Vikan - 15.09.1988, Síða 64
því sem ég upplifði. Þetta heitir víst að tengja reynslu sína
við ímyndunaraflið."
Hver
ekur
síðasta
bílnum?
Frh af bls. 57
Þetta voru broslegir draumar
því ég var mjög lélegur í fót-
bolta og hef alltaf verið.
En það var snemma í mennta-
skóla sem ég ákvað að gerast
rithöfundur. Fyrir utan próf-
lestur stöku sinnum fór þessi
tími í bókmenntalestur og
broslegar tilraunir við
skáldskap. Ég og vinur minn,
sem nú er orðinn þekktur á
öðrum vettvangi, eyddum
löngum stundum í bókaversl-
unum og á bókasöfhum og rák-
um ómeðvitað tveggja manna
lestrarfélag. Okkur varð brátt
ljóst að hann hefði hæfileika á
nokkuð mörgum sviðum en ég
gæti líklega ekki gert neitt af
viti annað en að skrifa, sem er
nú kannski ekki svo lítið.
En þetta sem ég var að skrifa
í menntaskóla, smásögur og
ljóð, var afskaplega misheppn-
að sem von er. Á þessum árum
(það er nú reyndar stutt síðan
en núorðið líður tíminn hratt á
ýmsum sviðum) tíðkaðist
varla að skólaskáld færu með
skrif sín út fyrir skólann. Mað-
ur gerði sér grein fyrir því að
þetta dót manns var bara byrj-
endaæfmg og það hvarflaði
ekki að manni að gefa þetta út.
En nú eru menntaskólanemar
farnir að gefa út eftir sig ljóða-
bækur og ljúga því í blöðum
að þeir séu skáld. Ef þeir verða
alvöruhöfúndar seinna munu
þeir sjá eftir því að hafa birt
þetta rusl sitt.
Ég hélt auðvitað áfram að
reyna að skrifa eftir mennta-
skóla og smám saman fór þetta
batnandi og afköstin jukust.
Það má segja að þessi bók, Síð-
asti bíllinn, hafi byrjað að
verða til haustið 1986. Síðan
þá má segja að þetta hafi verið
ástríðufullt tómstundagaman
því ég hef orðið að vinna fúlla
vinnu með skriftunum sem
kannski er ekki svo slæmt
meðan maður er enn mjög
ungur og þarf á lífsreynslu að
halda. Á þessum tveimur árum
hafa fæðst hjá mér margar sög-
ur sem ekki reyndust nothæfar
62 VIKAN
í bókina og haugur af mis-
heppnuðum uppköstum. Það
er ennþá til mikið af fólki sem
heldur að rithöfundar séu
gæddir einhverjum töframætti
sem geri þeim kleift að ryðja
úr sér textanum í einum rykk,
síðan sé farið yfir og leiðréttar
nokkrar villur og textinn
hreinskrifaður. Ef þetta væri
svona auðvelt væri hægt að
skrifa smásagnasafn eða skáld-
sögu á einni viku eða svo. En
staðreyndin er auðvitað sú að
það liggja langar og margar
krókaleiðir að velheppnaðri
sögu, ótal uppköst, útstrikanir
og pappírseyðsla. Rithöfundar
eru skæðir liðsmenn í eyðingu
skóga í heiminum. Og þrátt
fyrir allt puðið getur höfúnd-
urinn engu að síður staðið
uppi með misheppnað verk og
þurft að byrja upp á nýtt. Engu
að síður getur verið um góðan
rithöfund að ræða.
Þó fúrðulegt sé þá er til fólk
sem á að heita menntað en lít-
ur á framangreinda lýsingu á
rithöfundarstarfinu sem píp.
Og það lítur ekki á skriftir sem
vinnu heldur dútl.“
Með ómenningar-
leg áhugamál
— Hvað með áhugamál fýrir
utan skáldskapinn?
,/Etli þau séu ekki eins og
gengur og gerist hjá ungu
fólki. Fótbolti, bíó, sund og
popptónlist og þetta dót. Dag-
blaðalestur. Öll þessi venju-
lega afþreying. Ég er í sambúð
og eyði miklum tíma með kær-
ustunni en það er varla viðeig-
andi að flokka það sem hobbí.
í rauninni hef ég mjög ómenn-
ingarleg áhugamál fýrir utan
bókmenntirnar. Og er ótrú-
lega fáfróður á mörgum
sviðum. Ég hef t.d. ekkert vit á
myndlist og almennilegri
tónlist svo dæmi séu tekin. En
þetta breytist kannski til batn-
aðar. Ég stefúi a.m.k. að því ef
skriftirnar verða einhvern tíma
Iifibrauð og maður hefúr meiri
tíma.“
— En hvað viltu þá segja um
uppáhaldshöfunda og áhrif á
eigin verk?
„Það er nú það. Ég tel mig
hafa Iesið afskaplega mikið af
skáldskap bæði íslenskum og
erlendum en um Ieið eiga
óskaplega mikið ólesið. Þessa
dagana hef ég mestan áhuga á
ungum breskum rithöfundum,
mönnum eins og Martin Amis,
Iain Mcewan og Iain Banks.
Það kannast kannski einhverjir
lesendur Vikunnar við þá, ég
veit það ekki. En eina bók-
menntatímabilið sem ég hef al-
mennilega yflrsýn yfir eru ís-
lenskar nútímabókmenntir. Ég
las Laxness og Þórberg af
mikilli áfergju þegar ég var
yngri en auk þess hef ég kynnt
mér allt það markverðasta sem
hefur verið að gerast hér síð-
ustu 20 árin í bókmenntunum.
mér flnnast sífellt fleiri góðir
höfundar koma ffam, af báðum
kynjum. En að öðrum ólöstuð-
um hef ég líklega Iesið Guð-
berg Bergsson af hvað mestri
áfergju og hlýt að hafa orðið
fýrir einhverjum áhrifúm af
honum.
Síðustu misserin hefur mað-
ur borið sig meira eftir smá-
sögum en áður og þá í því
skyni að reyna að læra af
öðrum. í því sambandi langar
mig að nefúa þrjá höfunda sem
ég hef haft ánægju af að lesa
burtséð frá hvaða áhrifúm ég
hef orðið fyrir af þeim: Halldór
Stefánsson, Fríða Sigurðardótt-
ir og Ólafur Jóhann Sigurðs-
son. Þetta eru höfundar sem
auk annars hafa skrifað úrvals
smásögur.“
30 kílómefra
göngutúr leiddi
til smásögu
— Geturðu sagt eitthvað um
það hvernig þitt eigið líf
endurspeglast í því sem þú
skrifar?
„Ég veit ekki hvernig það
verður í framtíðinni en hingað
til hefur það verið með mjög
óbeinum hætti. f þessari bók
er ég alls ekki að segja sögur af
sjálfum mér enda flestar per-
sónurnar nijög ólíkar höfundi
sínum. Hins vegar eru ákveðn-
ir hlutir sem ég hef kynnst
undirstaða að söguhugmynd-
unum. Ef við rifjum upp það
sem ég hef verið að gera eftir
stúdentspróf þá má segja að
dvölin í Þýskalandi hafl geflð
mér þessa margumtöluðu fjar-
lægð á föðurlandið sem gerði
mér kleift að lýsa því í
skáldskap. í sögunum birtist
hins vegar eigin reynsla af því
að búa erlendis og umhverfi
þeirra er alíslenskt. Veturinn
úti á landi og starflð á Klepps-
spítalanum leita hins vegar
með beinni hætti inn í bókina.
Ég gæti t.d. ekki lýst geðsjúkl-
ingum eins og ég geri þarna án
þess að hafa kynnst hlutskipti
þeirra af eigin raun. Samt fjall-
ar engin af sögunum um nein
sérstök atvik sem ég upplifði
þar.
Sem dæmi um hvað tengslin
milli lífsreynslu og skáldskapar
eru óbein og ruglingsleg vil ég
nefna söguna „Gildran" og
hvernig hún varð til.
Þegar ég var úti á landi varð
ég ekki vitni að neinum voveif-
legum atburði en þurfti einu
sinni að fara fótgangandi 30
km leið. Um helgar fór ég á
puttanum milli tveggja þorpa
því á staðnum sem ég bjó á
gerðist aldrei neitt og maður
vildi skemmta sér á þessum
árum. Ég var vanur að fara
„heimleiðina" á puttanum og
hafði alltaf fengið far allt þar til
þessi nótt rann upp. Þegar ég
gerði mér ljóst að engan bíl
var að fá var ég kominn of
langt af stað til að stætt væri á
því að snúa við. Seint um nótt-
ina kom ég örmagna að sveita-
byggð sem liggur miðja vegu
milli þorpanna tveggja, hafði
þá gengið 30 km með vindinn
í fangið. Þá var ég orðinn svo
ringlaður og hvekktur af ferða-
laginu að ég áræddi ekki að
banka upp á neins staðar held-
ur skreið inn í eitthvert hús-
skrifii þarna þar sem enginn
bjó og svaf fram undir
morgun. Um morguninn fékk
ég síðan far með skólabílnum á
leiðarenda. Þessa nótt upplifði
ég án efa leiðinlegustu stundir
lífs míns og fannst mér þetta
bæði tilgangslaus og ódrama-
tískur atburður. En minning-
unni fylgdi einhver djúp og
óskilgreinanleg tilfinning sem
síðan gaf mér hugmyndina að
sögunni „Gildran".
Þeir sem lesa söguna sjá að
atburðir hennar eru harla ólík-
ir því sem ég upplifði. Þetta
heitir víst að tengja reynslu
sína við ímyndunaraflið." □