Vikan


Vikan - 20.04.1989, Page 43

Vikan - 20.04.1989, Page 43
5MA5AGA ingarnar eru óþolandi rakar. Þær eru þakt- ar saltpétri og mjög óhollar. — Förum samt. Kvefíð e'r ekkert telj- andi. Amontillado! Þú hefúr verið gabbað- ur. En hvað Luchesi viðvíkur, þá þekkir hann ekki sundur Sherry og Amontillado. Að svo mæltu tók Fortunato í handlegg mér. Ég setti svarta silkigrímu fyrir andlit- ið, sveipaði kápunni um mig, og lét hann teyma mig til hallar minnar. Það var ekkert þjónustfólk heima. Það hafði allt laumast burt til þess að taka þátt í hátíðahöldunum. Ég hafði sagt því, að ég kæmi ekki heim fyrr en með morgninum, og hafði stranglega bannað því að hreyfa sig úr húsinu. Þessi skipun vissi ég, að var nægileg trygging þess, að allir hyrfu um leið og ég hafði snúið við þeim bakinu. Ég tók tvö blys úr stjökum sínum, fékk Fortunato annað, og vísaði honum gegn um nokkra sali, að steinboganum, sem lá að hvelfingunum. Ég gekk niður langan, snúinn stiga og bað hann að koma gætilega á effir. Að lokum komum við niður og stóðum í saggalegum grafhvelfingum Montresor-ættarinnar. Gangur vinar míns var óstöðugur, og bjöllurnar í húfúnni hans hringdu við hvert spor. — Hvar er tunnan? spurði hann. — Hún er lengra inni, sagði ég. — En sérðu hvítu nálarnar, sem glitra hérna á veggjunum? Hann sneri sér að mér og horfði á mig með sljógum augunum, sem voru vot af drykkjuskap. — Er þetta saltpétur? spurði hann að lokum. — Já, saltpétur, svarði ég. — Hve lengi hefirðu haft þennan hósta? — Ughu! Ughu! Ughu; — Ughu! Ughu! Ughu! Ughu! Ughu! — Ughu! Ughu! Vesalings vinur minn gat ekki svarað í margar mínútur vegna hóstans. — Þetta er ekkert, sagði hann að lokum. — Komdu, sagði ég í ákveðnum róm. — Við skulum snúa aftur. Heilsa þín er dýrmæt. Þú ert ríkur og nýtur virðingar, aðdáunar og vinsælda. Þú er hamingjusam- ur eins og ég var einu sinni. Þín yrði saknað. Með mig gerir það ekkert til. Við skulum snúa aftur. Ég vil ekki verða til þess, að þú veikist. Og svo er líka Luchesi. — Nóg um það, sagði hann. — Hóstinn er ekkert teljandi. Hann drepur mig ekki. Varla á það fyrir mér að liggja að deyja úr hósta. — Nei, satt er það, svaraði ég. — Og vissulega ætlaði ég ekki að hræða þig að óþörfu. En þú ættir að viðhafa alla skynsamlega varúð. Einn sopi af þessum Medoc mun vernda þig fyrir rakanum. Ég tók flösku úr langri röð og braut af henni stútinn. — Drekktu, sagði ég og rétti honum vínið. Hann hikaði við og kinkaði kolli til mín kumpánlega, svo að bjöllurnar hringdu. — Ég drekk skál hinna dauðu, sem hvíla hér í kringum okkur, sagði hann. — Og ég fyrir löngu lífi þínu. Hann tók aftur í handlegg minn og við héldum áffam. — Þessar hvelfingar eru víðáttumiklar, sagði hann. — Montresor-ættin var einu sinni fjöl- menn og mikil ætt, svaraði ég. — Ég er búinn að gleyma skjaldarmerk- inu ykkar. — Það er gylltur mannsfótur á bláum grunni. Fóturinn traðkar á nöðru, en höggtennur hennar eru á kafi í hælnum. — Og kjörorðið? — „Nemo me impune lacessit!" (Enginn móðgar mig óhegnt!) — Ágætt! sagði hann. Vínið glampaði í augum hans, og bjöllurnar hringdu. Vínið örvarði einnig hugmyndaflug mitt. Við gengum framhjá löngum veggjum, þar sem beinahrúgur lágu í röðum, en á milli þeirra kútar og tunnur, inn í innstu rang- f*að var í rökkrinu, kvöld nokkurt, þegar kjötkveðjuhátíðin stóð sem hæst, að ég hitti vin minn. - Hann heilsaði mér venju fremur hjartanlega, því að hann hafði drukkið mikið. Hann var klæddur eins og hirðfífl, í þröng, röndótt föt, og á höfðinu hafði hann háa, uppmjoa húfu með bjöllum. Ég var svo feginn að hitta hann, að ég ætlaði aldrei að geta sleppt hendi hans. hala hvelfinganna. Ég nam staðar aftur og áræddi að grípa um handlegg Fortunatos. — Sérðu saltpéturinn, sagði ég. - Hann eykst stöðugt. Hann hangir eins og mosi á veggjunum. Við erum komnir undir árfar- veginn. Rakinn drýpur af beinunum. Komdu, við skulum snúa við, áður en það er of seint. Hóstinn, sem þú hefur... — Það er ekkert, sagði hann. - Höldum áffam. En gefðu mér fyrst annan sopa af Medoc. Ég braut stútinn afflösku af De Grave og rétti honum. Hann saup úr henni í einum teig. Augu hans glömpuðu tryllingslega. Hann hló og henti flöskunni upp í loff með tilburðum, sem ég hafði aldrei séð áður. Ég horfði undrandi á hann. Hann endur- tók hreyfinguna. Hún var mjög einkenni- leg. — Þú skilur ekki? sagði hann. — Nei, svaraði ég. — Þú ert þá ekki í bræðralaginu? — Hvaða bræðralagi? - Þú ert ekki frímúrari? - Jú, jú, sagði ég. Jú, jú. — Þú, ffímúrari? Nei, ómögulegt. — Jú, ég er ffímúrari, sagði ég. — Sýndu merki, sagði hann. - Sýndu merki. — Það er þetta, svaraði ég og tók múr- skeið undan kápunni. - Þú ert að gera að gamni þínu, sagði hann og hopaði nokkur skref undan. - En höldum áfram að amontillado-fatinu. - Gerum það, sagði ég, og setti múr- skeiðina aftur undir kápuna, og bauð hon- um arminn. Hann lagðist þungt á hann. Við héldum áffam að leita að tunnunni. Við gengum gegn um nokkra lága stein- boga, niður tröppur, héldum áffam, og niður aðrar tröppur og komum loks niður í djúpa hvelfingu, þar sem loftið var svo vont, að litlu munaði, að blysin slokknuðu. Við innsta enda hvelfingarinnar kom í ljós önnur minni. Fram með veggjunum hafði verið raðað mannaleifúm, alveg upp að lofti, eins og í grafhvelfingunum í París. Þrjár hliðar innri hvelfingarinnar voru ennþá þannig skreyttar, en ffá þeirri fjórðu höfðu beinin verið rifin niður. Lágu þau hingað og þangað á gólfinu og mynd- uðu á einum stað talsvert stóra hrúgu. í veggnum, sem þannig kom í ljós, þegar beinin voru farin, sáum við enn eina hvelf- ingu eða skonsu, sem var rúmur metri á dýpt, tæpur metir á breidd og um það bil tveir metrar á hæð. Hún virtist ekkert hlut- verk hafa í sjálfu sér, en var aðeins bil á milli tveggja hinna geysiþykku súlna, sem báru þakið uppi, en einn vcgginn myndaði þykkur ysti veggur hvelfinganna, sem var úr granít. Fortunato lyfti daufu blysinu og reyndi árangurslaust að skyggnast inn í skotið, en í glætunni sást ekki, hve djúpt það var. — Haltu áffam, sagði ég. — Víntunnan er þarna inni. Hvað Luchesi viðvíkur... — Þá er hann aulabárður, greip vinur minn ffam í, um leið og hann skjögraði áfram, með mig alveg á hælum sér. Á næsta augnabliki var hann kominn að veggnum, rak sig á hann og stóð ruglaður og skildi ekki neitt í neinu. í einni svipan hafði ég fjötrað hann við granítvegginn. í honum voru tveir járnhringir í rúmlega hálfs metra fjarlægð hvor lfá öðrum lárétt. í öðrum þeirra hékk stutt keðja, en lás í hinum. Hann var allt of undrandi til að veita mót- stöðu. Ég tók lykilinn úr lásnum og steig út úr skotinu. — Þreifaðu á veggnum, sagði ég. — Þú hlýtur að finna saltpéturinn. Það er sannar- lega mjög hráslagalegt hér. Ég bið þig enn einu sinni um að snúa við. Þú vilt það ekki? Þá hef ég ekki önnur ráð en að skilja þig eftir. En fyrst verð ég að hlúa eins vel að þér og ég get, og svo snaraði ég mér úr jakkanum. - Víntunnan! hrópaði vinur minn, sem ekki hafði áttað sig enn. — Víntunnan, svaraði ég. — Alveg rétt. Ég var að bjástra við beinin, sem ég minnt- ist á áðan. Ég fleygði þeim til hliðar, og brátt kom í Ijós hrúga af múrsteinum og steinlími. Með þessu hvorutveggja og múr- Frh. á bls. 55 8. TBL 1989 VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.