Vikan - 15.09.1988, Side 42
ÆVAR R. KVARAN SKRIFAR UM DULSPEKI
Dulrœn fyrirbœri
í fomritum okkar
■ Hvoit sem við lítum í
Sœmundareddu, íslendinga-
sögur, Heimskringlu,
fornmannasögurnar eða
Biskupasögur, þö blasa víða
við frásagnir af dulrœnum
fyrirbœrum.
■ Eitt atriði úr fomritunum
er verf að minnast hér á því
það bendir til svipaðrar
reynslu og sálarrannsóknar-
menn nútímans hafa fengið.
■ Nafnið á þessu fyrirbœrl
hamförum, er sennilega
dregið af því að fornmenn
hugsuðu sér að á þessum
ferðum vœru fjölkunnugu
mennirnir í ýmsum hömum.
Islendingar eru flestum þjóðum betur
lesnir í fornritum sínum. Þess vegna
er þeim vel um það kunnugt að í ís-
lenskum fornritum úir og grúir af
frásögnum um dulræn fyrirbæri. Hvort
sem við lítum í Sæmundareddu, íslend-
ingasögur, Heimskringlu, fornmannasög-
urnar eða Biskupasögur, þá blasa víða við
ffásagnir af dulrænum fyrirbærum.
Hér verður eðlilega ekki kveðinn upp
neinn dómur um það hvað hafi í rauninni
gerst af þessum fornu fyrirbærum. Við eig-
um þess engan kost að geta vitað það. Má
og ætla að suniar þessara ffásagna sé bein-
línis skáldskapur. Aðrar virðast litaðar af
þeim hugmyndum sem ríktu þegar sög-
urnar voru skrifaðar, þó að baki kunni að
hafa verið einhverjir dulrænir viðburðir.
Þó ættum við afþessum frásögnum að geta
séð að einhverju leyti, hverjar hugmyndir
forfeður okkar hafa gert sér um dulræn
efni.
Ég vil þá byrja á því, að benda á það sem
flestum er kunnugt, að forfeður okkar
trúðu því, að ffamliðnir birtust eða virtust
í sumum tilfellum geta gert vart við sig eft-
ir andlátiö. Ekki þarf að efa það að á bak
við þá trú hefur verið reynsla, raunveru-
legir atburðir. En inní þessar hugmyndir
fléttast öðrum þræði kynleg villa, sem hef-
ur orðið fúrðu lífseig. Þeir héldu að frarn-
liðnir menn væru á ferðinni hér á jörðu í
sínum jarðneska líkama. Hins vegar skilst
manni, að þar sem góðir menn og helgir
birtust, þá hafi það verið algjörlega sálrænt
fyrirbæri. Þjóðsögurnar bera greinilega
með sér þessar hugmyndir. Galdramenn
vekja upp drauga með því að særa líkam-
ann upp úr gröfunum. Þegar menn ganga
aftur án þess að hafa verið vaktir upp, þá
eru grafir þeirra þráfaldlega opnar meðan
þeir eru að ljúka einhverjum erindum í
þessum heimi, og draugarnir komast í
mestu vandræði ef einhver varnar þeirn að
komast í gröfina. Séu nienn hræddir uni að
maður geri óþægilega vart við sig eftir
andlát, þá er nálum stungið uppí iljar
honum, svo hann verði svo sárfættur, að
hann kjósi heldur að liggja kyrr í gröfinni.
Þegar einhver er farinn að ganga aftur er
sætt lagi nteðan búist er við, að hann sé á
ferli og stálnöglum stungið niður í leiðið,
auðsjáanlega í því skyni, að hinn framliðni
reki sig á naglana, þegar hann ætlar að fara
að leita uppúr gröfinni, meiði sig á þeim
og fari ekki á kreik.
Það hefúr yfirleitt gengið mjög erfiðlega
að fá fólk til þess að gera fullan greinar-
mun á mannverunni sjálfri og líkinu í gröf-
inni. Þetta má sjá í hverjum kirkjugarði
með því að lesa hvað á mörgum legstein-
um stendur. Þar er víða sagt, að hinn fram-
liðni „hvíli hér“. í einum sálmi í sálmabók-
inni, sem stundum er sunginn við jarðar-
farir, er beðið þeirrar bænar, að holdið
geymist í friði, jafnframt því sem beðið er
um það, að hjálpráð Drottins hlífi sálinni.
Ekki virðist alveg ljóst hverjum óffiði
höfúndur óttast að holdið kunni að verða
fyrir. Þetta er bersýnilega talið mjög mikil-
vægt atriði. Þá er ekki óalgengt að heyra
prest við jarðarför lýsa því yfir, að líkam-
inn skuli rísa upp af jörðinni.
Eitt atriði úr fornritunum er vert að
minnast hér á, því það bendir til svipaðrar
reynslu eins og sálarrannsóknarmenn nú-
tímans hafa fengið. Öllum sem mikið hafa
fengist við miðlatilraunir er kunnugt um
það, að þegar ffamliðnir menn fyrst gera
vart við sig hjá miðlum, þá virðist ástand
þeirra oft vera líkt því, sem það var við
andlátið. Eins er það, ef þeir verða sýnileg-
ir, þá sjást þeir mjög oft með áverkum,
sem þeir hafa fengið við andlátið, eða lík-
aminn orðið fyrir eftir andlátið.
Nú skal bent á dæmi um slíkt úr Völs-
ungakviðu hinni fornu í Sæmundareddu.
Helgi Hundingsbani var veginn af mági
sínum og haugur orpinn eftir hann. Hann
sést ríða að haugi sínum og er þá blóðugur
auðvitað, því hann hafði verið drepinn,
lagður í gegn. Annars er þessi ffásögn svo
hugnæm og merkileg, að hún skal nú rifj-
uð hér upp með fáeinum orðum. Helga er
vel tekið, þegar hann kemur í annan heim,
svo vel, að Óðinn bauð honum að ráða
öllu með sér. Honum hefði því átt að geta
liðið forkunnarvel. En svo er ekki. Hann er
blóðugur á sveimi hér á jörðinni. Það er
ambátt Sigrúnar, ekkju Helga, sem fyrst sér
hann á þessu ferðalagi.
Það er óneitanlega hugnæmt að athuga
hvernig henni verður við. í þeirri ffásögn
er svo mikil sálfræðileg speki. Fyrst held-
ur hún að þetta sé blekking, einhver sjón-
hverfing. Því næst kemur henni í hug að
heimsendir sé kominn. Loks áttar hún sig á
því, að það geti hugsast að hún sjái þetta
rétt, og dauðum mönnum sé leyft að koma
aftur í þennan heim.
„Eru það svik ein,
es séa þykkumk
eða ragnarök?
Ríða menn dauðir,
40 VIKAN