Vikan - 15.09.1988, Síða 61
SMÁSAGA
hlustaði á hjartslátt sinn í gnauð-
inu. Heyrði ekkert annað og átt-
aði sig smám saman á því að
hann hlyti að hafa ofsk\’njað
hljóðin. Kannski hafði eitthvert
smárusl fokið utaní húsið og nóg-
ur var kuldinn til að það gæti ver-
ið opinn gluggi í næsta herbergi.
Og nú heyrðist það aftur:
Tvisvar, þrisvar; var of lágt til að
geta verið brothljóð og of hlut-
laust til að geta verið af manna
völdum. Eitthvað sem vindurinn
feykti. Kom innanúr húsinu og
vakti engan ótta lengur.
Hann stóð samt áfram eins og
til öryggis þótt hann vissi að ekk-
ert öryggi gat verið í því fólgið.
Dróst síðan niðrá gólfið og
heyrði að skrjáfið í úlpunni lét
hærra í eyrum en fokliljóðið.
Bunan í klofinu var farin af
stað áður en hann gat áttað sig.
Hann lét renna til enda. Gat ekki
stoppað og fannst aldrei ætla að
klárast. Hitinn var þægilegur og
seytlandi hljóðið var greinilegt í
þögninni.
Hvað var langt síðan hann
hafði migið á sig? Hann mundi
ekki eftir því en kannaðist samt
við þessa þægilegu tilfmningu af
hlýju, raka og kæruleysi.
En á eftir kom ögrandi niður-
læging. Hún streymdi eins og
þvagið og magnaðist. Um leið
mundi hann eftir hnífhum. Hann
hugsaði um hlandið og það að
hann liafði gleymt hnífnum í
ímyndunarkastinu og fannst
myrkrið hlæja að sér þöglum
hlátri. Um leið rifjaðist upp livað
liann hafði alltaf verið spottsam-
ur í skólanum. Hvað hann hafði
skemmt sér þegar Gulli í Stein-
koti pissaði á sig í 8 ára bekk.
Össi hafði gantast með það
marga vetur á eftir. Það var eins
og Gulli gæti aldrei almennilega
þvegið hlandið úr klofinu.
Hann hafði alltaf verið iðinn
við stríðni. Lúsiðinn. Hvað skyTdi
hann oft hafa gert grín að skotn-
um stelpum. Alltaf svo lunkinn
að þefa uppi ástartilfinningar og
traðkaði á þeim í ómeðvitaðri
hefnd á því að engin stelpa var
skotin í honum.
Helvítis, hann sá ekki eftir
neinu! Kannaðist ekki við að hafa
brotið neitt af sér. Hann réð bara
ekki við þessar minningar. Þær
streymdu hindrunarlaust um
kollinn eins og hlandbunan um
klofið.
Og hótanir Bjarna frá því þeini
lenti saman hljómuðu núna
hæðnislega í kollinum:
- Þú átt ekki að skipta þér af
því sem þér kemur ekki við.
- Einhvern tíma ferðu yfir
strikið! Einhvern tíma verðurðu
tekinn í gegn!
Óþolandi hvernig þetta kjaft-
æði hljómaði skyndilega eins og
heilagur sannleikur, eins og ekta
spádómur.
Þögnin ríkti og vindskröltið
varð hluti af henni. Rakinn milli
fótanna varð þungur og ömurleg-
ur. Smám saman tók að stíga upp
lykt og vaxa.
Allt varð ömurlegt nema til-
liugsunin um indælan hversdags-
leika, jafnvel stærðffæðitíma og
mánudagsleikrit í Ríkissjónvarp-
inu.
En hann var farinn að trúa því
betur en áður að ekkert kæmi
fyrir hann. Honum fannst það
ekki lengur vera sjáifsblekking
heldur skynsemin sem hvíslaði
því. Æðið hlaut að vera runnið af
manninum á þetta löngum tíma.
Auk þess enginn tilgangur í því
að láta fórnarlambið bíða í óra-
tíma. Ef menn vilja losa sig við
vitni í vídeó gera þeir það fljótt.
Hann hafði enga ástæðu til að
vera með ímyndunarveiki
lengur.
Þessi hugsun bægði samt ekki
skelfmgunni frá honum. Ekki
þessari alltumlykjandi aðalskelf-
ingu sem hvíldi yfir vitundinni
eins og dökkur himinn. Eins og
myrkrið yfir dauðu eymdarlegu
þorpinu þar sem aðkomumaður
getur ekkert vitað um harmleik-
ina sem leynast innan veggja lág-
reistra húsa.
Ekkert gat bægt frá þessari hre-
inu ömurlegu skelfingu yfir at-
burði kvöldsins.
Síðan heyrðist bílhljóð úr
fjarska. Það var samt byrjað að
nálgast áður en hann áttaði sig og
lagði við hlustir. Hann mundi eft-
ir að hafa heyrt það nokkrum
sekúndum áður en hann fattaði.
Það var enn of langt í burtu til að
hann greindi úr hvorri áttinni
það kom.
Það lifnaði yfir honum smám
saman og álkulegt bros tók að
myndast oní angistarsvipnum.
Hljóðið hélt áfram að færast
nær og virtist koma úr norðurátt.
ÁTTI. . ÁTTI HANN?? ... Ænei!
Um leið og honum datt það í hug
fannst honum það ekki koma til
greina. Það var alltof langt uppá
þjóðveg...
Hann sem þorði varla að
standa á fætur og teygja úr sér
þótt hann fyndi til af stirðleika.
En bíddu! Bíllinn virtist virki-
lega hægja á hraðanum. Og
stopp. Var hann að beygja inn
sveitaveginn?
Bílhljóðið byrjaði aftur að
nálgast. Hægar og hærra. Það
kom greinilega ekki frá þjóðveg-
inum.
En svo var hurðin opnuð.
Fyrst var eins og samanlögð
taugaspenna kvöldsins í
hægðum sínum og lægðum
steyptist öll yfir hann í einu. Það
hvarflaði að honum að nú myndi
í fyrsta sinn á ævinni líða yfir
hann. Um leið vissi hann að það
myndi ekki gerast þótt mest
langaði hann til að gufa upp eða
hníga niður dauður.
Honum sortnaði fyrir augum
og fannst andlitið brenna. Þnsti
sér uppað glugganum án þess að
finna til fótanna. Þeir virtust í
senn stífir og máttlausir. Á með-
an hvíslaði myrkrið máttvana að
hann yrði að gera eitthvað, forða
sér, brjóta gluggann, fela sig...
En hann gat ekki hreyft sig.
Á eftir hurðarskarkinu fylgdi
leitandi fótatak. Hikandi. Gengið
var hægt inní næsta herbergi.
Hann heyrði ekki lengur í bíln-
um þótt hann vissi af honum.
Hann heyrði ekki einu sinni eigin
hjartslátt. Heyrði ekkert nema
þruskið sem óttinn magnaði svo
upp að það varð ærandi. Honum
fannst hann vera að deyja á þessu
andartaki, deyja áður en morð-
inginn næði til hans.
Fótatakið nálgaðist aftur. Hann
byrjaði að titra ofsalega eins og í
ýkjukenndri teiknimynd. Um
leið og numið var staðar var eins
og ofsahræðslan ýtti frá steini svo
hann heyrði aftur í bílnum og
eigin andardrætti sem skalf eins
og rödd að bresta.
Geisli vasaljóssins breiddist
um herbergið. Um leið og bíl-
ljósin flæddu innum gluggann
birtist Kalli í gættinni með ljósið
í hendinni. Sýndi engin svip-
brigði við að mæta andliti Össa,
afmynduðu af skelfingu.
Hvað þetta var hræðilega
óraunverulegt! í fyrsta sinn um
kvöldið trúið hann því að hann
væri að dreyma. Síðan vonaði
hann það bara og svo ...
Kalli var sviplausari en stytta.
Hann var eins og vofa eða vél-
menni. Hann horfði ekki á Össa
heldur eins og í gegnum hann.
Það var ekkert eftir af skelfing-
unni og dr>'kkjusvipnum. Hann
virtist ískaldur og eilíflega ós-
nortinn af öllu eins og líðandi
ómennskur drápsandi.
Bíllinn fyrir utan hafði numið
staðar. Blikkandi þaklukt sendi
geisla innum gluggann sem sner-
ust eins og hringekja á gólfinu.
Um leið og hurðirnar skelltust
tók Kalli skrefið áfram. Þá varð
andlitið greinilegra, villibirtan
hvarf af því og Össi sá það loksins
með augunum í stað ímyndunar-
innar.
Þetta var Bjarni. □
Finndu sex villur á neðri myndinni
i*unl>|.r|| <) uiiuiuunuu r isá.'ijcj
jnj.ui lUUjndjAS usi.uuyo jö uuunui*|| 1 isj.vj jn
-J.Tl| (_)I>|S.T\ V JI’IUIÍA UUrÍÍlTJNJ < ISjAIU^O j.-> ^J.i. i
VIKAN 59