Vikan


Vikan - 20.04.1989, Side 31

Vikan - 20.04.1989, Side 31
AF 5TR0I1DUM Hróbjartur Lúðvíksson skrifan Köld eru kvenna ráð Mannleg samskipti geta verið marg- slungin jafhvel í gömlu hjónabandi. Þegar ég settist við eldhús- borðið eitt kvöldið fyrir nokkru og beið eftir kvöld- matnum þá slengdi Bogga mín plastpoka á borðið því hún hafði verið í kaupfélaginu. — Hvað heldurðu að þetta hafi kostað? Ég renndi augunum á pok- ann og sá að hann var all búst- inn svo ég giskaði á tvö þús- und kall. — Þið karlmennirnir fylgist ekki mikið með verðlaginu. Það fóru allir matarpeningarn- ir í þetta. Pokinn kostaði tíu þúsund. Þið karlarnir vitið ekkert um heimilishald og hvað það kostar og svo haldið þið að þið getið rekið heilt sveitarfélag af viti. Ég fann að það var óveðurs- ástand í Boggu minni enda var hún líka að koma af stjórnar- fundi í kvenfélaginu. Þeir hafa aldrei verið róandi fyrir Boggu. Hún slengdi fati með tjúkandi kjötbollum á borðið. — Það var tilboðsverð á kjöthakki í kaupfélaginu því það þorði enginn að kaupa það, rausaði Bogga án þess að lækka róminn. — En heldurðu að það sé óhætt að éta það? spurði ég og sá fyrir mér allar fréttamynd- irnar í sjónvarpinu um óætt kjöthakk og baneitraða gerla og ég veit ekki hvað. — Þetta er fullgott í kjaftinn á þér, sagði Bogga og var eins °g þrumuský í framan. Ég velti fyrir mér hvort Bogga væri reið út í mig eða hvort það bara bitnaði á mér að hún væri reið út í ríkis- stjórnina og verðlagið. - Þú verður að skaffa meiri heimilispeninga, sagði Bogga. — Það þýðir ekkert fyrir þig að haga þér eins og nirfill. Nú rann upp fyrir mér að hún væri reið út í mig. Það var eitthvað í aðsigi. Svo hélt Bogga áffarn: — Hvernig er það eiginlega, hafa ekki hreppsnefhdarlaunin hækkað nýlega, kannski án þess að maður fái að fylgjast með? Mér fannst skynsamlegast að hafa hægt um mig eins og á stóð og þagði. Það varð vand- ræðaleg þögn nokkra stund en svo bætti Bogga við: — Það hækkar allt nema það sem maður á að nota til matar- kaupa fýrir heimilið. Ég tók þegjandi upp veskið og lagði fimm þúsund kall á borðið. Fyrst lét Bogga eins og hún sæi þetta ekki en svo sá ég að hún gaut augunum út und- an sér og á fimm þúsund kallinn. Það bjó eitthvað meira undir. — Maður getur ekkert orðið veitt sér í þessu árferði. Fyrir sunnan fara bara aliir í stræk en hér er ekkert svoleiðis hægt. — Ég fann á mér að Bogga mildaðist svolítið yfir fimm þúsund kaliinum en það var eitthvað fleira sem var í aðsigi. Bogga byrjaði alltaf svona með gassa þegar þær höfðu verið að bræða eitthvað með sér í kven- félaginu. Skyldi þær vanta meiri peninga í kirkjuna eða barnaheimilið úr sveitarsjóðn- um? En svo kom það: — Þær í kvenfélagsstjórn- inni eru búnar að leigja bústað í Hollandi í þrjár vikur og það geta víst allar farið nema ég. Annars er þetta tilboðsverð. Þarna kom það. Á tilboðs- verði eins og kjöthakkið í kaupfélaginu. Bogga mín hafði bara verið að búa til rétta and- rúmsloftið með því að fjasa um verðlagið og matarpeningana. Ég hef líklega verið niðurlútur á meðan á þessum umræðum stóð en ég fann að Bogga horfði rannsakandi á mig. Það rann margt í gegnum hugann og ég vissi með sjálfum mér að nú væru góð ráð dýr. Það mundi fátt til varnaðar verða. í huganum bölvaði ég bæði kvenfélaginu og ríkisstjórninni sem mér fannst vera upp- spretta allra minna vandræða. Upphátt þorði ég ekki að segja neitt. Það er ekki að spyrja að því að á þessum svokölluðu stjórnarfundum í kvenfélaginu þá byrja þær á því að tala um kúgun kvenna og jafhréttisbar- áttu. Þær tala um harðýðgi karla og konur sem eru ríg- bundnar í eldhúsinu og kom- ast aldrei út fyrir hússins dyr. Það er rætt um óstjórn karla og vandræðagang á öllum svið- um en þær setja sig ekki inn í þau vandamál sem við eigum sýnkt og heilagt við að stríða. Laun heimsins eru vanþakk- læti. Það vildi svo til að ég var nýbúinn að fá hreppsnefndar- launin fýrir fýrsta ársfjórðung- inn. Ég tók upp veskið á ný og taldi ffarn nokkra fimm þús- und kalla. Þar með var umbun- in fýrir stritið í pólitíkinni rok- in út í veður og vind. Það glaðnaði heldur yfir Boggu minni. - Ég vissi að þú varst ekki sá versti, sagði hún og vöðlaði saman seðlunum og stakk þeim inn á sig niður á milli brjóstanna eins og hún væri hrædd um að ég tæki seðlana af borðinu aftur. Bogga tók diskana af borð- inu og var ósjálfrátt farin að raula fyrir munni sér. — Við verðum sjö saman í 3ja herbergja búngaló, sagði Bogga. Ég mátti svo sem vita það að þær væru þegar búnar að panta ferðina. Skyldu hinar kerlingarnar fara eins að og þessu heima hjá sér? Það má Guð vita. - Var ekki allt í lagi með kjöthakkið, góði? — Ég er ekki búinn að fá í magann enn, ansaði ég. Bogga lagði dúk á borðið áður en hún kom með kaffið en það hefur hún ekki gert síð- an á brúðkaupsafmælinu í fyrra. Lífið á sína dimmu daga og þá er ekki alltaf við ríkisstjórn- ina að sakast. Verðbólga og dýrtíð er svo sem nógu slæmt ástand og maður er varnarlaus í svoleiðis árferði. En það er fleira sem maður er varnarlaus fyrir og þá finnur maður til umkomuleysis og vanmáttar. Þó maður þyki harður í pólitíkinni og slyngur í hreppsnefndarmálunum, jafh- vel harður í horn að taka ef á þarf að halda, þá má maður sín stundum lítils heima fýrir. Og svo er talað um jafhréttisbar- áttu. Jafnrétti fyrir hverja? Bogga mín var nú alveg búin að gleyma háa verðlaginu t kaupfélaginu og matarpening- unum og hafði tekið upp gleði sína á ný. Hún var farin að þurrka rykið af stofuborðinu og raulaði fýrir munni sér slagarann ffá sokkabandsárun- um: „Suður um höfin... Svona hef ég aldrei verið kúskaður í hreppsnefndinni því ég fann til ósigurs og ég hugsaði með mér að köld eru kvennaráð. □ 8.TBL. 1989 VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.