Vikan


Vikan - 20.04.1989, Side 22

Vikan - 20.04.1989, Side 22
ekki mikið mál, þetta gerist það oft. Krók- ódílarnir éta fólkið og það telst víst til venjulegra slysa. - Sástu nokkurn tíma önnur dýr? Hvað með snáka? Jú, ég sá nokkrum sinnum snáka. Meiri agi ■ skólanum - Segðu mér frá skólanum sem þú varst í. Hvernig var hann í samanburði við það sem þú áttir að venjast hér heima, í Flens- borgarskóla? Kennararnir voru mjög vingjarnlegir og vildu allt fyrir mann gera og hjálpa manni, einnig nemendurnir. Ég eignaðist fljótt vini þarna því krakkarnir voru svo opnir og viljugir að tala við mig. Samt fannst mér eins og allt væri strangara en hér heima, meiri agi. Það er allt tekið miklu alvar- legar. Hér heima er alla vega auðveldara að koma sér út úr vandræðum. — Lærðirðu vel í skólanum? Ég gat valið mér greinar eða fög. Ég valdi mér fög sem ég taldi létt og þyrfti ekki að sitja of mikið yfir. Mér gekk bara nokkuð vel í skólanum. Þó var ég ekkert að stressa mig yfir prófúnum. — Nú ert þú orðin 18 ára gömul. Hvern- ig var skemmtanalífið þarna úti í saman- burði við það sem þú átt að venjast hér heima? Ég varð 18 ára á meðan ég var úti og þá mátti ég fara á diskóstaði og á pöbba og þess háttar. Annars var ekki nema einn di- skóstaður þarna í bænum en 10 barir. Mér fannst þessir staðir bara lélegir miðað við það sem við þekkjum hér heima. Ég kynnt- ist þarna hópi af góðum krökkum og við fórum í partí. Þetta voru vinir úr skólan- um. GoH fóllc og lítið stress Fólkið sem ég var hjá var mjög gott fólk. Hann var Kínverji, átti grænmetisbúð og var virtur maður í bænum. Hún var kenn- ari og kenndi krökkum sem eiga erfitt með að læra ensku. Hún var alveg ótrúleg kona, alveg frábær. Hún var svo sjálfstæð. Og dæturnar tvær voru mjög indælar. Faðir fósturföður míns kom frá Kína og til Ástralíu til að leita að gulli líklega í kringum 1920. Þeir voru tveir bræður saman ásamt fleiri Kínverjum. Þeir fundu, eitthvað af gulli því þeir fóru aftur til Kína og sóttu fjölskylduna og settu upp græn- metisbúðina sem sonurinn rekur núna. Það kom fyrir þegar Kínverjarnir fóru í hóp í gegnum skóginn að sá síðasti hvarf. Þá höfðu þeir innfeddu náð í hann og haft hann í kvöldmatinn. Þá voru þeir inn- feddu villtir og forneskjulegir, en þetta er gjörbreytt. Fósturmóðir mín er fædd í Englandi en kom til Ástralíu 1951 eða 1952. Fólkið þarna úti tekur lífmu allt öðruvísi en við gerum. Það er ekki eins mikið stress. Fyrst þegar ég kom út þá tók ég eftir því að fólk- ið stoppaði til að tala saman og það var líka meiri ró yflr bílaumferðinni. Þeir jafn- vel stoppuðu bílstjórarnir til að tala saman. Fólkið sem ég var hjá var ffekar efnað og gat veitt sér ýmislegt. Maður varð var við að fólkið í Ástralíu hugsar öðruvísi en við og eyðir peningunum í svo margt ann- að en við gerum. Sumt fólk keypti sér kannski bát þótt hús þess væri alveg að hrynja. Þegar ég kom inn í sum þessara húsa þá varð ég fyrir sjokki. Þetta voru bara kofar sem stóðu á staurum. Þegar ég kom inn í eitt húsið, var bara drasl, þungt loft og vond lykt og bara allt svo subbulegt. Mér var boðinn matur en ég hafði ekki nokkra lyst. Þetta hafði bara svo slæm áhrif á mig. Húsin heima eru bara eins og konungshall- ir miðað við þetta. Hagur frumbyggjanna hefur breyst — Hvað með frumbyggjana? Þú hefur sagt mér ffá því að það væru margir ffum- byggjar á þessu svæði. Já, það voru margir firumbyggjar þarna. Auk þeirra sem voru þarna á svæðinu þá voru þarna líka margir eyjaskeggjar sem höfðu flust frá eyjunum fýrir utan, úr Kyrrahafinu. Ég kynntist þarna nokrum sem voru alveg hreinræktaðir frumbyggj- ar. Þeir voru þarna í sama skóla og ég, og nokkrir af þeim voru ágætir vinir mínir. — Einhvers staðar hef ég lesið að þessir ffumbyggjar Ástralíu væru afar frumstæðir. Gekk þeim jafn vel að læra? Áttu þeir gott með að aðlagast lífinu á vestræna vísu? Það var athyglisvert á 200 ára afimæli hvíta mannsins í Ástralíu, þá voru uppi mótmæli allt árið. Frumbyggjarnir tóku ekki þátt í neinum hátíðahöldum en fóru í mótmælagöngur og slíkt. Ég heyrði á þess- um vinum mínum að þeir voru sárir og reiðir yfir því hvernig hvíti maðurinn hafði komið fram áður fýrr. Þegar maður fór að hugsa um þessi mál, þá tók stjórnin áður löndin frá þessu fólki undir bæi og ræktun. Til dæmis á þessu sem ég var á þá voru frumbyggjarnir búnir að týna mjög miklu af þessu gamla í siðum og háttum. Þetta fólk var búið að semja sig að háttum hvíta fólksins. En þegar ég fór í skiptinemaferðalagið þá sáum við innfedda sem bjuggu í eyði- mörkinni. Þeir voru miklu ffumstæðari. Við máttum ekki taka myndir af þeim, því þeir trúðu því að þá feri sálin úr líkaman- um. Það var á einum mjög fallegum stað klettur sem gnæfði upp úr eyðimörkinni. Þar voru hellar sem voru heilagir í hugum innfeddra. Þar voru hellamyndir á veggjum. Ég varð fýrir hálfgerðu sjokki þegar ég sá líf þessa fólks og hvernig það bjó, ég trúði þessu varla. Að koma þarna í frumlegar sjoppur og þar var þetta fólk, skítugt og drukkið og konurnar með grenjandi krakkana hangandi á sér. Þetta var bara eins og mótmæli gegn þeim hvítu. —Á hverju lifði þetta fólk sem lifði áður á veiðum? Það virðist hafa minnkað um veiðiskap- inn og þetta fólk lifir á styrkjum frá stjórn- inni. En samt reynir það, held ég, að halda sínum gömlu háttum. Ferðaðist víða um Ástralíu - Þú áttir þess kost að ferðasts talsvert um Ástralíu? Já, ég fór um allt Queensland með skólanum, meðal annars til Brisbane en þar var alþjóðleg sýning. Svo fór ég líka mjög mikið með fjölskyldunni um Queensland. Ég fór í ferð til Sidney og dvaldi þar í viku hjá vinafólki og síðan var 22 VIKAN 8. TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.