Vikan


Vikan - 20.04.1989, Síða 47

Vikan - 20.04.1989, Síða 47
HJOMABAND Halldóra, sem var 27 ára þegar hún gift- ist Jóni (hann var nítján árum eldri), átti ekki í neinum vandræðum með þetta. „Mér fannst auðvelt að aðlaga mig vinum hans þrátt fyrir það að mikill aldursmunur væri á okkur. Við höfúm sömu áhugamál- in, ég hef gaman af góðum samræðum og góðum mat og mér finnst ekkert atriði að fara á diskótek. Sumum vinum mínum líð- ur hins vegar ekki of vel í návist hans og mig grunar að það sé af því að hann er miklu eldri og nýtur mikillar velgengni í starfi." Guðrún hefúr aftur á móti átt í meiri vandræðum með ástandið en Halldóra. „Margir af vinum Stefáns vilja vera vinir hans og fyrrverandi eiginkonunnar og vilja ekkert með mig hafa,“ sagði hún. Henni finnst erfitt að eiga við þetta og hefur til- hneiginu til þess að verða sár og draga sig í hlé, svo springur hún út af einhverju smáatriði seinna. Guðrún gæti haft gott af námskeiði í sjálfstrausti og tjáningu fyrir konur. Hún gæti lært þar að tjá þarfir sínar án þess að fá samviskubit eða vera hrædd. Annað hvort gætu þau hjónin hitt vini sína í sitt hvoru lagi, eða seinni konan hitt vini sína á meðan maðurinn hennar heimsækir börnin sín ffá fyrra hjónabandi. Að hitta fjölskylduna Vandræðin sem geta skapast af því að hitta vini eiginmannsins eiga líka við um það að hitta fjölskyldu hans, þótt þér gæti fúndist mikilvægara að fjölskyldu hans líki við þig en vinum hans. Guðrún segir: „For- eldrum Stefáns finnst ég ekki standast samanburð við Möggu. Þegar ég hitti þau fyrst voru þau afskaplega leiðinleg við mig, en ég hugsaði bara með mér að ég þyrfti ekkert að umgangast þau.“ Ef þú átt erfiða tengdaforeldra getur það hjálpað að þú temjir þér hlutlausa afstöðu (og það getur verið hræðilega erfltt), því það veitir þér vissa vörn. En leyfðu þeim ekki að brjóta niður sjálfsvirðingu þína. Hjálp gæti verið í því að fá manninn þinn til liðs við þig. Ef hann getur sagt í léttum tón: „Svona, mamma, nú er nóg komið," þá sýnir hann foreldrum sínum á kurteisan hátt með hverjum hann stendur. Hafðu hemil á afbrýðiseminni Með því erfiðara sem þarf að takast á við í sambandi við fýrra hjónaband mannsins þíns er að líklega voru margar góðar stundir í því líka. Halldóra segir: „Stundum verð ég að taka mig á til þess að verða ekki afbrýði- söm. Auðvitað eru minningar. Jón er nítj- án árum eldri en ég og var giftur í fjórtán ár, svo að hann gerði margt í fyrsta sinn með konunni sinni. Einu sinni vorum við úti að versla og hann byrjaði að rifja upp atvik þar sem þau fóru út um allan bæ í leit að steikarpönnu. Ef ég væri óörugg og við- kvæm gæti þetta verið erfltt. En ég hugsa bara með mér að við hljótum að finna ann- að sem við getum gert saman í fýrsta sinn. Það þýðir ekkert að fara í fýlu eða byrja rifrildi með því að segja: „Þú skalt ekki minnast á þetta að mér viðstaddri." Ég var vön að segja ekki neitt þar til ég fengi tæki- fáeri til þess að ræða málið, og svo sagði ég til dæmis: „Ég veit að þú meinar ekkert illt með því, en gætirðu kannski hætt að rifja upp minningar þínar með Jónínu?" Ofit sá hann mikið eftir þessu og sagði að hann hefði ekki gert sér grein fýrir því að mér liði þannig." Halldóra segir að viðhorf sitt hafi þrosk- ast síðan hún giftist Jóni, enda hefúr hún hugsað mikið og lagt sig fram. „Fyrst var ég svolítið spæld að hann skyldi enn hafa samband við fýrrverandi konu sína. Ég velti fýrir mér hvers vegna hún væri enn hluti af lífi hans úr því að hjónabandið væri dautt. Svo gerði ég mér grein fýrir því að það væri barnaskapur að halda að allt hefði verið klappað og klárt við skilnað- inn, séistaklega vegna þess hve áhugasam- ur Jón er um uppeldi barna sinna." Halldóra gerði sér mjög fljótt grein fýrir því að vandamál kæmu upp í tengslum við fyrra hjónaband Jóns. Það er ekki hægt að horfa ffamhjá fjárhagslegum og tilfinninga- legum afleiðingum. En með því að taka sig meðvitað á tókst henni að meðhöndla ástandið rétt. Kvikindislegur samanburður Stefán hefur tilhneigingu til þess að leika sér að Guðrúnu og stundum ber hann hana saman við fýrri konuna. „f vik- unni sem leið komu nokkrir af vinum hans í mat. Ég var að elda og var komin í nokk- urt uppnám. Hann sagði að Magga (fyrri konan hans) hefði getað gert þetta með báðar hendur bundnar fýrir aftan bak. Auðvitað er þetta í fýrsta lagi ekki ffam- kvæmanlegt og í öðru lagi kemur það mál- inu ekkert við. Ég held að Stefán skilji ekki hvað vinnan mín er stressandi og þar að auki hef ég ekki eins góðan tíma og Magga sem er að mestu leyti heimavinnandi." Þegar þetta gerist er mikilvægt að ræða málið við manninn sinn. Ekki horfa ffam hjá því og vona að það lagist að sjálfu sér. Reyndu að forðast árásargirni og reyndu að leiða rök að máli þínu. Til dæmis gæti Guðrún þagað og síðan sprungið seinna, eða hún gæti tekið hann afsíðis og útskýrt fýrir honum að hún sé sár og líði illa vegna þessarar athugasemdar. Það bætir ekki úr ástandinu að reyna að leiða það hjá sér vegna þess að innibyrgð reiði safnast upp og ógnar sambandinu, eða þá að konan verður þunglynd. Þegar þetta gerist er ekki ráðlegt að nota ásakanir. f stað þess að öskra: ,Af hverju þarftu að hringja svona off í fýrr- verandi konuna þína?“ sem myndi koma af stað riffildi sem bætti ekki úr neinu, væri hægt að segja sem svo: „Þegar þú hringir í fyrrverandi konuna þína einu sinni í viku verð ég óörugg." Þetta er miklu vænlegra til árangurs, því þá er hægt að fara að ræða um tilfinningar, sérstaklega ef þú gefúr manninum þínum tækifæri til þess að tjá sig um það hvort eitthvað sé í fari þínu sem fari í taugarnar á honum. Það er mikilvægt í öllum samskiptum að vera opinn, en það er lífsnauðsynlegt í seinna hjónabandi vegna aukinna krafha og slæmra ávana sem það hjónanna sem var gift áður gæti hafa orðið sér úti um í fýrra hjónabandi. Það er ósjaldan sem seinni kona spyr sig hvort hún sé ekki líka verri konan. Hún þarf að minna sjálfa sig á að líklega sé farið út í seinna hjónaband af meiri meðvitund en í fýrsta sinn. Ef henni fer að finnast hún ekki eins góð og fyrri konan þarf hún að segja manni sínum frá því, vegna þess að hann gerir sér oft enga grein fýrir því að henni líði þannig. Þegar hann fullvissar hana um að hann elski hana og vilji vera hjá henni losnar hún við fleiri klukku- stunda angist og efasemdir. Stjúpmóðir Það getur verið ákaflega vandasamt fyrir seinni konu að eignast stjúpbörn ef hún á engin börn fyrir. Aðalatriðið er að reyna ekki að ganga þeim í móðurstað og að leyfa þeim ekki að egna þig, manninn þinn og móður þeirra hvert upp á móti öðru. Ein seinni kona leyfði unglingsdóttur mannsins síns að breyta síða ljósa hári sínu í broddaklippta pönkgreiðslu. Þetta var annaðhvort vanhugsað hjá henni eða tilraun til að ógna valdi móður stelpunnar. Hvort sem um var að ræða bætti þetta ekki úr samskiptum fjölskyldunnar. Anna var vel vakandi fyrir gildrunum. „Ég hafði séð mörg seinni hjónabönd í vandræðum út af börnunum, en mér fannst hamingja Péturs mikilvæg, ekki bara vegna þess að ég elskaði hann, heldur vegna þess að stöðugleiki hjónabands okk- ar var háður því að hann væri hamingju- samur. Ég örvaði hann til að eyða sem mestum tíma með börnum sínum og til þess að vera sterkur faðir sem styddi börnin. Mér hefur aldrei fúndist þau ógna mér vegna þess að þau eru þrjú indælis- börn en ekki hræðilegir krakkaormar." Hugarfar Péturs var óaðskiljanlegur þáttur í að byggja upp þessi fjölskyldu- tengsl. Hann gerir ekki hugsunarlaust ráð fýrir því að Anna sé með þau um helgar og hefur útskýrt fýrir börnum sínum að það sé ekki auðvelt fyrir hana að taka að sér „varamömmu“hlutverkið. Vegna þessa vilja táningarnir hans endilega að hann og Anna eignist börn og finnst þeim ekki ógn- að af nýju barni. Anna minnist þess að hún gerðist vinur þeirra sem allra fýrst, svo að það byggðist upp gagnkvæm tryggð þeirra á milli. Að hitta fyrrverandi eiginkonuna Þú hefúr heyrt sögurnar og hefur talað við hana í síma, en hvernig er best að höndla óhjákvæmileg augnablik þar sem 8. TBL. 1989 VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.