Vikan


Vikan - 15.09.1988, Blaðsíða 51

Vikan - 15.09.1988, Blaðsíða 51
BÆKUR I Harður hugur TEXTI: ÆVAR KVARAN Einfarinn eftir A. J. Quinnell Útgefandi: Almenna bókafélagiö, Rvk. Þýðandi: Björn Jónsson. V msar bækur sem ætlaðar eru sem lestur til aíþreyingar, eins I og til dæmis svonefndar spennu- JL bækur, eru iðulega býsna vel skrifaðar og sýna slíkir höfundar mikla sérþekkingu á ákveðnum sviðum og geta þær þannig frá því sjónarmiði verið stór- lróðlegar um viss svið mannlífsins. Sem dæmi um þetta má nefna rithöf- undinn Tom Clancy. Hann er Bandaríkja- maður í húð og hár og hefúr undanfarin fjögur ár skrifað bækur sem allar hafa orðið metsölubækur. Þegar þetta er hrip- að er ég að lesa eina þeirra. Bækur hans myndu áreiðanlega vera kallaðar spennu- bækur, en þó með sínu sérstaka sniði. Clancy myndi af ýmsum vera kallaður íhaldsmaður, því hann er ósvikinn föður- landsvinur, sem kemur glögglega fram í bókum hans. Bókin sem ég er að lesa ber nafnið Patriot Games og er mjög vel skrifuð. Menn þurfa sannarlega að skrifa vel til þess að koma bók í flokk metsölu- bóka. Þessi bók fjallar um hryðjuverka- menn, skipulag slíkra manna og athafhir og er engu líkara en höfundur viti allt um slík efini. Bandaríski flotinn er i sérstöku uppáhaldi hjá þessum höfundi og er hann svo gjörkunnugur verkefnum flot- ans og vopnabúnaði og nýjustu tækjum í þeim efnum, að eitt af verkefnum hans er að halda fyrirlestra í bestu skólum flotans. Og einn flotaforingi sagði um þekkingu hans, að stundum kæmi slíkt efhi ffam í bókum hans, hernaðarlegs eðlis, að ef hann væri liðsforingi í flotan- um hefði hann jafnvel mátt búast við því að vera dreginn fyrir herrétt. Enda er Clancy talinn meistari tækni-spennu- bóka. En í þessari bókarumsögn var nú ekki meiningin að skrifa um Clancy, heldur Quinnell, höfund Einfarans. Bók sú fjallar ekki um menn sem hafa hryðju- verk að atvinnu, heldur sem hluta af af- brotum glæpamanna á Ítalíu. Einfarinn er Bandaríkjamaður, sem árum saman hefur barist víða um heim og er því gjör kunn- ugur meðferð hvers konar skotvopna, er hugrakkur maður og í rauninni góður maður í eðli sínu. Hann hefur barist fyrir sitt eigið föðurland í Víetnam, útlend- ingahersveitirnar frönsku í Afríku og víðar. Sökum fátæktar og örðugleika heima fyrir verða það örlög hans að verða hermaður, þótt í eðli sínu sé hann maður friðsamur og í upphafi bókarinnar kemur ffarn að hann er orðinn dauðleið- ur á hermannslífl sínu og manndrápum þeim, sem því fýlgja. Hann er í heimsókn hjá gömlum vini og félaga, sem býr á ít- alíu, þegar hann er talinn á það að gerast lífvörður ungrar telpu, þegar mannrán taka að gerast tíð, sökum hinni gráðugu glæpahringa þar í landi. __ Að hafa hernað að aðalstarfi er ekkert sældarlíf. Það hefur haft þau áhrif á sögu- hetjuna í þessari bók, Bandaríkjamann- inn Creasy, að hann er orðinn innhverfur mjög og ófélagslyndur, þess vegna lokast hann gagnvart öðru fólki. Hann verður því hvergi vinsæll, enda sækist hann síst eftir slíku. Má ef til vill segja, að enginn þekki hann til hlýtar nema eini vinur hans, ítalinn Guido, sem hann er nú að heimsækja sökum þeirrar einmanaleika- tilfinningar sem oft grípur ófélagslyndar manneskjur. En svo sjáum við hvernig þessi ellefu ára telpa nær smárn saman að vinna hug og hjarta þessa kaldlynda og lokaða manns svo það í rauninni gjörbreytir lífl hans. Þátttaka hans í ótal styrjöldum hafði sýnt honum verstu hliðar mann- skepnunnar — og sjálfs hans. Hann var því orðinn bitur, kaldlyndur, ófélagslyndur og eiginlega mannhatari, að undantekn- um Guido, vini sínum og fjölskyldu hans sem jafnan sýndi honum og sérkennilegu fari hans fullan skilning. Það voru einu manneskjurnar sem honum leið vel hjá. Og svo kemur þessi litla telpa inní líf hans með góðvild og væntumþykju og gjörbreytir öllu. Meðferð Quinntells á kynnum þessara gjörólíku persóna er blátt áfram snilldar- leg og sýnir ótrúlega sálfræðilega þekk- ingu. Það má jafhframt segja um allar mannlýsingar höfundar í þessari bók. Sumar þeirra eru stórkostlegar, hvort sem lýst er glæpamönnum eða venjulegu fólki. Það er ekki um að villast að hér heldur maður á penna sem þekkir ítalíu og íbúa hennar. Þá eru nefhdir í bókinni ótal réttir, sem ítalir leggja sér til munns og allir skráðir með skáletri fyrir þá sem sér- stakan áhuga hafa á mat, en þeir eru víst furðumargir á íslandi. Bókin Emfarinn er mjög góð bók og með afbrigðum vel skrifuð. Dásamlegt lestrarefni. Þýðing Björns Jónssonar er góð, þótt ég geti ekki stillt mig um að minnast hér á tvennt, sem þýðendur virðast hafa hermt hver eftir öðrum. En það er þessi árátta, að láta menn biðja um að „hafa sig afsakaðan". Þetta flnnst mér ekki góð ís- lenska. Það er nóg að afsaka einhvern og alveg óþarfi að „hafa einhvern afsakaðan" hitt er hve hræddir þýðendur virðast vera við að nota eignarfalls s. Það er al- veg óhætt að láta slíkt s t.d. í eingarfalli á nafni sem endar á y. Einfarinn í þessari bók heitir t.d. Creasy. Það er ekki beint íslenskulegt að lesa setningar eins og „Kona Creasy, móðir Creasy o.s.frv. Komið aftur með eignarfalls essin. VletWí tl1 dls&x^ Sparið ykkur bæði tíma og peninga. KJÖTBOLLUR m/kartöflum, grænmeti og salati. KJUKLINGUR m/kokkteilsósu, frönskum og salati 440.- KARRY POTTRETTUR m/hrísgrjónum, grænmeti og brauði NAUTABUFF m/kartöflum, grænmeti og salati 290.- DJUPSTEIKT YSA m/kartöflum, sósu og salati 340.- SAMLOKA 80.- stk. HAMBORGARAR 70.- stk. SÚPA + SALATBAR 260.- Heitir réttir framreiddir frá kl. 11.30 - 13.30 og frá kl. 16.00 Auk þess bjóðum við daglega þjóðlegan mat, s.s. svið, lifrarpylsu, blóðmör, rófustöppu o.fl. eftir hádegi. Á salatbarnum er alltaf til rækju-, túnfisk-, laxa-, epla-, kartöflusalat o.fl. Garðabæ, sími 656400 VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.