Vikan


Vikan - 18.05.1989, Page 10

Vikan - 18.05.1989, Page 10
TEXTI: GVÐA DRÖFN TRYGGVADÓTTIR UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Uppgangur Rásar 2 hefur verið mikill undanfarið og hefur hlust- endahópurinn aukist verulega á kostnað tónlistarstöðvanna. Dagskrárliði eins og Meinhornið og Þjóðarsálina kann- ast flestir við en þeir eru eitt vinsælasta dagskrárefnið í dag. Þeir eru hluti af Dægurmálaútvarpi Rásar 2 en því stjórnar maður að nafni Stefán Jón Hafstein og hefúr gert í tæp tvö ár. „Haustið 1987 var ég ráðinn til að setja á laggirnar dægurmálaútvarp en áður hafði ég gert skýrslu fyrir útvarpsstjóra um hvað skyldi gert við Rás 2. Ég fékk mjög ffjálsar hendur og ákvað að reyna að gera eitthvað sem myndi skapa henni sérstöðu gagnvart einkastöðvunum. Meiri áhersla er lögð á talað mál, tekin eru fyrir málelhi líðandi stundar bæði með og án þátttöku hlust- enda. Við höfum reynt að brjótast út úr sí- byljuímyndinni og það hefur tekist vel að mínu mati. Mér fannst allir orðnir svo „góðir“ , allt- af að reyna að vera öllum allt og tala alltaf á léttu nótunum svo ég vildi reyna að gera eitthvað annað. Ég hef þetta að einhverju leyti ffá Bandaríkjunum. Þar eru litlar út- varpsstöðvar sem eru með þætti af svipuð- um toga og við erum með. Bandarískt sjónvarp er að mínu mati gerilsneytt. Það er hægt að vera öðruvísi í útvarpi en sjón- varpi. Útvarpið er mun persónulegri mið- ill þar sem hægt er að komast í mjög mikla nálægð við hlustandann. Ég kann vel við útvarp. Það hentar mér ágætlega tel ég og þessi miðill býður uppá margt. það er hægt að ná góðu sambandi við fólk í gegnum útvarp og svo er það mjög einfaldur miðill." Meinhornið er nöldurþáttur — ekki umræðuþáttur „Meinhornið sem er á dagskrá hjá okkur einu sinni í viku er án efa vinsælasti dag- skrárliðurinn hjá okkur. Mörgum hefur veist erfitt að skilja meinhornið. Þar er Frh. á bls. 12 „Við höfum engu að tapa því að við byrjuðum á núlli og því gat leiðin ekki legið nema upp,“ segir Stefán Jón Hafstein. Hann telur að hinar miklu vinsældir tónlistar- stöðvanna hafi verið tískufyrirbrigði. í LOFTIHU „Yið þorum a) vera leiðinleg11 - segir Stefán Jón Hafstein stjórnandi Dœgurmálaútvarps Rásar 2 10 VIKAN 10.TBL1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.