Vikan


Vikan - 20.04.1989, Qupperneq 38

Vikan - 20.04.1989, Qupperneq 38
BÖRM UPPÁHALDSBARNIÐ ÞÝÐING: SIGRÚN HARÐARDÓTTIR Iíf þitt þarf ekki endilega að vera í rúst þótt þú hafir alist upp í skugga systur J eða bróður sem var í uppáhaldi hjá foreldrum þínum. Kona sem ég þekki kynnti alltaf dætur sínar fyrir fólki á sama hátt: „Þetta er fallega dóttir mín og þetta er gáfaða dóttir mín.“ Klókindi hennar fólust í því að hún lét það greinilega skína í gegn að í hennar augum væru gáfúr mun mikilvægari en fegurð. Utanaðkomandi fólki fannst þetta sniðugt. En stelpurnar féllu inn í myndina. Sú „fallega" hætti að læra heima, gekk í harða klíku í skólanum og hafa fúllorðins- árin einkennst af eftirsókn í falleg föt og nýjar hárgreiðslur. Sú „gáfaða" fór að fyrir- líta útlitið, hæddist að förðun og tísku og varð á fúllorðinsárum einmana gáfna- snobb. Gert upp á milli Það er einhver sársaukafyllsta reynsla lífsins að alast upp í þeirri trú að bróðir eða systir séu meira metin af foreldrunum. Þetta gerist þó í óteljandi fjölskyldum. Foreldrar geta gert mismikið upp á milli systkina, allt ffá því að eitt barnið sleppi alltaf við uppvaskið til þeirrar bitru reynslu að eitt barnið fái fleiri jólagjafir en bróðir eða systir sem er ekki í jafh miklu uppáhaldi. Katrín fer enn tár í augun þegar hún minnist jólanna þegar hún var 11 ára, þótt 25 ár séu liðin ffá þeim atburði. Fjölskyld- an hafði þá litla peninga milli handanna, svo hún var ekki hissa á því þegar hún sá aðeins handfylli af litlum gjöfúm til sín undir trénu. En þá sá hún gjafirnar til þriggja ára bróður síns. Það voru tvær stórar hrúgur. Þar sem henni hafði verið kennt, með hörku, að litlar stelpur gera ekki veður út af hlutunum, þá barðist hún við sársaukann og sagði móður sinni að hún væri lasin. Hún eyddi kvöldinu í rúm- inu, óhamingjusöm á þann hátt sem aðeins lítil valdalaus börn geta orðið. Þessi jól voru upphafið að martröð sem skyggði á unglingsár Katrínar og sem hef- ur valdið því að foreldrar hennar, sem nú eru á eftirlaunaaldrinum, sjá ennþá fyrir 28 ára gömlu „barni" sínu. Katrín, sem er 35 ára aðstoðarmaður tannlæknis, segir að hún og eldri systir hennar hafi verið afskaplega ánægðar áður en Pétur feddist. „Peningar voru ekki miklir svo ekki var mikið um gjafir," segir hún. „Faðir minn lék sér aldrei við okkur. Hann var rithöfundur og algerlega niður- sokkinn í skrifin. Svo þegar ég var 8 ára feddist bróðir minn og allt breyttist. Allt í einu var pabbi ekki lengur of upptekinn til þess að leika sér í bamaleikjum eins og við höfðum alltaf viljað að hann gerði með okkur, og Pétur fékk endalaust leikföng. Ekki vegna þess að hann væri þægur og góður, sem hafði alltaf verið skilyrði sem okkur systrunum voru sett, heldur af því að hann heimtaði þau.“ Sárin sem aldrei gróa Sárin sem verða eftir að foreldrarnir gera upp á milli barna sinna gróa oft alls ekki með tímanum. Þegar fólk er orðið fúllorðið getur það auðvitað snúið baki við þeim sem særðu þau og ollu þeim von- brigðum. Og þetta er sú lausn, sem flest fómarlömb slíkrar hegðunar grípa til. En á sama hátt og tunglið virðist sigla samferða manni þegar ekið er í bifreið þá loðir þessi reynsla við. Hún getur eitrað samskipti innan fjölskyldunnar, eyðilagt sjáfsöryggi, leitt til þunglyndis og þótt fómarlömbin reyni yfirleitt allt til þess að fara ekki eins með börnin sín þá getur þetta mynstur endurtekið sig í næstu kynslóð. Margrét, 42 ára fasteignasali, upplifði óþolandi kringumstæður í æsku. Það var ekki bara að móðir hennar héldi opinber- lega meira upp á bræður hennar tvo, held- ur bjuggu þeir í öðm landi. „Ég ólst upp við það að finnast ég vera skussaverðlaun. Myndimar af þeim vom alltaf á áberandi stað, en sú eina sem til var af mér var höfð á bak við eitthvað." Rætur þessa skammarlega ástands lágu í því að móðir Margrétar missti forræðið yfir eldri bömum sínum eftir skilnað. „Pabbi þeirra sannferði dómarann og flutti síðan með þá til útlanda. Mörgum ámm seinna, þegar þeir komu til landsins í heimsóknir, átti ég að þjóna þeim algjör- lega. Ég keyrði einu sinni alla leið að norð- an til þess að sækja annan þeirra. Ég var á gömlum, höstum bíl, svo ferðalagið var vægast sagt óþægilegt. Þegar við komum heim lét móðir mín bróður minn sofa í rúminu mínu og skipaði mér að sofa á stofúgólfinu." Margrét feddist eftir leynilegt samband móður hennar við erlendan ferðamann. Fyrstu sex ár ævi sinnar var hún í fóstri. Eftir það lýsir hún ævi sinni sem langri baráttu við að vinna álit móður sinnar. „Tilfinningalegt vald hennar yfir mér ent- ist þar til hún dó og jafhvel lengur. Hún kom aldrei inn í herbergið mitt til þess að kyssa mig góða nótt. Ég hefði getað hætt að anda án þess að hún tæki eftir því.“ Þegar Margrét skildi sjálf var hún þess meðvituð að hún gæti verið að endurtaka söguna. „Þótt ég hafi haldið fast í dóttur mína þarf ég að berjast við sjálfa mig til þess að endurtaka ekki fyrirbærið, þ.e. að hlaða reiðinni yfir misheppnuð hjóna- bandið á bamið. Það er greinilega ekki sama líkamlega nálægðin miUi okkar (hún er 12 ára) og mín og tveggja ára gamaUar systur hennar. Gagnvart þeirri litlu finn ég streyma ffá mér fýrirhafnarlausa hlýju. Ef. eldri dóttir mín vill fá faðmlag þá biður hún um það, en ég veit að ég er svolítið stíf.“ Röðin í systkinahópnum Það eru margar kenningar til um það hvemig bam þjáist mest af skorti á athygli foreldra og einnig um það hvers vegna sumir foreldrar gera upp á milli barna sinna. Sumir halda því firam að miðbarnið af þremur finni líklega til skorts á sjálfsvit- und, þar sem það er hvorki ffumburður né litla barnið. Aðrir halda því fram að elsta bamið þjáist oft þegar næsta bam kemur í heiminn. Það er miður að lítið er um að rannsóknir hafi farið fram á þessu. Sú skýr- ing er gefin á mismunun á bömum að hún sé persónuleg reynsla. Hana er ekki hægt að staðfesta vegna þess að flestir foreldrar mótmæla heiftarlega allri mismunun firá sinni hendi. Kenningin segir þess vegna að ógerlegt sé að gera vísindalegt mat á fýrir- bærinu. Sérffæðingar þeir sem hafa fórnarlömb- in til meðferðar em hins vegar ekki í vafa um það að fyrirbærið sé til og þeir benda á að sams konar áhrifamynstur finnist í persónuleika fórnarlamba, þ.e. skortur á sjálfetrausti, löngun til að þóknast hvað sem það kostar, skortur á getu til þess að tjá reiði og tregða til að gagnrýna. Það sem hefúr verið rannsakað er hvort röðin sem börnin feðast í hafi áhrif á upp- vöxt þeirra og jafhvel á atvinnugreinarnar sem þau velja sér. Eldri systkinum þykir oft mikilvægt að leggja hart að sér við vinnu og velja sér hefðbundin störf eins og bókhald, lögffæði eða tannlækningar. Yngri böm em líklegri til að vera frjálsleg og rólynd og þau velja sér frekar störf sem hafa yfir sér einhvern ljóma, eins og rit- störf eða leiklist. Sumar þessar niðurstöður snerta mis- munun, vegna þess að sálffæðingar hafa komist að því að elsta baminu finnst off sem því sé ýtt til hliðar við komu annars bams. Það hegðar sér þá á ákveðinn hátt til þess að ganga í augun á foreldmm sín- um og afla sér aftur þeirrar athygli sem því finnst það hafa glatað. Þetta hefúr sína kosti og til er fólk sem heldur því ffam að það eigi velgengni sína í lífinu því að þakka að það var ekki í uppáhaldi hjá mömmu sinni. Mismununin getur styrkt persónuleikann Lilja, sem er í góðri stöðu hjá útgáfu- fýrirtæki, trúir því fastlega að mismununin sem hún varð fyrir í æsku hafi ýtt við henni að verða að einhverju í lífinu. Síðan þær urðu fúllorðnar hafa hlutverk hennar og systur hennar snúist við. Nú em foreld- rarnir hreyknastir af henni, þar sem hún 36 VIKAN 8. TBL. 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.