Vikan


Vikan - 20.04.1989, Síða 30

Vikan - 20.04.1989, Síða 30
HJONABAND lonnifer Arnes Rauðskinna Sími: 651099 Hann lýsti í kring með sínu vasaljósi. Þama voru fót- spor altt um kring og virt- ust ný. Ein spor frá veggnum að Ijósinu en síðan mörk í kringum það og loks tvenn spor milli vasa- Ijóssins og kvíslarinnar, sem þarna var skammt frá. Hugh rakti sporin. Þau enduðú í mikilli upp- rótaðri leðju á kvíslarbakkanum. Hann lýsti niður í kvíslina og stirðnaði upp. Leigh liðþjálfi lá upp í loft á botninum á kvíslinni. Hann var dauður. Höfuðkúpan hafði verið moluð öðru megin af þungu höggi. BÓKAÚTGÁFAN raudskinna Bili kyssir brúðina í Garðakirkju „Biftingahringamir okkar em gerðir úr skóla- hringnum mínum frá háskólaámnum, en það var á því tímabili sem ég þekkti Chris áður,“ segir Bill. mig. Mér finnst þetta allt eins og saga úr ævintýrabók. Athöfhin í kirkjunni hafði djúp áhrif á mig. Ég mun fara héðan betri.“ Endurnýjuð kynni Það kemur fram að það var Bill Grady sem átti hugmyndina að íslandsferðinni og hann skýrir hvers vegna: „Mér finnst það góð hugmynd að fara til fslands til að ganga í hjónaband. Það var árið 1945 sem ég kynntist föður Chris fyrst og mér þótti mjög vænt um hann. Ég var þá hrifinn af Chris en ég þurfti að fara í burtu. Mér fannst þá að ég myndi hitta John D. Longhill og fjölskyldu hans aftur þótt ég gerði mér ekki grein fyrir því þá hvenær það yrði. Ég var í herþjónustu þegar ég kynntist John og fjölskyldu hans fýrir tilstilli ættingja. Þegar við vorum í leyfi heimsóttum við John gjarnan um borð í bátinn hans á Mississippi. Við vorum oft allt að 15 saman á bátnum og fórum í ferðir út í eyjar á fljótinu. Þar var borðað saman á fljótsbökkunum og við gátum synt í óhreinu fljótinu en það ríkti mikil glaðværð í þessum ferðum. Mér er minnisstætt að John bauð mér eitt sinn að stýra bátnum en slíkt hafði ég aldrei gert áður því ég var í flugdeild flotans. Þegar ég var í Norðurríkjunum mörgum árum síðar, eða í maí 1977, ákvað ég að hitta John D. Longhill og fjölsky'ldu hans á ný og þá vonandi Chris líka. Þegar ég kom svo til Memphis í Tennessee, þar sem fjölskyldan hafði búið áður, var aðeins einn Longhill í símaskránni, en það var Eric Longhill, yngsti bróðirinn í fjölskyldunni. Við töluðum saman og hittumst og hann sagði mér hvar Chris var og ég ók þúsundir kílómetra til að hitta hana og fjölskyldu hennar. Á þessum tíma fékk ég að vita að John D. Longhill væri dáinn. Þá var Chris skilin og ég einnig en við komumst að raun um að við elskuðum enn hvort annað. Okkur langaði bæði til að verða vinir á ný, ná saman og í framhaldi af því langaði okkur til að ganga í hjónaband. Þegar hún spurði mig hvar við ættum að gifta okkur var það ég sem stakk upp á íslandi. Þegar hún spurði mig hvers vegna þá sagði ég henni að mér hefði þótt svo vænt um föður hennar og ég vissi um löngun hans til að heimsækja ísland til að heilsa upp á gamla vini og ættingja. Kannski gætum við fært til baka eitthvað af honum eða minningu hans. Chris varð mjög hþfin af þessari hugmynd og það varð é^ að sjálfsögðu ánægður með. Við erum því ánægð yfir því að hafa getað látið þennan draum rætast með Guðs hjálp. Garðakirkja er fallegt Guðshjús og athöfnin hafði djúp áhrif á okkur. Séra Sigurður Helgi Guðmundsson vígði okkur í hjónaband. Það var eitthvað kynngimagnað við þessa athöfn og við fundum til innri styrks og trausts sem fylgdi vígslu séra Sigurðar. Það var áhrifamikið að vera staddur í þessari litlu fallegu kirkju á þessari stundu og hafa útsýni út á fjörðinn í fögni vetrarveðri. Ég er þakklátur þeim sefn greiddu götu okkar og gerðu það mögulegt að við gætum gifst á þessum stað á íslandi. Ég vil nefna það að giftingarhringarnir okkar eru gerðir úr skólahringnum mínum frá háskólaárunum, en það var á því tímabili sem ég þekkti Chris áður. Chris felldi tár þegar ég sagði henni frá fyrirætlun minni um hringana og það gerði ég reyndar líka. Þetta hjónaband okkar er búið að eiga sér langan aðdraganda svo það er alls ekki hægt að segja að við höfúm flanað að neinu og við munum fara héðan hamingjusöm." Við þökkum þeim Chris og Bill fyrir að segja okkur undan og ofan af þessari sérstæðu ástarsögu þeirra. Þeim fýlgja bestu ámaðaróskir um bjarta framtíð á Flórída, þar sem þau munu búa. □ 30 VIKAN 8. TBL. 1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.