Vikan - 15.09.1988, Qupperneq 60
SMÁSAGA
næsta augnabliki stjarfur af skelf-
ingunni sem barði brjóstið eins
og hvassir strengjatónar.
Það gerðist svo hratt. Og samt
nógu hægt til að liðast í ógnar-
innar langdrætti í huganum.
Fyrst hálfkæft ópið sem skrúfaðist
niður líkt og auglýsingaflóð í
útvarpinu þegar grófgerðar
vinnuhendur hremma takkann,
og eins og útvarpið snöggþagnar
í miðju orði, þannig skall nú
grannvaxinn konulíkaminn í
vegginn, önnur lurahönd Kalla
um hálsinn, hin spennt yflr hvirf-
ilinn. Össi hafði séð ótal morð í
vídeó, framin á óteljandi vegu, en
ekkert þeirra var hvað hugarflug
snerti jafn tilþrifalítið og þetta.
Við höggið kafhaði ópið til fulls,
snögghvarf, og fæturnir misstu
máttinn en búknum var haldið
uppi af hrömmunum sem nú
tóku níðföstu taki um vangana og
slengdu höfðinu til hliðar í dyra-
karminn með þvílíkum skell að
Össi hlaut að vera að ýkja í hug-
anum. Síðan hneig konan næst-
um hljóðlaust niðrá borðstofii-
teppið.
Össi hreyfði sig ekki. Hann
stóð stjarfúr og mætti augum
Kalla. Villibirtan jók á afmyndun
andlitsins. Æ... þetta andlit sem
alltaf hafði mætt tilliti hans af
feimni. Sem hafði litið pínlega
undan glottinu ffá honum í
sjoppunni... í hæsta lagi þrjár
sekúndur horfðust þeir í augu.
Það var samt nógu langur tími
fýrir Össa til að lesa allt sem
skein úr þessu andliti. Þetta var
tími sem margfaldaðist í óhjá-
kvæmilegri upprifjun. Myndin
festist eins og á bilaðri fiimu sem
ekki rennur áffam.
í rauninni var miklu skelfi-
legra, a.m.k. í upprifjuninni, í
kvikmyndinni, að hafa mætt
þessu andliti en verða vitni að
morðinu sjálfú sem var svo fjar-
stæðukennt að hann hafði líklega
fyllst stjörfúm doða; á því augna-
bliki var fólkið honum jafúfram-
andi og vídeóleikararnir á
skerminum þar sem blóðið flýtur
á næturnar undir geispandi popp-
áti og ffönskum ...
I:n þegar hann mætti þessari
umbreyttu en samt kunnuglegu
ásjónu var raunveruleikinn ekki
iengur umflýjanlegur, hinn fárán-
legi sannleikur öskraði risafyrir-
sögnum: Hryggð, morðglampi,
skelfmg... Allt hnýtt saman í
ringlaðan drykkjusvip ...
Orð morðingjans voru ógreini-
leg undir strengjatónunum.
Kannski rumdi hann bara undr-
andi. Kannski sagði hann „komdu
hérna“.
Sagði líklega ekkert. Tók skref-
ið áfram, en Össi snerist á hæli og
58 VIKAN
í næstum einu stökki, sýnt óbeð-
ið hægt, hentist hann útúr hús-
inu.
Af einhverjum ástæðum, lík-
lega ómeðvituðu liugleysi, hvarfl-
aði ekki að honum að hlaupa
alla leiðina í þorpið, þessa 3-4
kílómetra sem hann hafði rölt í
góðu skapi stuttu áður, heldur
fór hann í boga að sjónum, yfir
hóla og mishæðir og í átt að
yfirgefúa bæjarhúsinu með
sprungnu rúðunum. Hann hljóp
hraðar en hann gat, þegjandi
en með öskrið inní sér. Hafði
enga rænu á að greina hvort
honum væri veitt eftirför en í
myndinni sá hann á bak sjálfum
sér með augum Kalla, hlaupandi
bráð...
Ef hann hefði reynt að hlaupa
heim. Hvað þá? í stað þess að
væflast hingað. 15-20 mínútna
taugastríð á hlaupum. Málið af-
greitt.
Hugsanlega hefði Kaili getað
elt hann á bílnum og króað hann
af í rólegheitunum. Stoppað bíl-
inn uppá vegi og hlaupið fýrir
hann útí móana. Og hugsanlega
var Kalli fljótari að hlaupa.
Engu að síður virtist það
skynsamlegri kostur, þegar mað-
ur pældi í því, en að hanga hér
varnarlaus og vita ekkert.
En hvað sem allri skynsemi
leið þá vissi hann innst inni að
hann hefði aldrei þorað það. Ekki
ffekar en hann þyrði út núna.
Aldrei.
ttinn gekk í bylgjum. Dofn-
aði samt aldrei niðurfyrir
ákveðið stig. Stundum var biðin
orðin svo óbærilega löng að það
var næstum hægt að sannfærast
um að hættan væri iiðin hjá. Að
Kalli hlyti að hafa séð glóruleysið
í þessu og jafúvel hringt sjálfur á
lögguna. Þegar þessi sefjun hafði
náð hámarki fýlltist hann brenn-
andi ótta sem var eins og refsing
fýrir kæruleysi: Fór að velta fyrir
sér livort Kalli væri líka búinn að
drepa Bjarna. Kannski var hann
að grafa líkin núna, vitandi ;tf
Össa þarna, liugsandi sér gott til
glóð...
Þegar þessi tilhugsun hafði náð
hámarki með tautinu - þetta er
eins og eitthvert helvítis vídeó -
fór hann að róast enn á ný og
hætti að þykja þetta sennilegt.
Og hugsaði að í rauninni hefði
hann alla burði til að sleppa ef
helvítið kæmi inn. Hann hafði
hnífinn, hann hafði tvo fætur til
að hlaupa útum dyrnar og tvær
hendur til að brjóta rúðuna fýrir
ofan, til að grýta þungum
hlutum...
Þegar hann hafði látið svona
góða stund fór honum að þykja
hann aftur hræðilega varnarlaus
og varð hugsað til þess að Kalli
hlyti að vita hvar hann héldi sig,
að Kalli væri stór og níðsterkur,
að Kalli væri brjálaður...
Oní þetta skaut hvað effir ann-
að tilhugsuninni um mögulegan
dauða Bjarna. Og varpaði andiiti
hans uppí hugskotið, reiðu heið-
arlegu andliti en með leyndan
harm í svipnum eins og pabbi
hans...
Við þetta breyttist Bjarni stutta
stund úr kunningja fyrir for-
vitnissakir í gríðarlegan vin, í
alveg óskaplega góðan vin sem
Össi vildi allt það besta...
Örfá augnablik á meðan ofsa-
hræðslan gekk yfir. Þar til Össi
hafði róast og áttað sig á því að
þessi skyndiást var aðeins hluti af
óttanum.
Þannig hélt tíminn áfram að
líða og standa í stað. Ekkert
gerðist. Engin ljósrák frá bílum á
þjóðveginum, ekkert hljóð nema
vindýlffið. Ekkert nema kuldi,
myrkur og kalt skítugt gólfið. Og
hár, ör hjartsláttur; þungur.
Einhvern tíma, eftir endalausa
bið sem þó var kannski ekki eins
löng og honum fannst, seildist
hann eftir vasaljósinu og án þess
að slaka á spennunni og þéttri at-
hyglinni vogaði hann sér að
kveikja. Ljósið var á stærð við
tommustokk og gaf lítinn flöt.
Ljósið afhjúpaði tómleika
draslsins og lengi óhreyfðra verk-
færanna. Hann rak augun í ein-
hver blöð undir klömbruðum
trébekk. Hann stöðvaði höndina
og sá að þetta var líklega ein-
hvers konar tímarit, kannski eitt
af þessum sem prentuð eru á
glansandi pappír. Hann teygði sig
í blaðið þótt honuni fýndist það
fúllkomlega óviðeigandi verkn-
aður. Spenntar taugar mögnuðu
upp þruskið af strokum buxn-
anna eftir gólfinu. Honum fannst
eins og andardráttur sinn heyrð-
ist útúr húsinu.
Það vantaði forsíðuna en tit-
illinn var prentaður á næstu síðu.
Það vantaði líka nokkrar síður að
aftan en annars var þetta nokkuð
heillegt: Þetta var ársgamalt hefti
af vinsælu mánaðarriti. Það hlaut
að hafa borist með smiðnum eða
eitthvað.
Steinhissa á sjálfum sér staldr-
aði hann við á miðopnu og skoð-
aði grein um hljómsveit frá Akur-
eyri sem hafði verið vinsæl í fyrra
en var nú flestum gleymd. Með-
limimir voru allir dressaðir í
tískuföt og stífmálaðir.
Sú hugsun sótti á hann að það
lægi eitthvert fáránlegt og um
leið dapurlegt ósamræmi í því að
tískublað lægi á gólfinu í yfirgefú-
um sveitabæ. Að það væri hræði-
legt, hræðilegt að tískudrósirnar í
blaðinu vissu ekkert hvað liefði
gerst á Glaðhóli í kvöld, að bústin
ritstýran hefði ekki hugmynd um
að einn lesandinn sæti eins og
hrætt dýr í myrkrinu með blaðið
hennar í sítitrandi höndum.
Kannski átti hún einhvern tíma
eftir að skrifa áhrifamikla grein
um málið.
Og hann sá fyrir sér dauða sinn
eftir að hafa nýfleygt blaðinu á
gólfið og lagst á vonlausan flótta,
og blaðið liggur nautheimskt og
úrelt á gólfinu, veit ekkert...
Skelfingin réðst á hann eins og
hertur vindur. Hann fleygði ffá
sér blaðinu. Og kipptist við af lág-
um skellinum sem heyrðist þegar
það lenti á gólfinu. Slökkti á ljós-
inu. Honum fannst hann hafa van-
rækt aðgátina.
í sama mund tók vindurinn
áhlaup og eitthvað skall í einn
húsvegginn. Össi hrökk við og
inní sér gaf hann frá sér neyðaróp
sem ekki kom framá varirnar.
Næstu andartök heyrðist ekk-
ert nema vindgnauðið og hans
eigin hjartsláttur. Síðan lágt brot-
hljóð og örugglega andardráttur.
Hann stífnaði upp og fannst hold-
ið í andlitinu brenna undan heitu
límkenndu efúi. Kjökur seytlaði
úr honum afmynduðum, áþekkt
stunum þess sem máttvana verst
kyrkingu.
Hann dróst á fætur og lagðist
þétt útí hornið. Kitlandi skjálfti
fór um linén og í huganum sá
hann sig ertan stanslaust með
ótal fjöðrum en mátti ekki láta frá
sér hljóð án þess að deyja. Hann
sá höfuð sitt skella mörgum sinn-
um í vegginn svo hárið varð heitt
og rakt af blóði.
Þannig stóð hann endalaust og
... og hugsaði að í rauninni hefði
hann alla burði til að sleppa ef
helvítið kœmi inn. Hann hafði
hnífinn, hann hafði tvo fœtur til að
hlaupa útum dyrnar og tvœr hendur
til að brjóta rúðuna fyrir ofan, til að
grýta þungum hlutum ...