Vikan


Vikan - 20.04.1989, Side 45

Vikan - 20.04.1989, Side 45
GÆLUDÝRIM TEXTI: FRlÐA BJÖRNSDÓTTIR MYNDIR: DEREK WHITEHOUSE Iengst af hafa heimilisdýrin okkar, kettirnir og hundarnir, orðið að láta sér nægja að lifa á afgöngum, sem á fallið hafa af borðum húsbænd- anna. Við og við hefúr þó verið soðið ýsu- flak fýrir köttinn og hundurinn hefur feng- ið kjötbita til hátíðabrigða en þar við hefur setið, því fáir hafa leitt að því hugann að ef til vill þurfa dýrin fjölbreyttari mat rétt eins og mannskepnan til þess að tryggja að þau fái öll nauðsynleg bætiefhi. Alllangt er þó síðan farið var að huga að mataræði heimilisdýranna úti í hinum stóra heimi og þar eru verksmiðjur sem ffamleiða ekkert annað en mat fyrir gælu- dýr og meira að segja rannsóknastöðvar sem rannsaka daginn langan á hverju hundar, kettir og fúglar þrífast best. Fyrir skömmu brá blaðamaður Vikunnar sér til London og heimsótti þá í leiðinni eina af verksmiðjum Pedigree Petfoods og sömuleiðis Waltham Centre - rannsókna- stöðina sem fýrirtækið rekur skammt frá Grantham utan við London. Þar eru yfir tvö hundruð hundar, einir 400 kettir og á þriðja hundrað fúglar, sem lifa á Pedigree- framleiðslunni. Fylgst er náið með þroska þeirra og vellíðan og niðurstöðurnar síðan hafðar til hliðsjónar við ffamleiðslu gælu- dýramatarins. Matur fyrir milljónir hunda, katta og fugla Pedigree Petfoods er stærsti framleið- andi heimilisdýramatar í Bretlandi og dag- lega étur stór hluti þeirra 6,4 mUljóna hunda, 6,2 milljóna katta og 1,8 milljóna fúgla, sem eru á heimilum Englendinga, einhverja af framleiðsluvörum fyrirtækis- ins, en þær eru t.d. Pedigree Chum, Chappie og Pal hundamatur, Kitekat og Whiskas kattamatur og Trill fuglafóður, allt velþekktar vörur hér á landi. Fyrir rúmum fimmtíu árum hóf starf- semi sína fyrirtæki sem nefndist Chappel Brothers, fyrirrennari Pedigree Petfoods, og hóf þegar að ffamleiða Chappie hunda- matinn og Kitekat kattamatinn. Ýmsar breytingar hafa orðið á rekstrinum síðan og nú eru ffamleiddar fimm milljónir dósa af gæludýramat á dag hjá Pedigree. Hráefh- ið í matinn kemur víða að og fram til 1982 seldum við íslendingar Bretum meira að segja kjöt í framleiðsluna og enn kemur fiskur ffá íslandi sem notaður er í matinn. Það var sannarlega athyglisvert að ganga í gegnum Pedigree-verksmiðjuna, en þó þótti mér enn merkilegra að skoða Walt- ham Centre - Rannsóknastöðina sem er á 200 ára gömlu sveitasetri þar sem upp- runalegu íbúðarhúsin og útihúsin eru not- uð undir starfsemina auk þess sem miklar byggingar hafa verið reistar þarna að auki. í rannsóknastöðinni eru einar tíu til tólf tegundir hunda, allt ffá Great Dane niður í Dachshunda og púðla. Tveir og tveir hundar eru hafðir saman í bás eða stíu, sem er rúmgóð, hrein og björt. Endurbæt- Maturinn skammtaður. ur á hundahúsunum stóðu yfir er mig bar að garði og alls staðar var verið að lækka veggina fýrir framan stíurnar og stækka glugga til þess að gera umhverfi dýranna sem bjartast og best. Leiðsögumaður minn sagði að ástæðulaust væri að hafa skilrúm- in há, því hundarnir gerðu ekki tilraun til þess að komast fram úr básunum sínum. Þeir geta hins vegar farið út þegar þá lystir og fyrir utan húsin eru græn tún og þar fá hundarnir að hreyfa sig að vild. Þeir fá líka mikla þjálfún og fara á hlýðninámskeið rétt eins og dýr á venjulegum heimilum. Hundarnir eftirsóttir En hundarnir eyða ekki allri ævinni í Waltham Centre. Eftir ákveðinn tíma er þeim leyft að fara út í lífið, ef svo mætti segja, og mikil eftirspurn er eftir hundum frá rannsóknastöðinni. Þetta eru allt hreinræktaðir og velættaðir hundar. Hins vegar var mér sagt, að þeir fengju ekki ætt- bókarskírteini, vegna þess að mikil skrif- finnska og fyrirhöfn fylgir slíku og einnig kostnaður ef breska hundaræktarfélagið er látið skrá hundana. Af þessu sökum eru þeir ekki seldir heldur gefnir og aðeins til valinna heimila. Kettirnir búa í stórum kattaherbergjum, 20 til 30 saman í hóp. Vel er búið að köttunum og þeir geta fúllnægt þörf sinni fyrir að kliffa og klóra og svo geta þeir líka brugðið sér út fyrir eins og hundarnir. Það hvarflaði að mér að dýr sem væru svona innilokuð hlytu að verða grimm, en leið- sögumaðurinn brá sér inn í eitt kattaher- bergið og var ekki fyrr kominn inn en kett- irnir hópuðust að honum, neru sér við fæt- Skyldi kisa hafa þyngst hæfileg? ur hans og virtust hinir vinalegustu og kunnu vel að meta þegar hann lét vel að þeim og tók þá upp. Hann sagði mér líka, að í raun væru þessir kettir ekki minna í návist mannfólksins en kettir á mörgum heimilum. Starfsfólkið er að sjálfsögðu mikið með dýrunum, bæði köttum og hundum, og sinna þeim vel, því þau eru vegin og mæld með jöfhu millibili og fýlgst er með heilsu þeirra auk þess sem þau eru böðuð og snyrt eftir þörfúm. Ekki finnst öllum það sama gott Mataræðið skiptir miklu máli í Waltham Centre. Það er stöðugt verið að búa til nýj- ar og nýjar uppskriftir og mat og jafnframt er kannað hvort bragðið fellur dýrunum og hvort næringarefnaleg samsetning matarins er rétt. Hvolpar og kettlingar byrja þarna að borða gæludýramatinn þeg- ar þeir eru komnir af spena og þó ekki orðnir eldri en tólf vikna og það er eins með dýr og menn, þeim þykir ekki allur matur jafngóður. Til þess að kanna hvað flestum fellur eru nokkrar skálar með mis- munandi blöndum settar fyrir dýrin og vídeómyndavélar nema alla hegðan þeirra. Til þess að fyrirbyggja að valið stafi af fyrirframtilkominni eða ákveðinni venju, t.d. að dýrið snúi sér alltaf að skálinni til vinstri ffernur en þeirri til hægri, eru matarskálarnar færðar til eftir föstum regl- um og við það kemur í ljós eftir hvaða mat helst er sóst. Hver tilraun getur tekið nokkrar vikur eða jafnvel mánuði og taka þátt í henni tveir eða fleiri samanburðar- hópar og að sjálfsögðu fylgjast dýralæknar nákvæmlega með dýrunum og rannsaka þau reglulega. Pedigree Petfoods stundar mikla kynn- ingar- og fræðslustarfsemi. Sérfræðingar fyrirtækisins hafa samband við ræktendur eftir því sem óskað er og kynna þeim nýj- ungar. Gefið er út ritið Pedigree Digest sem kemur út ársfjórðungslega og flytur ýmsan fróðleik og auk þess hefúr Pedigree Petfoods látið semja mikið af bæklingum um hunda, ketti, fugla og fiska þar sem fólk getur ffæðst um hvernig best er að annast og ala þessi dýr upp, bæði dýrunum og eigendunum til góðs. 8.TBL. 1989 VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.