Vikan


Vikan - 20.04.1989, Page 56

Vikan - 20.04.1989, Page 56
DULFRÆÐI Frh. af bls. 52 Tsitos kom hennar einstaki persónuleiki fram. Til þess að hægt sé að átta sig á því við hvaða örðugleika Chris átti að etja er rétt að taka fram að það voru ekki þrír ólíkir persónuleikar sem komu fram hjá henni gegnum árin heldur 22 - þrír hverju sinni. Þessir persónuleikar lifðu í henni svo að segja meginhlutann af ævi hennar og rifu hana í sundur, þótt að lok- um tækist að flæma þá burt. Þrátt fyrir að svona heillavænlega tækist til að lokum var erfiðleikum hennar ekki lokið. Sjálf sagði hún frá með þessum hætti: „Hérna var ég, komin á fimmtugs- aldur og hafði ekki einu sinni mennta- skólapróf. Hafði enga sérstaka hæfileika og enga þjálhin til neins. Mig langaði vitan- lega til þess að geta aðhafst eitthvað gagn- legt í lífinu. En ég vissi ekki hver ég var né hvað mig langaði til að verða." En þá gripu örlögin í taumana. Hún átti tvíburasystur sem var í skóla og spurði hana hvort hún gæti ekki haldið fyrirlestra í skólanum fyrir ýmsa bekki og sagt þeim frá sjúkdómi sínum. „Ég svaraði því að ég hefði ekki hugmynd um hvernig maður fáeri að því að tala frammi fyrir áheyrendum þar sem ég hafði verið ein- angruð alla ævi. En satt að segja var þetta ekki það sem ég óttaðist mest. Það vissi enginn nema fjölskylda mín og læknirinn minn að ég var Eva kvikmyndarinnar. Ég var dauðhrædd um að fólk myndi gjörsam- lega hafha mér. En ég ræddi um þetta við dr. Tsitor og hann sagði við mig: „Vertu undir það búin að þér verði hafhað, því heimurinn elskar ekki beinlínis geðveikt fólk. En þó er þetta miklu betra en að þú haldir áffam lífi þínu dauðhrædd um að einhver komist að því.“ Chris ákvað þá að tala um þetta fyrir einn bekk í skólanum. En í stað 15 nem- enda, sem hún hafði vænst að mættu, voru þarna samankomnir um 600 áheyrendur, svo salurinn var troðfullur. Og meðal þess fólks voru jafhvel fulltrúar frá fjölmiðlum. „Ég varð skelfingu lostin," sagði hún. „Ég bókstaflega skalf á beinunum. Ég sagði frá því að ég væri hin raunverulega Eva kvik- myndarinnar Þrjú andlit Evu. Að ég hefði verið sæmilega frísk um skamman tíma og að ég hefði ekki hugmynd um það hvernig ég ætti að fara að því að ávarpa fólk, en ef einhver hefði áhuga á því að vita eitthvað um líf mitt myndi ég svara spurningum um það.“ Þetta gekk ágætlega og þegar þessu var lokið reis fólkið úr sætum sínum og blátt áfram hyllti mig. Ég grét og sumir áheyr- enda grétu,“ sagði Chris. „Mér var það svo óendanlega mikill léttir að þetta skyldi nú ekki vera neitt leyndarmál lengur að ég gat ekki lýst því. Og með þessu varð mér ljóst að ég hafði fengið köllun; að halda áfram að segja sögu mína og bregða með því birtu yfir örðugleika þeirra sem þjáð- ust af geðrænum sjúkdómum." Þetta sama kvöld sagði hún fjölskyldu sinni að það væri ekki lengur neitt leynd- armál að hún væri Eva. „Það eina sem son- ur minn Bobby sagði var: „Ég ætla að segja' þetta tveim bestu vinum mínum." En dótt- ir mín Taffy, sem sjálf hafði eignast eigin fjölskyldu, bað mig um að segja þetta ekki neinum sem ætti heima þar sem hún bjó, því hún vildi ekki draga of mikla athygli að fjölskyldu sinni. Jafhvel ennþá forðast Taffý að minnast á þetta við nokkurn mann. Ég get vel skilið það. Leikkonan Jóhanna Woodward (eiginkona leikarans Paul Newman) fór með hlutverk Evu í hinni margfrægu kvikmynd og hlaut Óskarsverðlaunin fyrir. Jóhanna hitti hina raunverulegu Evu aldrei. Eva er núna á sjö- tugsaldri og á að baki marga fyrirlestra um þær raunir sem hún hefur upplifað. Með þessum hætti varð Chris ljóst að ekkert var að óttast. „Allar manneskjur komu einstaklega vel fram við okkur," sagði hún. „Og það sýndi mér að fólk vill fá að vita meira um geðræna sjúkdóma. Það vill skilja þá. En það er einmitt óttinn sem leiðir til þess að sjúkt fólk leitar ekki læknis eða hjálpar. Það skammast sín fyrir sjúkdóm sinn. Því miður líta margir, jafnvel í hópi lækna, á geðræna sjúkdóma sem eitthvað skammarlegt. En þetta getur hent hvern sem er. Ein manneskja á þriðja hverju heimili kann að sýkjast af geðrænum sjúk- dómi. Við verðum að taka þessu eins og hverjum öðrum sjúkdómi. Það eru til ýms- ar aðferðir til lækninga og margir geta aft- ur náð fullri heilsu. Næstum allir, sem af slíkum sjúkdómum þjást, geta náð fullum lífskrafti. Chris skildi við fyrri eiginmann sinn 1952. Síðar sama ár giftist hún Don Size- more og búa þau nú í Ramseur í Norður- Karolínufylki. „Ég held að aðalástæðan til þess að ég náði bata hafi verið ástríki og styrkur fjölskyldu minnar og stuðningur. Hún stóð með mér þegar útlitið var verst. Ég er óendanlega þakklát fyrir það að eiga fjölskyldu sem skammaðist sín ekki fyrir geðrænan sjúkdóm minn. Maðurinn minn, Don, seldi bókstaflega aleigu sína til þess að ég gæti fengið lækningu. Fólk hefúr litla hugmynd um það sem fjölskyldur slíks fólks þurfa að ganga í gegnum. Mín fjöl- skylda tók einnig út mikið í þessu sam- bandi, en með því að standa saman tókst okkur að komast yfir örðugleikana. Við búum yfir samheldni, sem getur hjálpað okkur til að sigrast á miklum örðugleik- um.“ „Ef hún hefði verið með krabbamein hefði ég ekki brugðist henni," segir Don. „Ég leit á þetta eins og hvern annan sjúkdóm." En ekki var öllum erfiðleikum lokið með fullum bata Chris, því nú komu fram ný vandamál hjá fjölskyldunni. „Ég held að það hafi valdið Don áhyggjum þegar ég fór að ferðast til þess að halda áffarn starfi mínu. Hann tók sér jafnvel sjálfúr ffí ffá störfúm í sex vikur til þess að geta ferðast með mér um stund. Ég sagði honum að ég yrði að gera þetta sjálf til þess að ganga úr skugga um hvort ég gæti staðið á eigin fótum. Miklar breytingar geta vakið ótta og ég tók þessu nú ekki með neinum hetjumóði. En ég var ákveð- in.“ Satt að segja fannst Don orðið nóg um sjálfstæði mitt. En ég sagði honum að ég ætti minn hlut í hjónabandi okkar og þess vegna ætti einnig að taka tillit til mín og hann yrði að hlusta á mig. Og við kom- umst að lokum að samkomulagi. Ég skil vel afstöðu Dons. Árum saman hafði hann þurft að hafa fulla ábyrgð á mér. En nú var ég ákveðin í því að hvorki hjónaband mitt né nokkuð annað gæti komið í veg fyrir það að ég yrði heil persóna." Árið 1977 skrifaði Chris sína eigin ævi- sögu, sem hún gaf nafhið Ég er Eva. Síðan hefúr henni boðist að flytja fjölda erinda víða um land, þar sem hún gerir grein fyrir örðugleikum þeirra sem fá geðræna sjúk- dóma. Síðast barst henni boð um að flytja ræðu í Augusta í Georgíufylki þegar þar var opnað sjúkrahús fyrir slíka sjúklinga. En það var einmitt þar sem hún fékk sína fyrstu lækningu. „Ég var hreykin af því að koma nú þangað aftur heil heilsu," sagði hún. En hún hefúr einnig hjálpað til við að koma á fót alþjóðlegri stofnun til rann- sókna á geðrænum sjúkdómum og samið áætlun fyrir fjölskyldur fólks sem þjáist af slíkum sjúkdómum og þá ekki síst ef um hugarklofning er að ræða. Vinnur hún ötullega að hvers konar hjálp við fólk í slíkum aðstæðum. Um sjálfa sig segir hún: „Ég nýt lífsins eins og barn. Og lífið er í rauninni rétt að byrja fyrir mig.“ D 54 VIKAN 8. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.