Vikan


Vikan - 18.05.1989, Page 18

Vikan - 18.05.1989, Page 18
FYRR OC5 IÍÚ Stúlkan sem er Er ReykjavíkursTúlkan þjóðfélagsfyrirbrigði? Eða er hún kannski ekki til þessi dœmigerða Reykjavíkurstúlka? Jú, sögðu þeir á Vikunni árið 1939 og vildu fá Ijóslifandi ímynd hennar á síður blaðsins. Þeir efndu til samkeppni um bestu greinina um Reykjavíkur- stúlkuna. Margir höfðu myndað sér skoðun því þátttakan varð mikil og sýndi að margir töldu Reykjavíkurstúlkuna frábrugðna öðrum dætrum íslands. En ætli sú skoðun eða ímynd Reykja- víkurstúlkunnar hafi breyst? Tvær greinar þóttu bera af árið 1939; önnur var skrifuð af stúlku, sem taldi sig nokkuð dæmigerða Reykjavíkurstúlku, og hin af karlmanni - kannski hinum dæmigerða Reykjavíkur- pilti? - þannig að þarna birtust skoðanir beggja kynja. Við endurtókum leikinn, nú hálfri öld síðar, og fengum tvö reykvísk ungmenni til að tjá skoðanir sín- ar á þessari sömu stúlku, auk þess sem birt er viðtal við Ung- frú Reykjavík 1989. Skrif pilt- anna birtast í næstu Viku. REYKJAVÍKURSTÚLKAN 1939 TEXTI: GERÐUR MAGNÚSDÓTTIR Sjálf er ég Reykjavíkurstúlka, og þar sem ég held, að ég sé hvorki betri né verri en yfirleitt gerist, datt mér í hug að taka sjálfa mig, sem dæmi z upp á Reykjavíkurstúlkuna almennt. Ég er § ekki af ríkum foreldrum, en þeir geta t kannski ekki heldur talist til þeirra allra ^ snauðustu. Þó held ég, ef farið yrði að gera ^ upp reyturnar, eignirnar, tekjurnar og m skuldirnar, að útkoman yrði ekki fterð í z kredit hliðina. Ég tilheyri sem sagt hvorki < aristokratinum né öreigunum, en er ein af ^ millistéttinni, borgurunum, sem kommún- w Frh. á bls. 20 3 18 VIKAN 10.TBL1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.