Vikan


Vikan - 18.05.1989, Blaðsíða 8

Vikan - 18.05.1989, Blaðsíða 8
AF STRÖNDUM Hró'bjartur Lúðvíksson skrifar: Vandamál líðandi stundar Það er margt fjaðrafok- ið. Við dreifbýlisfólk- ið förum ekki var- hluta af vandamálum líðandi stundar nema síður sé. Ekki þýðir fyrir okkur að fara í verkfall. Það væri líklega öllum sama. Margir hérna tala um að það vanti sterkari verkstjóra á Alþingi og í ríkisstjórn. — Við eigum sko enga Mar- gréti Tasser í pólitíkinni, sagði kunningi minn einn á dögun- um þegar við fórum að tala um þjóðfélagsmálin og öll hin vandamálin. — Þetta eru sko allt saman meðal-skussar á Al- þingi, sagði hann kunningi minn. — öll vandamálin koma að ofan, sagði hann og mér fannst hann verða klökkur þegar hann benti á kaupfélagið og rækjuvinnsluna: — Þetta er allt á hvínandi hausnum. Fiskiríið á litlu bát- ana heíur bara verið sæmilegt en þó hafa þeir ekki getað staðið við vexti og afborganir. Siggi á Borg er fárinn á hausinn með loðdýrabúið og strákarnir með laxeldið eru líka alveg á hvínandi kúpunni. — Það eru nú ekki allir á hausnum, reyndi ég að and- mæla rólegur í fasi. — Jæja, sagði hann með star- andi augum á mig og rétti upp fjóra fingur. — Það eru fjórir í öllu héraðinu sem skrimta, það er sýslumaðurinn, prestur- inn, læknirinn og apótekarinn. Það eru þeir einu á stóru svæði sem eiga salt í grautinn. Prest- urinn stóð meira að segja tæpt með kaupfélagsreikninginn í síðasta mánuði, svo að kaup- félagsstjórinn hótaði að loka á hann en þá hljóp á snærið hjá presti, tvær jarðarfarir svo hann gat borgað inn á. Ef það verða ekki fleiri jarðarfarir á næstunni flosnar hann upp og flytur burtu eins og margir aðrir. - Það er áríðandi, og sýnir hollustu, að menn deyi heima í héraði, sagði ég og reyndi að sýnast rólegur. - Ég meina áður en þeir flytjast burtu. — Ástandið hefur aldrei ver- ið verra, sagði kunningi minn. — Slæm var síðasta, en þessi er snöktum verri. Hlustaðirðu á eldhúsdagsumræðuna í sjón- varpinu þar sem þeir sögðu, ráðherrarnir, að ástandið væri skárra en í fýrra? - Já, ég hlustaði til að byrja með en skipti svo yfir á „Dauðagildruna" og „Apaplán- etuna“ á Stöð 2. Ég viður- kenndi að mér hefði þótt ,Apa- plánetan" miklu betri en eld- húsdagsumræðan og hélt að með því gæti ég breytt um um- ræðuefni því að mér fannst nóg komið af pólitík í bili. - Það hefði ég auðvitað átt að gera líka en ég varð bara svo æstur að horfa á þetta fólk og hlusta á það.... og nú kom heillöng romsa sem er alls ekki prenthæf. En hann var ekki af baki dottinn og bætti við: — Og svo ætlar Alþingi að kaupa hótel vegna aðstöðu- leysis. — Við- í hreppsnefndinni sendum erindisbréf suður til leiðbeiningar og vorum allir sammála um að fækka þing- fólkinu niður í 41 ogþá myndi rýmka svo um þá sem eftir væru að það þyrfti ekki að ráð- ast í húsakaup. En við höfum ekki fengið nein svör við því, sagði ég mynduglega og með alvörusvip þess sem reynslu hefúr að baki. Það var eins og hann róaðist svolítið hann kunningi minn þegar ég sagði honum af fram- takssemi hreppsnefndarinnar. Hann varð hugsi á svipinn en sagði allt í einu: - Annars virðast þær margar húslegar þessar konur á Kvennalistanum. Þær prjóna víst mikið. Eftir nokkra þögn bætti hann við: Þá sagði þessi kunningi minn: „Annars virðast þœr margar húselgar þessar konur á Kvennalistanum. Þœr prjóna víst mikið.“ Þá rifjaðist upp fyrir mér að hann er búinn að vera einbúi í nokkur ár... — Veistu um nokkra ráðs- konu? Nú kviknaði á perunni hjá mér og það rifjaðist upp að hann var búinn að vera einbúi í nokkur ár þessi kunningi minn. En ég spurði varfærnis- lega: — Er nokkur sérstök sem þú hefúr í huga? — Nei, nei, mér datt þetta bara svona í hug allt í einu. Það er svo erfitt að vera einn hérna norður í fásinninu. — Þú gætir nú skrifað suður til Alþingis og spurst fyrir. Það er aldrei að vita nema þær séu orðnar þreyttar á þrengslun- um og aðstöðuleysinu. Og þó þær hættu um tíma fá þær biðlaun í nokkra mánuði, eins og Sverrir og Albert, svoleiðis að sú sem féllist á að koma til þín væri á fullu kaupi þó að þú getir ekki borgað henni mikið. Nú fann ég að ég var farinn að gerast fúll föðurlegur í ráð- leggingum mínum. — Þú ættir kannski frekar að reyna að auglýsa í DV eftir ráðskonu hjá vel stæðum manni. Nú varð hann kunningi minn bara mæðulegur á svipinn. — Ég reyndi þetta í fýrra og fékk eina konu með tvö börn, sem stoppaði bara í 3 mánuði þegar hún fann það út að ég var alls ekkert efhaður. Svo kunni hún lítið að elda mat og ekkert að prjóna. Og svo þegar ég ætlaði að fara að vera svolít- ið heimilislegur við hana þá hótaði hún bara að kæra mig fyrir nauðgun þó ég hefði ekki snert hana. Svo pakkaði hún bara og fór. Nú var það ég sem horfði undrandi á hann kunningja minn og það hvarflaði að mér að það væri fleira en slæm ríkisstjórn og óduglegir al- þingismenn sem hvíldu þungt á herðum hans. Kvenmannsleysi getur líka verið nógu fjandi ömurlegt. □ 8 VIKAN 10. TBL1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.