Vikan


Vikan - 15.09.1988, Page 43

Vikan - 15.09.1988, Page 43
es jóa yðra oddum keyrit, eða es hildingum heimför gefin?“ Ambáttin á tal við Helga. Hún fer heim til húsmóður sinnar og segir henni, að ef hún vilji tala við mann sinn, skuli hún koma til fundar við hann, og að hann biðji hana að líkna sér og draga úr sviða sára sinna. Hún flytur mál hans í kviðunni með þessum orðum: Út gakk Sigrírn frá Sevafjöllwn, ef þik folks jaðar finna lystir, (upp’s haugur lokinn, kominn es Helgi) dolgspor dreyra, döglingur bað þok, at sárdropa avefja skyldir Sigrún fer nú að flnna Helga, og verður mjög fegin fundi þeirra, þó hann sé dauð- ur. Hún sér að mjög þunglega er ástatt um hann. Og hún spyr hvernig hún geti hjálp- að honum. Þá kemur það stórmerkilega svar, að örðugleikar hans stafl allir frá henni. Þeir orsakast af harmi hennar og gráti. Þetta er orðað í þessum átakanlegu og frábærlega skáldlegu línum: Ein veldr þú Sigrím- frá Sevafjöllum, es Helgi es hrœdögg sleginn. Crœtr gollvarið grimmum tárum sólbjört, suðrœn áðr sofa gangir, hve'rt fellr blóðugt á brjóst grami úrsvalt, innjjalgt ekka þrungit". Eftir þennan fúnd þeirra Sigrúnar kom Helgi ekki til mannheima. Auðvitað er þetta allt skáidskapur, en engin sannsöguleg frásögn. En í þessum skáldskap virðist leynast djúpsettur - sannleikur. Sennilega runninn upp af ein- hverri reynsluþekkingu forfeðra okkar. í sálarrannsóknum hefúr hjá öllum þjóðum komið fram sú staðhæfmg, að harmur eftirlifandi ástvina hafi áhrif inní annan heim og valdi einmitt þeim sársauka sem sárt eru syrgðir. Hgmfarir Salfarir Ur því hér er farið að vitna í forn- ritin okkar skal hér aðeins drep- ið á annað furðulegt fyrirbæri, sem um er getið í þessum fornu bókmenntum, en það eru hamfarir. Frá ffægustu hamförum er sagt í ekki ómerk- ara riti en sjálfri Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Haraldur Gormsson, Danakonungur ætl- aði að fara herferð til íslands og „helna níðs þess, er allir íslendingar höfðu hann níddan. Þat var í lögum haft á íslandi, at yrkja skyldi um Danakonung níðvísu fyrir nef hvert er á var í iandinu," segir Snorri. Danir höfðu beitt ofbeldi og yfirgangi við íslenskt skip, sem strandað hafði við Dan- mörku, og íslendingar hafa ekki séð sér færi á að ná sér niðri á Dönum með öðrum hætti en yrkja um þá. Danakonungur varð svo reiður út afþessum kveðskap, að hann ætlar að halda liði hingað til lands. En áður en hann leggur af stað í þessa ferð bauð hann „kunnugum manni að fara hamförum til íslands ok freista hvat hann kynni að segja honum; sá fór í hvalslíki." En hann komst aldrei að landinu fyrir landvættum, hvar sem hann fór og leitaði fyrir sér, og fór hann þó allt í kringum landið. Öll fjöll og hólar voru fúll af land- vættum, sumir stórir, sumir smáir. Úr Vopnafirði kom dreki mikill, og fylgdu honum ormar, pöddur og eðlur, og blésu eitri á hann. Úr Eyjaflrði kom fúgl svo mikill, að vængir tóku út fjöllin beggja vegna og fjöldi annarra fugla, bæði stórir og smáir. Á Breiðaflrði kom á móti honum griðungur mikill, óð hann á sæinn út og tók að gella ógurlega; fjöldi landvætta fylgdu honum. Og fyrir austan Reykjanes kom á móti honum bergrisi og hafði járn- staf í hendi og bar höfuðið hærra en fjöllin og margir aðrir jötnar með honum. Snorri telur upp í þessu sambandi þá höfðingja sem verið hafl í Vopnafirði, Eyja- firði, Breiðaflrði og Ölfusi, og það bendir á, að menn hafl trúað því, að þcssir land- vættir fylgdu þeim. Hvernig landvættir fylgdu einstökum mönnum í Landnámu er enn greinilegri bending um það hvernig landvættir, eftir trú for- feðra okkar, fylgdu einstökum mönnum og veittu þeim fúlltingi. Þrír synir Mold- Gnúps hétu Björn, Þorsteinn þrungnir og Þórður leggjandi. Landnáma segir svo frá þeim: „Björn dreymdi um nótt at bergbúi kæmi at honum ok bauð að gera félag við hann, en hann þóttist játa því; eftir þat kom hafur til geita hans ok tímgaðist þá svo skjótt fé hans, að hann varð skjótt vell- auðigr; síðan var hann Hafr-Björn kallaðr. Þat sá ófreskir menn, að landvættir allar fylgdu Hafr-Birni til þings, en þeim Þor- steini og Þórði ok flski“. Kristnin amaðist við þessum vættum, þó að þær virtust ekki vilja gera annað en gott, eins og berlega má sjá á þættinum af Þorvaldi víðförla. Enn þann dag í dag fúllyrðir skyggnt fólk, að með og á undan mönnum sjáist verur, sem ekki eru af sjálfsögðu í manns- líki. Virðist enginn vita hvernig á þessu stendur. Hins vegar benda þessar staðhæf- ingar nútíðarmanna á jiað, að forfeður okkar hafi einhverja reynslu haft í þessu efúi, og að frásögurnar séu því ekki með öllu gripnar úr lausu fofti. En snúm okkur nú aftur um stund að hamförunum. Nafnið á þessu fyrirbæri er sennilega dregið af því, að fornmenn hugs- uðu sér, að á þessum ferðum væru fjöl- kunnugu mennirnir í ýmsum hömum. Þannig er sendimaður Haralds konungs Gormssonar í hvalslíki, eins og bent var á hér að framan. Um það verður vitanlega ekkert fullyrt, hvort mennirnir haft hugsað sér það sjálflr og hafl því fundist þetta. En ekki er það ólíklegt, því varla hafa þeir haft nokkra hugmynd um andlegan líka eða et- erlíkama, eða hvað eigum við að kalla það gervi, sem andinn virðist t;ika á sig, þegar hann losnar að einliverju leyti við líkam- ann. Rétt er þó að geta þess, að þessara ham- skipta er ekki getið ævinlega í sambandi við þetta fyrirbæri. Til dæmis er þeirra ekki getið urn sendimenn Ingimundar gamla, Finnana, sem hann fékk til þess að fara fyrir sig frá Noregi til íslands. Þeir voru byrgðir einir saman í þrjár nætur í húsi, og meðan þeir voru þar mátti enginn nefna þá. Er ekki ólíklegt, að þeir hafi ver- ið í transi þann tíma, og að þeir haft verið hræddir um að þeir fengju ekki við ráðið og hyrfu aftur, ef þeir væru nefndir. Þessar hamfarir virðast aðallega verið farnar í því skyni að skyggnast um á fjar- lægum stöðum og fá þar einhverja vit- neskju sem mönnum lék hugur á. Naumast þarf að taka það fram að þetta hlýtur að vera sama fyrirbærið, sem oft er nefnt „að fara úr líkamanum", eða með einu ágætu íslensku orði sálfarir. □ VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.