Vikan


Vikan - 15.09.1988, Side 40

Vikan - 15.09.1988, Side 40
BODY LD' I <jSi.iihlm.nii, Active BodySlimnvr lotion medcollJS«M Active BodySTimmin- massagecrém- Body Slimmi; trémeshamp Anticcllul'i Aqticellulit Frískur herra SNYRTING Hvað er nýtt og gott á markaðnum fyrir herra? Ýmislegt, en við rákumst á sér- lega ferskan ilm frá Cardin sem heitir Bleu Marin (bláa hafið). Ilmurinn fylgir manninum all- an daginn og alls staðar, því þetta er “body shampoo" sem hann þvær sér með í morgun- sturtunni og kemur svo frískur og lokkandi í vinnuna. Flestir sem byrja að nota sjampóið fá sér fljótlega einnig raksápu, svitalyktareyði og handsápu með sömu lykt... til að vera alla veg vissir um að vera ferskir og ómótstæðilegir allan daginn... Baróttan við „appelsínuhúðina" Margir snyrtivöru- framleiðendur eru farnir að ffamleiða vörur sem hjálpa eiga í hinni eilífu baráttu við „appelsínuhúðina" eða „cello- lite“ og eru Danir þar með á nótunum. í dönsku snyrtivöru- línunni Body-Line, sem ís- lensk-danska flytur inn, eru til vörur sem verið hafa á mark- aðnum í Danmörku í 6 ár sem virka eiga á þennan „fjanda". Þessar vörur kallast „Body- SIim“ og eru nú fáanlegar á ís- landi en reynslan af notkun þeirra í Danmörku. hefur verið mjög góð. Það sem flestir virðast vera sammála um varðandi „cello- lite“ er að bandvefur húðar- innar losar sig ekki við úr- gangsefni sem skyldi, blóðrás- in er ekki í nógu góðu lagi, og að fitufrumurnar safna í sig óeðlilega mikilli fitu. Með notkun „Body-Slim“ varanna á blóðrásin að batna og þær eiga að hafa uppbyggjandi áhrif á bandvef húðarinnar um leið og þær losa um samansafn úr- gangsefha í vefjunum. „Body-Slim“ er í þrem glösum. í því fyrsta er fljótandi sápa sem hefúr mýkjandi og slakandi áhrif á vöðvana, ein- nig bætandi áhrif á blóðrásina. í því næsta er hlaup sem best er að nudda á „vondu“ staðina með grófum nudd- hanska eða bursta. Best er að nudda með hringlaga hreyfing- um í átt að hjartanu og nudda þar til húðin er orðin heit. Við þetta eykst blóðrásin enn frek- ar og vinnur þá um leið betur að því að hreinsa burt saman- safh úrgangsefha, fitu og vatns. Að lokum er „Body Slimm- ing Lotion" krem borið á húð- ina, sem inniheldur collagen sem hjálpar húðinni að halda teygjanleika sínum um leið og það vinnur gegn „cellolite". Til að árangur komi fljótt í ljós þarf að nota vörurnar í 15 daga, kvölds og morgna, en til að árangurinn haldist þarf að nota vörurnar áfram til fýrir- byggjandi aðgerða því „cello- lite“ flýtir fyrir öldrun band- vefja húðarinnar — og það vilj- um við auðvitað ekki að gerist. □ Méthodf BODYSL^ Méthode bodyslim BODYSLIM body li ÖODY LI otSaaK&um 38 VIKAN i

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.