á skaplegu verði). Það sem er sérstakt við hann er bragðið. Þetta er bragðmikill matur en alls ekki sterkur, eins og flestir halda. Það má hafa hann eins sterkan og hver vill, en það er þá gert með því að fá sér sérstakan skammt af „logandi" sósu sem búin er til úr jalapeno pipar — og þá er hann logandi sterkur. Mexíkanskar flatkökur Annað einkenni er að margir réttir eru þannig að þeir eru borðaðir í flatköku, sem heitir tortilla á spönsku (borið fram: Tor-tíja). Kakan var — og er enn hjá inn- fæddum — notuð í staðinn fyrir disk og er þjóðarbrauð mexíkana. Þær eru ýmist búnar til úr hveiti eða maískornmjöli, ör- lítilli fltu og vatni. Þetta hnoða innfæddar konur saman í þétt deig sem þær þjappa síðan út í kringlótta köku sem er léttbök- uð - á pönnu í okkar þjóðfélagi. Björg kaupir kökurnar aftur á móti tilbúnar frá tortilla framleiðanda í New York og koma þær frosnar (annars mygla þær því í þeim eru engin rotvarnarefni) með flugi hálfs- mánaðarlega, ásamt öðru hráefhi. Hveiti- kökurnar eru t.d. hitaðar aðeins á pönnu og inn í þær sett hakkað kjöt í kryddsósu, ásamt baunum, ofan á kemur meiri sósa og jafnvel sýrður rjómi og avocadostappa. Með þessu er hrásalat og spönsk hrísgrjón. Réttur sem þessi heitir Enchilada (borið fram: en-tshilaða) og er mjög góður — og mjög seðjandi. Heilsusamlegur og hollur matur Baunirnar sem settar eru innan í flat- kökuna eru engar venjulegar grænar baun- ir, heldur pintobaunir og þær er hægt að kaupa í heilsumörkuðum og heifsuvöru- deildum í verslunum — sem sýnir að þarna er um heilsusamlega matvöru að ræða. Þegar baunirnar hafa verið látnar liggja í bleyti og þær síðan soðnar, þá eru þær stappaðar - eins og kartöflumús — og út í er bætt smjöri, eða einhverju álíka, og þær bragðbættar með kryddi. Þær eru mjög mildar á bragðið, en góðar, sérstaklega ef smávegis af sýrðum rjóma er sett út á. Björg segist vilja leggja mikla áherslu á það að hér er um hollan mat að ræða. Hún kaupir alltaf ferskt grænmeti og þar á meðal „ice- berg“-kál, sem er dýrt, en aftur á móti bragðmikið og stökkt. í kjötréttina er not- að fyrsta flokks nautakjöt, tvær tegundir af osti eru notaðar í réttina, maribou og gouda, og allt sem keypt er að utan er rot- varnar- og litarefhalaust. Fjölskyldan vinnur saman Björg lærði margt í matargerðarlistinni í Bandaríkjunum, en hún fer ekki bara eftir uppskriftum annarra; hún hefur gert sínar eigin og þar á meðal er sérlega matarmikil og bragðgóð súpa sem boðið er upp á á Mexíkó. Einnig er chili-kjötrétturinn út- búinn eftir tilsögn Bjargar og það er sannarlega hægt að mæla með þessu hvoru tveggja — aftur á móti ekki hægt að fá upp- skriftirnar, því þær eru leyndarmál Bjargar. Mikil vinna liggur að baki reksturs svona veitingastaðar þó ekki sé hann sér- lega stór í sniðum, en hjá Björgu vinna tvær dætur hennar og tengdasonur auk annars starfsfólks. Staðurinn er opinn alla daga frá 11 á morgnana til 9 á kvöldin og sagði Björg að lítið hefði verið um frídaga hjá fjölskyldunni í sumar, þó fengu þau einn góðan frídag sem var á sunnudegin- um um verslunarmannahelgina og þá fóru þau öll og nutu góða veðursins í Heið- mörk. Björg sagði að staðnum hefði verið vel tekið og að yfirleitt fyndist fólki sem smakkaði matinn í fyrsta sinn hann virki- lega góður. „Flestir eru dálítið hissa því þeir áttu von á ofboðslega sterkum mat, en svo er hann það alls ekki. Börn eru stund- um hrædd við að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi, en fyrir þau og aðra, erum við með djúpsteikta kjúklinga. Einnig eru allir veitingastaðirnir hér í samvinnu við að reyna að ná til fólksins í nágrenninu og fá það til okkar að tjorða, enda sérlega auð- velt að fara með fjölskylduna hingað því um marga veitingastaði er að velja þannig að allir geta fengið það sem þá langar í.“ Ekki skaðar svo að þarna er ísbúð þar sem hægt er að fá ótal gerðir af ísréttum í ábæti. Þetta er íshöllin en þeir eru jafn- ffarn eigendur Mexikó, sem Björg rekur. Á síðunni hér á undan sést sýnishorn af matnum sem Mexíkó býður upp á. VIKAN/FRAMANDI ■■■■ Fiskisúpa og kálfakjöt Fm allega súpan sem sést á matar- m kortsmyndinni hér til hliðar var löguð af Jóhanni Sveinssyni, einum Framandi manna, en áður en okkur tókst að fá hann til rabbs við okkur þá fór hann úr landi, því eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá hafa allir matreiðslumennirnir farið utan til frekari þekkingaröflunar og nú var kom- ið að Jóhanni. Hann fór til Kaupmanna- hafnar og starfar þar á einu veitingahúsi borgarinnar. Hvað er komið? Auk kortanna tveggja sem birtast í þessu blaði hafa eftirfarandi uppskriftir birst: 1. Þorskaterrine á grænum grunni Ásgeir Eriingsson, 9. tbl. 1988 2. Ristadur beitukóngur á fersku pasta Örn Garðarsson, 9. tbi. 1988 3. Fyllt laxa-og blálöngu rúlla með agúrkusósu Ásgeir Erlingsson, 10. tbl. 1988 4. Gratineruð frönsk lauksúpa Sverrir Halldórsson, 10. tbl. 1988 5. Gin og limefrauð Dessert Sverrir Halldórsson, 11. tbl. 1988 6. Nautabuff með rjómasoðnum sveppum Kjöt Sverrir Halldórsson, 11. tbl. 1988 7. Hörpuskelfisksalat með patriarcsósu Salat Jóhann Jacobsson, 12. tbl. 1988 8. Sykurdeig/sítrónuterta Dessert Örn Garðarsson, 12. tbl. 1988 9. Marineraður kjúklingur Fugl Jóhann Jacobsson, 13. tbl. 1988 10 Sykurdeigs karfa Deig/ábætir Örn Garðarsson, 13. tbl. 1988 11. Innbakaður fylltur svinaturnbauti/humarsósa Kjöt Þórarinn Guðmundsson, 14. tbl. 1988 12. Valhnetukaka með hindberja ískremi Ábætir Þórarinn Guðmundsson, 14. tbl. 1988 13. Baka með reyktum laxi Smáréttur Örn Guðmundsson, 15. tbi. 1988 14. Ananaskraumís Ábætir Örn Garðarsson, 15. tbl. 1988 15. Innbakaðar rækjur í smjördeigi Forréttur Þorekll Garðarsson, 16. tbl. 1988 16. Laxasnitsel m/graslauk og sabayonnesósu Forréttur Þórarinn Guðmundsson, 16. tbl. 1988 17. Beitukóngur í kampavíns sabayonne Fiskur Ásgeir Erlingsson, 17. tbl. 1988 18. Hvítlauksristuð kálfalifur Kjöt Snorri B. Snorrason, 17. tbl. 1988 19. Pasta m/sjávarréttum og grænmeti Smáréttur Sturla Birgis, 18. tbl. 1988 20. Soðin smálúða með sellerísósu Fiskur Sverrir Halldórsson, 18. tbl. 1988 21. Hörðuskelfiskur m/ferskum spergli Forréttur Sturla Birgis, 19. tbl. 1988 22. Villiönd með kúalubbum Fugl Sturla Birgis, 19. tbl. 1988 23. Rauðvínssoðinn skötuselur Forréttur Snorri B. Snorrason, 20 tbl. 1988 24. Sinnepssmurð nautalund Kjöt Sturla Birgis, 20. tbl. 1988 Fiskur Fiskur Fiskur Súpa 34 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.