Vikan


Vikan - 18.05.1989, Qupperneq 14

Vikan - 18.05.1989, Qupperneq 14
,,Ætli égendi ekki í malbikinu aftur" - segir Hugrún Linda Guðmundsdóttir sem var kosin ungfrú Reykjavíkur 1989 í marsmánuði. Vikan hitti hana að máli fáeinum dögum áður en hún tók þátt í keppninni um titilinn Fegurðardrottning íslands. TEXTI: LINDA SALBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR LITLJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON T ikan hitti Hugrúnu Lindu að máli »/ og ræddi við hana um þátttöku ▼ hennar í fegurðarsamkeppnunum tveimur og um hana sjálfa. Hún er fædd 31- ágúst 1969 og er elst þriggja systkina. Foreldrar hennar eru Guðmundur Ottósson og Kolbrún Bald- ursdóttir. Við mæltum okkur mót klukkan fjögur á heimili hennar á Tunguveginum í Reykja- vík. Hún tók vel á móti blaðamanni, einnig hundurinn hennar, Spori. í ffamkomu er Hugrún Linda blátt áffam og vingjarnleg. Hún bauð inn í stofu og talið barst að verk- falli kennara. Hugrún Linda og unnusti hennar, Magnús, stefha bæði á stúdents- próf í vor ffá Menntaskólanum við Sund. „Ef við útskrifumst þá,“ bætti hún við al- vörugefin. „Þetta verkfall veldur miklum óþægindum, kennararnir hætta kennsl- unni á röngum tíma. Verkfallið bitnar verst á þeim sem eru að ljúka námi núna í vor. Ég hef líka talsverðar áhyggjur af að prófin hellist yfir með litlum fyrirvara, jafhvel öll í kringum fegurðarsamkeppni íslands." Hugrún Linda hafði því í mörgu að snúast, bæði próflestri og æfingum fyrir keppnina. „Þetta er mjög erfitt og mikil vinna. Á laugardögum mætum við t.d. kl. 8 á morgnana í líkamsrækt og erum alveg í tvo tíma í senn. Þá taka við gönguæfingar og annar mikilvægur undirbúningur. Við erum ekki búnar fyrr en um fjögurleytið. Það er ætlast til að við mætum í líkams- rækt þrisvar í viku en ég reyni að fara á hverjum degi. Ég hafði ekki stundað lík- amsrækt áður — var alltaf á leiðinni en núna er ég ákveðin í að halda áfram úr því að ég er byrjuð á annað borð.“ Hvers vegna ákvaðstu að taka þátt í fegurðarsamkeppni? „Mig langaði að prófa og ég tímdi ekki að sleppa þessu tækifæri. Það er eitthvað spennandi við þetta allt saman. í fyrra var ég beðin um að fara í prufú. Þá þorði ég ekki en var samt mikið að velta því fyrir mér. Það var í bíó sem talað var við mig
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.