Vikan


Vikan - 18.05.1989, Síða 36

Vikan - 18.05.1989, Síða 36
Pönnusteikt lúöa með reyktum laxi og kavíarsósu Fiskur \ Fyrir 4 Vinnutími ca. 15 mín. Höfundur: Jóhann Sveinsson INNKAUP: 800 gr lúða 1 msk svartur kavíar 1 msk rauður kavíar 1/2 laukur 100 gr reyktur lax 3 dl hvítvín 4 dl rjómi 300 gr smjör salt og pipar Helstu áhöld: Panna, steikarspaði og þeytari Ódýr □ Erfiður □ Heitur Sl Kaldur □ Má frysta □ Annað: AÐFERÐ: ■ Laukurinn saxaður smátt, settur í pott ásamt klípu af smjöri og léttsteikt- ur (ekki brúnaður). Rjóma og hvítvíni bætt í og soðið niður um helming. Restinni af smjörinu bætt út í smátt og smátt. Kavíarinn settur út í, ekki lát- inn sjóða. Salt og pipar eftir smekk. ■ Lúðan er steikt á pönnu eða grilluð. Sett á disk og skreytt með reyktum laxi. Hrátt hangikjöt meö ávöxtum og piparrótarsósu Fyrir 4 Áætlaður vinnutími 30 mín. Höfundur: Úlfar Finnbjörnsson Smáréttur INNKAUP: ADFERÐ: 200 gr fitusnautt hangikjöt 1 melóna 1 mangó ávöxtur lolló rossó kál frisesalat 50 gr furuhnetur Sósa: 1/2 bolli olía 1 harðsoðið egg 1 msk piparrótarmauk 1 tsk hvítvínsedik salt og svartur pipar 1 msk söxuð steinselja 1 tsk sítrónusafi ■ Eggið og steinseljan skorin smátt og öllu sem á að fara í sósuna bland- að saman og látið standa í kæli í 1 klst. ■ Melónan er skorin í tvennt og kjarninn skafinn úr. Þá er melónan skorin í báta og börkurinn skorinn af. ■ Mangóávöxturinn er skrældur, kjötið skorið af steininum og það skorið í sams konar báta og melónan. ■ Hangikjötið er skorið í þunnar sneiðar og þeim vafið utanum melónu- og mangóbátana. ■ Bátunum er raðað í hring á disk og skreytt með salatinu og hnetunum. o ■ Borið fram með sósunni. œ co u. LU _l QC O —3 I w Helstu áhöld: Hnífur. Ódýr □ Erfiður □ Heitur □ Kaldur ixl Má frysta □ Annað: BERTOLLI ÓLlFUOLlA m McCORMICK KRYDD

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.