Vikan


Vikan - 20.04.1989, Síða 65

Vikan - 20.04.1989, Síða 65
POSTURIMM Spyrjið Alfreð Gíslason Elslcu Vtka. Ég hef aldrei skrifað áður, en ég hef alltaf keypt blaðið. Þetta er eina hlaðið sem ég kaupi og les, þannig að ég ætla að biðja ykkur um að verða að ósk minni: Viljið þið taka viðtal við Alfreð Gísla- son og birta stóra, fallega mynd af honum eða leyfa að- dáendum hans að skrifa og spyrja spurninga, sem hann svarar svo. Alfreð Gíslason er frábær og vonandi heldur hann áffam í handbolta- landsliðinu. Viljið þið vera svo elskuleg og láta verða af þessu. Bin sem elskar A. Þakka þér fyrir bréfið. Okkur líst vel á þá hugmynd að les- endur Vikunnar og aðdáend- ur Alfreðs Gísla sendi okkur eða hringi inn spurningar til hans, sem við myndum síðan biðja hann um að svara. Þannig fengju aðdáendur það um hann að vita sem þá lang- aði til (svo framarlega sem hann fæst til að svara spurn- ingnnum) og í leiðinni væri þá spjallað meira við þennan vtnsæla handboltamann okkar. Eins og þú kannski veist þá var stutt spjall við mömmu hans í 6. tbl. Vik- unnar þar sem hún segir frá því hvernig Alfreð var sem barn og birt mynd af honum sem slíkum. Stóra og nýja mynd af kappanum myndum við áreiðanlega birta með viðtali við hann. Við skorum því á lesendur að senda okkur spurningar sem þeir vilja að við spyrjum Alfreð, eða hringja spurning- arnar inn. Þetta verður þó að gerast fyrir apríllok. Heimilisfang okkar er: Vikan, Pósturinn, Háaleitisbraut 1, 105 Rvík. Síminn er 83122 og svarað er frá kl. 9-12 og 1-5. SÍMANÚMER HTJGLÆKNISmS í MÍLAJNTÓ Fjölmargir hafa hringt til okkar vegna greinarinn- ar um ítalska huglækninn Virginiu Doniselli óg spurt hvort hún sé væntanleg til íslands, eða hvort hægt sé að ná til hennar. Þetta vit- um við því miður ekki en hjá Pósti og síma fengum við uppgefið símanúmer frúarinnar sem við birtum hér, ásamt þeim tölustöf- um sem bætast við til að hringja til hennar beint. Virginia Doniselli, Mílanó H.S. 90-39-2-5696010 Studió 90-39-2-861831 Vinir óskast! Kæri póstur í Vikrunnll Ég er hér ein 19 ára stelpa og á í smá vanda. Þannig er mál með vexti að ég er utan af landi, nýflutt til Reykjavík- ur og mig vantar vinskap. Ég flutti hingað í fyrrasumar og hef engum kynnst síðan. Ég hélt að það væri ekkert mál að eignast vini hérna í bænum! Hvað get ég gert? Síðan rakst ég á póstinn í blaðinu og ákvað að skrifa til að vita hvort þið gætuð hjálp- að mér og í leiðinni gæti ég komið mér á framfæri. Ég veit að margir eru í sama vanda og ég, auk þess sem það eru margir sem lesa þetta ágætablað. Mér er farið að hundleiðast og er að verða vitlaus á því að hanga alltaf ein og geta aldrei farið neitt. Ég vona að einhver lesi þetta bréf og gefi sig fram og svari. Ef ekki, þá vona ég að þú ágæti póstur geti hjálpað mér og geflð mér góð ráð. Með fyrirfram þökk, H, sem er einmana. Póstin\im væri ánægja að því að aðstoða þig við að eignast vini, en vegna þess að þú vilt ekki láta nafns þíns getið þá er það hægara sagt en gert. Kannski gætu þeir sem eru orðnir jafh hundleiðir og þú á því að vera aleinir alla tíð, skrifað þér bréf í gegnum póstinn þar sem þeir ákvæðu stefnumót t.d. næsta fimmtu- dag eftir birtingu bréfsins, á einhverjum ákveðnum stað og tíma, t.d. á bekk niðri á torgi, inni á einhverju kaffi- húsi o.s.frv., þar sem þeir segðu frá einhverju einkenni sem þú gætir þekkt þá á ; s.s. með rauðan trefil um háls- inn, í blárri kápu o.s.frv. Hver veit nema að þú eignað- ist stóran vinahóp út frá þessu. Dugi þetta ekki til, þá mælir pósturinn með að þú farir í ferðir með ferðaklúbb- um, t.d. Ferðafélagtnu eða Útivist, þar er margt hresst fólk á ferð og án efa einhverj- ir sem gaman væri að kynn- ast nánar. C7 cr w m < c 30 j8 Q!||U9 -g bjhAis js Q!S|!d 'S 'IsiAnjQO rua u!S9f|UjeJd > 'isja -njQO J8 sujsuuetu jnuen e jeiuba uuihbh z 'ejjæis ja QilMMS ' i 8.TBL 1989 VIKAN 63 VIKAN, Pósturinn, Háaleitisbraut I.Pósthólf 5344,105 Reykjavík

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.