Vikan


Vikan - 20.04.1989, Qupperneq 18

Vikan - 20.04.1989, Qupperneq 18
BAK5TUR MATARÆÐI Súkkulaði laufblöð Hvernig væri að skreyta næstu tertu eða eftirrétt með súkkulaðilaufblöðum? Til þess að vel takist til þarf að íylgja leiðbeiningunum nákvæmlega, en þá gengur þetta líka vel. Athugið að hjúpsúkkulaði þarf að vera við rétt hitastig þegar unnið er með það til að blöðin verði falleg. IBræðið súkkulaðið • (suðu- eða hjúp) í vatnsbaði við vægan hita. Hrærið varlega svo massinn verði jafh. Ekki þeyta því þá myndast loftbólur. Þegar massinn er um 45- 50°C heitur þá er ílátið sett í kalt vatnsbað. Hrærið í þar til hann fer að þykkna og hita- stigið er orðið 20°C. Setjið súkkulaðið aftur í heitt vatnsbað. Haldið áífam að hræra. Þegar hitastigið hef- ur hækkað og er orðið 31- 32°C þá er massinn orðinn léttfljótandi og sléttur. Þá er kominn tími til að gera blöðin. Látið ílátið standa í heitu vatnsbaðinu þannig að hita- stigið haldist jafnt. Gætið þess vandlega að ekki svo mikið sem 1 vatnsdropi komi í súkku- laðið. Þá verður það hart eins og sement. Súkkulaðinu er strokið yfir blöðin með breiðum hníf. Byrjið í miðjunni og strjúkið út í kantana, en látið ekki fara aftan á. Blaðið verður að vera alveg þurrt. Sólberja- og rifs- berjablöð eru mjög góð en önnur blöð virka einnig vel, t.d. rósablöð. 2Súkkulaðið er látið • harðna á blöðunum, sem eru lögð yfir stuðning þannig að í þau komi falleg sveigja. Eftir um 10-15 mínút- ur er súkkulaði strokið yfir aft- ur og þá gjarnan heldur þykk- ara lag. Látið blöðin stífha aftur. 3Þá eru súkkulaðiblöðin • tilbúin og þau grænu eru fjarlægð varlega. Byrjið á stilkinum, lyftið og dragið það síðan varlega af. Það skiptir ekki máli hvor hlið blaðsins er notuð, en æðarnar koma skýr- ar í ljós sé bakhliðin notuð. Af enskum matarmálum TEXTI: SIGRÚN HARÐARDÓTTIR England er undarlegt land. Fyrir nokkru kom í ljós að ekki var lengur hættulaust að borða egg. Landið skalf og nötraði undan eggjadeilunni miklu, sem Edwina Currie, þá- verandi aðstoðarheilbrigðis- ráðherra hratt af stað. Um þó nokkurt skeið hafði fólk virst vera að veikjast unnvörpum og deyja drottni sínum af völd- um salmonellu í eggjum og kvenskörungnum var nóg boðið. Ráðherrann faldi sig á bak við hana til að missa ekki dýrmætan ráðherrastólinn, og að lokum varð hún frá að víkja. Eggjabændur gerðu uppreisn gegn því að þurfa að ffamleiða heilbrigð egg. Sumir þóttust hafa fúndið snjalla lausn og vildu bara selja Pólverjum egg- in úr því Bretar neituðu að deyja fyrir málstað markaðs- lögmálsins. Ekki varð samt af því. Síðan írafárið varð, sjóða Englendingar eggin þangað til þau eru nægilega hörð til þess að rota meðal mann. Síðan kom upp úr dúrnum að ekki var heldur hægt að borða kjúkling án þess að leggja líf sitt í hættu. Nú eru það kjúklingabændur sem emja undan þeirri kröfú að neytendur fái að lifa eftir sunnudagsmáltíðina. í þriðja sinn var salmonellan slæga í fréttum þegar okkur var ráðið frá því að kaupa í verslunum tilbúinn mat til upphitunar. Mér þótti heldur þrengja um minn hag, og þann daginn keypti ég eintómar kartöflur í mótmælaskyni. Nú, ég var nokkurn veginn sátt við að hætta að borða egg og kjúklinga og tilbúinn mat úr búð. Satt að segja var ég innst inni fegin að hafa sloppið við heldur ógeðslegan matar- dauða fram að þessu þegar sjónvarpsfféttirnar tilkynntu mér það einn fagran morgun, að ég mætti ekki borða franska ógerilsneydda osta heldur. í staðinn átti ég að borða ógeðs- lega harða gula enska osta, að öðrum kosti yrði ég veik eða eignaðist andvana barn. Eitt- hvað þótti mér þetta vera enn eitt lúmska skrefið til varnar gegn innflutningnum sem mun flæða yfir landið á því voðaári 1992, þegar Evrópa verður eitt tollalaust verslun- arsvæði. Samt sem áður gramdist mér feikilega að þurfa að neita mér um ffansk- an Brie og Camembert og var í slæmu skapi í marga daga eða þangað til ég mundi allt í einu að ég borða aldrei ost. Ég prófaði um daginn að borða fisk, enda orðin löngun- arfúll eftir heilbrigðum, örugg- um mat. Ég get ekki sagt til um það nákvæmlega hvenær sá fiskur hafði síðast synt í sjónum, en það var þó nokkuð lengra síðan en ég er vön að heiman, og eiginlega hélt ég að kæstur hákarl og siginn fisk- ur gætu aldrei átt sína líka í „nýrri ýsu“. Nú veit ég betur. Hér er manni alltaf boðinn „pudding" eftir máltíðina, eins og til að bæta fyrir enska eld- húsmeðferð á matvöru. En búðingur í Englandi er allt ffá ávexti í köku, með allt sem hugsast getur þar á milli undir því nafni. En það hefur hingað til aldrei verið búðingur. Ekki ffá því ég kom hingað. Skelfi- legasta útgáfan af þessum land- læga rétti sem ég hef smakkað er þurr og seig deigrúlla með marmelaði í. Ég get svarið að hún sat í maganum á mér það sem eftir var vikunnar. Kannski er hún þar enn. Nú sit ég önug við matar- borðið og narta í lífrænt rækt- aðar gulrætur og salatblöð. Ég þori ekki orðið að treysta á neitt nema líffænt ræktað, og súkkulaði. Á meðan ég má borða súkkulaði án þess að eiga von á dauða mínum dag- inn eftir er enn sólskinsblettur í lífi mínu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.