Vikan


Vikan - 18.05.1989, Síða 28

Vikan - 18.05.1989, Síða 28
5J0I1VARP halda áhorfeadur áfram að vera spenntir yfir sambandi þeirra?" spyr Linda. „Fólk kemur til mín úti á götu og segir: ’Ég vil að þú kyssir hann bara.’ Ég segi fyrir mig að ég myndi varla nenna að fylgjast með þátt- unum ef þar yrði engin þróun og persón- urnar breyttust ekki neitt. Ég held að áhorfendurnir séu að bíða og vona að þetta gerist — og það er ástæðan fyrir því að þeir horfa á þáttinn. En ég skil vel að höfúndarnir verði að láta þetta gerast hægt og rólega.” En hvernig er með samband þeirra Ron og Lindu, koma þar fram einhver áhrif frá „Fríðu og dýrinu"? „Það er svo gott að létta á sér við Ron“, viðurkennir Linda. „Einn daginn var ég svo reið út af handritinu, út í leikstjórann eða einhvern annan að þegar Ron kom í vinn- una, þá flaug ég í fangið á honum og grét. Mér fannst ekkert eðlilegra en að létta á mér við hann. Mér hefúr alltaf fundist Ron svo óskaplega sterkur, ljúfúr og góður. Hann er alltaf til staðar þegar ég þarf á honum að halda.“ Ron kinkar kolli. „Við höfúm gengið í gegnum erfiðleika vegna álagsins á okkur. Mér fannst gott að finna að Linda treysti dálítið á mig, sérstaklega vegna þess að hún virkar svo sérlega sjálfstæð mann- eskja. Þegar jafú sterk kona og hún kýs að tengjast annarri manneskju þá hlýtur sú manneskja að verða upp með sér af því.“ Vinátta þeirra þróaðist fljótt, en áður en þau voru valin í hlutverkin í þáttunum höfðu þau aldrei hist. Ron hafði aðeins séð meðleikara sinn í einni mynd, The Term- inator, og Linda hafði séð Ron leika í Qu- est for Fire. „Við vissum ekkert um hvort annað", segir Linda. „Ron virtist mjög indæll, stað- fastur og jarðbundinn, sem eru eiginleikar sem þér finnst gott að finna hjá þeim sem þú veist að þú átt eftir að vinna náið með í langan tíma.“ Linda er mikil ffagmanneskja Hver voru fýrstu áhrifin sem Linda hafði á Ron? „Að sjálfsögðu fannst mér hún falleg," segir hann, „en það sem hafði sterkust áhrif á mig var hversu mikil fag- manneskja hún er — hvernig hún bar sig að, hvernig tökum hún tók Catherine og þáttunum í heild.“ Linda er annar eineggja tvíbura, systir hennar er hjúkrunarkona, og er ffá Mary- land fylki. Að námi loknu í Maryland há- skólanum, flutti hún til New York þar sem hún fór í leiklistarnám. Fyrsta atvinnutæki- færið fékk hún þegar hún fékk hlutverk í sápuóperu og síðar fékk hún hlutverk í Hill Street Blues og í sjónvarpskvikmynd. Ron var í námi við háskóla New York- borgar og tók síðan MA gráðu við háskól- ann í Minnesota áður hann fór að vinna með Classic Stage Company í New York. Hann kom einnig ffam í leikritum í Broad- wayleikhúsunum og öðrum. Linda og Ron eru gift... í raunveruleikanum eru Linda og Ron gift —öðrum. Ron býr í Los Angeles með eiginkonu sinni, fatahönnuðnum Opal Stone, og litlu dóttur þeirra. Linda og eig- inmaður hennar, leikarinn Bruce Abbot, búa í Pacific Palisades í Kaliforníu. Beauty and the Beast þáttaröðinni hefur verið líkt við klassísk verk eins og The Phantom of the Opera og The Hunchback ofNotre Dame. „í þessum sögum er sams konar samúð að finna eins og þá sem er svo ríkur þáttur í sambandi okkar,“ segir Linda. Ron samþykkir að í þessum hrífandi sögum sé þema sem stenst tímans tönn. „Lítum bara á hversu oft myndir hafa verið gerðar um Notre Dame kroppinbakinn. Það tekur 4 klukkutíma að breyta hinum geðþekka Ron í hinn ljóni líka Vincent. Þarna er um að ræða samband á milli per- sóna sem á alls ekki að geta gengið." Ljóni líkur — með ffrábæra rödd Linda trúir því að það sé hefð að karl- menn laðist að fegurð, en um leið jafn mikil hefð fyrir því að konur reyni að sjá hvað leynist að baki útlitinu hjá hinu kyn- inu. „Þættirnir myndu ekki virka jafn vel ef Catherine væri ekki aðalaðandi," viður- kennir hún. „Það eru öfgarnar í útliti per- sónanna sem hjálpa sögunni að virka. En mér hefur aldrei dottið í hug að Vincent myndi ekki elska Catherine ef hún væri ekki falleg." Hún bætir því við að sér hafi alltaf fundist Vincent aðlaðandi - ljóni líkur, stoltur og með ffábæra rödd. Ron brosir. „Þegar ég las handritið fýrst þá bjóst ég við að gervið yrði mjög hrika- legt og að Vincent væri svo afskræmdur að hann væri óviðfelldin. Svo þegar ég sá teikningu af gervinu þá datt mér strax í hug að hann gæti allt eins verið rokk- stjarna! Hann var ótrúlega segulmagnaður og aðlaðandi, fyrirmyndin var konungur dýraríkisins — ljónið." Förðunarvinnan tekur fjóra tíma Það tekur fjóra tíma í förðunarvinnu að breyta Ron í dýrið. Hann mætir á tökustað á hverjum morgni klukkan hálf fimm, svo hann verði tilbúinn á réttum tíma fyrir tökur dagsins. Linda og Ron eru sammála um að það séu erfiðleikarnir í sambandi Fríðu og dýrsins sem haldi áhorfendunum föstum. Ætli Catherine snúi sér að lokum að öðr- um manni til að fúllnægja þörfum sínum? „Ef um mann væri að ræða sem þó ekki væri nema að litlu leyti líkur Vincent þá myndi hún velja hann,“ svarar Linda. „En hún finnur engan slíkan rnann." Linda heldur að Catherine gæti staðið í ástar- sambandi með öðrum manni, þrátt fyrir þær tilfinningar sem hún ber í brjósti til Vincents. „Og líklega með samþykki Vinc- ents ef hún gæti orðið hamingjusöm. Hann hefúr margsannað hversu óeigingjarn hann er.“ Hún bætir við: „Ég þekki enga konu sem getur elskað mann án þess að vera stöðugt með hann í huganum, jafhvel þó hún sé með öðrum manni þá er hann í huga hennar. Þetta er bara hluti af því að vera kona.“ Platónsk ást ekki fyrir Ron og Lindu Gætu Linda og Ron sjálf verið í plat- ónsku ástarsambandi, eins og þeirra Ron og Catherine? Linda hugsar sig lengi um. „Nei. Kannski í stuttan tíma en síðan yrði ég að geta lifað í eðlilegu sambandi." Hún hlær og lítur rannsakandi á Ron. „Ég gæti það... upp að vissu marki," segir hann, „en ég myndi ekki vilja þurfa að þola þannig sársauka í langan tíma. Það má segja að ég hafi reynt eitthvað þessu líkt á lífsleiðinni; en ég held að það myndi ekki gerast aftur.“ Þrátt fyrir ánægjulegt samstarf og vin- áttu, þá segjast þau Ron og Linda heldur vilja að hætt verði við þættina en að þeir hrapi í gæðum og að innihaldinu verði breytt þannig að tilfinningar aðalpersón- anna í garð hvors annars verði breytt í eitthvað ódýrt og lélegt. „Ég yrði mjög leið ef þáttunum yrði aflýst," viðurkennir Ron. „En ég er sann- færður um að við Linda yrðum nánir vinir það sem eftir er. Því miður höfúm við ekk- ert um það að segja hvort þættirnir halda áfram eins og þeir eru eða ekki.“ Linda er sammála. „Missirinn yrði mikill, en mundi samt hafa þau áhrif á mig að í ffamtíðinni myndi ég reyna að mynda sem allra best tengsl á milli mín og samleikara minna." 28 VIKAN 10. TBL.1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.