Vikan


Vikan - 20.04.1989, Page 6

Vikan - 20.04.1989, Page 6
FEGURDARSAMKEPPNI Tíu stúlkur keppa í ár um titilinn Feguröardrottning íslands. I síðasta tölublaði kynnti VIKAN fimm þeirra og hér eru hinar fimm á hópmynd. A næstu síðum blaðsins eru sögð nokkur deili á þeim. í næsta tölublaöi Vikunnar, sem kemur úr 4. maí, birtast svo fleiri myndir af stúlkunum og þá m.a. í sundbolum. Sama blaði fylgir atkvæðaseðill, en dómnefnd keppninnar mun taka visst tillit til álits lesenda Vikunnar þegar kemur að úrslitakvöldinu á Hótel íslandi 15. maí. Það var Magnús Hjörleifsson, sem Ijósmyndaði stúlkurnar en viötölin tók Gunnlaugur Rögnvalds- son. Topparnir sem stúlkurnar eru í eru frá versluninni Útilíf í Glæsibæ. Förðun var í höndum Rangheiðar Hansson og Brynhildar Þorsteinsdóttur og notuðu þær nýju vorlínuna frá REVLON. Hárgreiðslu þessara stúlkna annaðist Sólveig Leifsdóttir hárgreiðslumeistari og notaði hún nýju línuna frá WELLA, en hún ber nafnið System Professional. Allar munu stúlkurnar í Fegurðarsam- keppninni hljóta slíka meðferð fyrir úrslitakvöldið. 6 VIKAN 8. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.