Vikan - 15.09.1988, Síða 53
Loksins,
eftir 15 ár
Hvítt „soul“= alvörupopp
Breathe hefur
vakið á sér verð-
skuldaða at-
hygli að undanförnu. Lögin
Anytrick og Hands to
heaven hafa komist inn á
íslenska listann. Breat-
he voru aldrei í vafa um að
þeir mundu slá í gegn. Þetta
var einmigis spurning um
tíma. Hands to heaven er
fyrir Breathe svipað og
Careless whisper fyrir Ge-
orge Michael. Lag sem er
þess virði að híða eftir og
verður skráð í poppsöguna
sem eitt af þessum klass-
ísku sem alltaf er hægt að
hlusta á.
Þótt Hands to heaven
sé að slá í gegn núna var
það fyrst gefið út á smá-
skífu í byrjun janúar, eða
fyrir 9 mánuðum. Þessi
meðgöngutími er frekar
langur hjá lagi, en í milli-
tíðinni var annað lag gefið
út Anytrick. Það náði
strax fótfestu en var kark-
aðssett á mismunandi
vegu eftir því hvort verið
var að höfða til Bandaríkja-
manna eða Bvrópubúa.
Þannig sáu dagsins ljós út-
gáfur fyrir útvarp, fjrrir
Bandaríkjamenn sem vildu
hafa meira af hlásturs-
hljóðfærum og annað fyrir
Bretlandsmarkað sem er
eilítið hraðara. Plata þeirra
All that jazz sá fyrst dags-
ins ljós í Bandaríkjunum
og hefur þegar náð nokkr-
um vinsældum. Um söng-
varann David Glasper hef-
ur verið skrifað að enginn
hvítur söngvari flytji text-
ann af jafnmikilli innlifun
frá því Mick Hucknall úr
Simply Red sló í gegn með
Holding hack the years.
Það hefur tekið hljóm-
sveitina fjögur ár að ná
þessum árangri og hefur
hún lagt mikið á sig. Þeir
vissu alltaf að þeir myndu
slá í gegn, spurningin var
bara hvenær. Breathe er
ein skemmtilegasta hljóm-
sveitin á markaðnum í dag,
með fágaða tónlist sem fær
hvern mann til að lifa sig
inn í hana. Hljómsveitina
skipa: David Glasper
söngvari, Marcus Lilling-
ton gítarleikari, Mich Del-
ahunty bassaleikari og
Ian Spice trommuleikari.
Hlj ómsveitin Aswad hef-
\u? ekki vakið sömu athygli
hérlendis sem erlendis.
Þeir hafa átt tvö lög sem
mikið eru spiluð í útvarpi
en ekki náð þeim inn á ís-
lenska listann. Þetta eru
lögin Dont turn around
og Give a little love. Bæði
þessi lög er að finna á nýj-
ustu plötu hljómsveitar-
innar Distance thunder.
Lögin eru reggae blanda
með léttu poppívafi, tónlist
sem svipar mjög til Maxi
Priest og UB 40. Aswad
hefur starfað saman í 15 ár
en aldrei náð jafn langt og
nú. Þeir hafa þurft að
ganga í gegnum ýmislegt
en átt fastan aðdáendahóp
og þá ekki síst hjá
útgáfufyrirtækinu sínu.
Hljómsveitina skipa Brin-
sley Porde, Tony Gad og
Drummie Zeb. Þeir hafa
sent frá sér átta breiðskíf-
ur og 22 smáskífur en
aldrei náð þeim vinsældrun
sem þeir sóttust eftir, fyrr
en Distance thunder kom
út. □
VIKAN 51